Lengi dreymt um að vinna með Bergþóri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. apríl 2014 11:30 Sunna segist vel geta hugsað sér að gera meira af því að semja lög við ljóð þekktra skálda. Mynd: Hörður Sveinsson „Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað með Bergþóri og ég greip tækifærið núna,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti sem í hádeginu í dag heldur tónleika í Háteigskirkju ásamt Bergþóri Pálssyni. „Upphaflega var tríóið mitt bókað á þessa tónleika, en svo þurfti bassaleikarinn að fara til Austurríkis og þá ákvað ég að láta þennan draum um að vinna með Bergþóri rætast.“ Á tónleikunum flytja þau tónsmíðar Sunnu við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson og Nínu Björk Árnadóttur. Tvö verkanna eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fagra veröld, sem kom út árið 2002. „Kristjana Stefánsdóttir söng lögin á þeirri plötu,“ segir Sunna. „En það eru þarna lög við tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson sem henta betur fyrir karlsöngvara. Svo eru nýju lögin tvö við ljóð eftir Óskar Árna og Nínu Björk.“ Sunna segist ekki hafa gert mjög mikið af því að semja lög við ljóð þekktra skálda og vildi gjarna gera meira af því. „Ég gerði það fyrir þessa plötu, Fögru veröld, en ég hef ekki lagt mikla rækt við þetta síðan. Samt hef ég mjög gaman af því að semja lög við ljóð annarra og kannski nýti ég tækifærið núna með Bergþóri til að gera þetta að stærra verkefni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og taka um hálfa klukkustund. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Mig hefur lengi langað til að gera eitthvað með Bergþóri og ég greip tækifærið núna,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir djasspíanisti sem í hádeginu í dag heldur tónleika í Háteigskirkju ásamt Bergþóri Pálssyni. „Upphaflega var tríóið mitt bókað á þessa tónleika, en svo þurfti bassaleikarinn að fara til Austurríkis og þá ákvað ég að láta þennan draum um að vinna með Bergþóri rætast.“ Á tónleikunum flytja þau tónsmíðar Sunnu við ljóð eftir Tómas Guðmundsson, Óskar Árna Óskarsson og Nínu Björk Árnadóttur. Tvö verkanna eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fagra veröld, sem kom út árið 2002. „Kristjana Stefánsdóttir söng lögin á þeirri plötu,“ segir Sunna. „En það eru þarna lög við tvö ljóð eftir Tómas Guðmundsson sem henta betur fyrir karlsöngvara. Svo eru nýju lögin tvö við ljóð eftir Óskar Árna og Nínu Björk.“ Sunna segist ekki hafa gert mjög mikið af því að semja lög við ljóð þekktra skálda og vildi gjarna gera meira af því. „Ég gerði það fyrir þessa plötu, Fögru veröld, en ég hef ekki lagt mikla rækt við þetta síðan. Samt hef ég mjög gaman af því að semja lög við ljóð annarra og kannski nýti ég tækifærið núna með Bergþóri til að gera þetta að stærra verkefni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 í dag og taka um hálfa klukkustund.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira