Tapaðar tekjur af veiðigjöldum Árni Páll Árnason skrifar 30. apríl 2014 07:00 Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar