Skref upp á við að fara til Skandinavíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Viðar Örn Kjartansson er einn af nýju mönnunum í Noregi. Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tímabil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Svíþjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslendingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvalsdeildinni en síðari hluti tímabilsins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tvímælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi-deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Svíþjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast með öllum þeim atvinnumönnum sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leikmönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“grafík/thanos Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tímabil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Svíþjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslendingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvalsdeildinni en síðari hluti tímabilsins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tvímælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi-deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Svíþjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast með öllum þeim atvinnumönnum sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leikmönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“grafík/thanos
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira