Forsendubrestur óbættur Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2014 07:00 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna. Þess vegna sögðum við fyrir kosningar að gera þyrfti meira til að leysa hinn raunverulega forsendubrest. Mæta heimilunum sem keyptu á versta tíma, á árunum fyrir hrun, og standa enn í þeirri stöðu að lánin hafa hækkað meira en sem nemur verðhækkun íbúðarinnar. Mæta heimilunum sem ekki nutu 110% leiðarinnar með sama hætti og aðrir – skuldurum Íbúðalánasjóðs og fólkinu með lánsveð. Við sögðum þetta skýrt fyrir kosningar. Og við gerðum meira: Við lögðum til álagningu á fjármálafyrirtæki til að fjármagna aðgerðirnar, með sama hætti og nú hefur verið gert.Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin hefur sem sagt tækin til að leysa vandann – 80 milljarða, sem við hjálpuðum henni að afla. En hún hyggst ekki nýta þau til að leysa forsendubrestinn. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að það fólk sem á erfiðast með að láta enda ná saman fær hlutfallslega minnst. Í staðinn er peningum dreift til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinum forsendubresti, heimila sem kannski keyptu hús á sögulega lágu verði fyrir löngu síðan og búa svo vel að verð húsnæðisins hefur hækkað miklu meira en lánið sem á því hvílir. Sum þessara heimila skulda lítið sem ekkert í húseign sinni og bera mjög lítinn húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin hefur engar upplýsingar getað sett fram um hversu hátt hlutfall af peningunum fer til þeirra sem teljast til stóreignafólks, til fólks með gríðarlega háar tekjur eða hversu hátt hlutfall það er sem fer til fólks sem ber mjög léttan húsnæðiskostnað, fólks sem keypti fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir forsendubresti. Ósanngirnin birtist víðar í þessum tillögum. Um fleiri ágalla á þeim mun ég fjalla í fleiri greinum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skulda er nú komið til umfjöllunar í þingnefnd. Við í Samfylkingunni höfum djúpstæða sannfæringu fyrir því að enn sé ýmislegt eftir ógert í skuldamálum heimilanna. Þess vegna sögðum við fyrir kosningar að gera þyrfti meira til að leysa hinn raunverulega forsendubrest. Mæta heimilunum sem keyptu á versta tíma, á árunum fyrir hrun, og standa enn í þeirri stöðu að lánin hafa hækkað meira en sem nemur verðhækkun íbúðarinnar. Mæta heimilunum sem ekki nutu 110% leiðarinnar með sama hætti og aðrir – skuldurum Íbúðalánasjóðs og fólkinu með lánsveð. Við sögðum þetta skýrt fyrir kosningar. Og við gerðum meira: Við lögðum til álagningu á fjármálafyrirtæki til að fjármagna aðgerðirnar, með sama hætti og nú hefur verið gert.Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin hefur sem sagt tækin til að leysa vandann – 80 milljarða, sem við hjálpuðum henni að afla. En hún hyggst ekki nýta þau til að leysa forsendubrestinn. Tillögur ríkisstjórnarinnar fela í sér að það fólk sem á erfiðast með að láta enda ná saman fær hlutfallslega minnst. Í staðinn er peningum dreift til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinum forsendubresti, heimila sem kannski keyptu hús á sögulega lágu verði fyrir löngu síðan og búa svo vel að verð húsnæðisins hefur hækkað miklu meira en lánið sem á því hvílir. Sum þessara heimila skulda lítið sem ekkert í húseign sinni og bera mjög lítinn húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin hefur engar upplýsingar getað sett fram um hversu hátt hlutfall af peningunum fer til þeirra sem teljast til stóreignafólks, til fólks með gríðarlega háar tekjur eða hversu hátt hlutfall það er sem fer til fólks sem ber mjög léttan húsnæðiskostnað, fólks sem keypti fyrir mörgum árum og varð ekki fyrir forsendubresti. Ósanngirnin birtist víðar í þessum tillögum. Um fleiri ágalla á þeim mun ég fjalla í fleiri greinum á næstunni.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar