Hver fyrirsætan á fætur annarri hrasaði og datt á tískupallinum en hælarnir voru á bilinu sautján til tuttugu sentimetra háir.
Þó að stolt fyrirsætanna sé eflaust sært geta þær státað sig af því að vera nú komnar í hóp með heimsfrægum fyrirsætum á borð við Naomi Campbell, Agyness Deyn og Jessica Stam sem allar hafa dottið á pöllunum.



