Ég fíla ekki mikinn glans og glimmer Marín Manda skrifar 2. maí 2014 17:30 Guðrún Jóna Stefánsdóttir Guðrún Jóna Stefánsdóttir er að læra mannfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Hún segist vera mikið fyrir að klæða sig upp hversdagslega og vill alls ekki mikinn glans og glamúr nema við stórhátíðleg tækifæri. Áhugamálin snúa aðallega að hreyfingu og tísku en hún stundar jóga og kennir fimleika í Gróttu.Pallíettutoppurinn Ég fékk þennan í Spútnik fyrir ca. 10 árum. Ég keypti hann fyrir árshátíð hjá 17 þegar ég var 17 ára og vaknaði til tískuvitundar. Ég hef notað hann við ýmis tækifæri en hann er svona sígildur sparitoppur sem alltaf er hægt að grípa í.Blómagollan Þetta er kímónó sem ég keypti á fatamarkaði fyrir nokkrum árum. Ég gróf hann upp og er rosalega ánægð með hann en svona kímónóar eru mikið í tísku núna.Leðurbuxurnar Þessar fékk ég á fatamarkaði á Prikinu. Þetta eru háar pokaleðurbuxur. Ég er meira fyrir að kaupa mér föt sem ég get notað bæði hversdags og fínt. Annaðhvort klæði ég það svo upp eða niður.Farmers Market Aigle-stígvélin Stígvélin eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þau passa í raun við allt. Hvort sem ég er í skólanum eða að skreppa í bíó, þá get ég farið í þeim. Þau eru með örlitlum hæl sem er mjög skemmtilegt. Burberry-jakkinn Ég fékk jakkann í afmælisgjöf frá Rúnari kærasta mínum og þetta er besti jakki sem ég hef eignast. Hann er úr Geysisbúðinni sem er uppáhaldsbúðin mín. Ég get notað hann við allt. Bæði í skólann og þegar ég er að fara út eitthvað aðeins fínna.Farmers Market-peysan Ég fékk hana í jólagjöf frá kærastanum. Hann koma mér svolítið á óvart. Ég kaupi mér ekki mikið af fötum sjálf hér heima nema á mörkuðum eða í Kolaportinu svo það er æðislegt að fá falleg föt að gjöf. Þessi peysa er ótrúlega þægileg og ég get notað hana rosalega mikið. Hún er hlý og fín og í miklu uppáhaldi. Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Guðrún Jóna Stefánsdóttir er að læra mannfræði og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Hún segist vera mikið fyrir að klæða sig upp hversdagslega og vill alls ekki mikinn glans og glamúr nema við stórhátíðleg tækifæri. Áhugamálin snúa aðallega að hreyfingu og tísku en hún stundar jóga og kennir fimleika í Gróttu.Pallíettutoppurinn Ég fékk þennan í Spútnik fyrir ca. 10 árum. Ég keypti hann fyrir árshátíð hjá 17 þegar ég var 17 ára og vaknaði til tískuvitundar. Ég hef notað hann við ýmis tækifæri en hann er svona sígildur sparitoppur sem alltaf er hægt að grípa í.Blómagollan Þetta er kímónó sem ég keypti á fatamarkaði fyrir nokkrum árum. Ég gróf hann upp og er rosalega ánægð með hann en svona kímónóar eru mikið í tísku núna.Leðurbuxurnar Þessar fékk ég á fatamarkaði á Prikinu. Þetta eru háar pokaleðurbuxur. Ég er meira fyrir að kaupa mér föt sem ég get notað bæði hversdags og fínt. Annaðhvort klæði ég það svo upp eða niður.Farmers Market Aigle-stígvélin Stígvélin eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þau passa í raun við allt. Hvort sem ég er í skólanum eða að skreppa í bíó, þá get ég farið í þeim. Þau eru með örlitlum hæl sem er mjög skemmtilegt. Burberry-jakkinn Ég fékk jakkann í afmælisgjöf frá Rúnari kærasta mínum og þetta er besti jakki sem ég hef eignast. Hann er úr Geysisbúðinni sem er uppáhaldsbúðin mín. Ég get notað hann við allt. Bæði í skólann og þegar ég er að fara út eitthvað aðeins fínna.Farmers Market-peysan Ég fékk hana í jólagjöf frá kærastanum. Hann koma mér svolítið á óvart. Ég kaupi mér ekki mikið af fötum sjálf hér heima nema á mörkuðum eða í Kolaportinu svo það er æðislegt að fá falleg föt að gjöf. Þessi peysa er ótrúlega þægileg og ég get notað hana rosalega mikið. Hún er hlý og fín og í miklu uppáhaldi.
Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Fleiri fréttir Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira