Lægri barnabætur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þeir rúmu 10 milljarðar sem Alþingi samþykkti í desember að verja ætti í barnabætur munu ekki skila sér að fullu til barnafjölskyldna. Ástæðan er sú að viðmiðum fyrir tekjur og börn hefur ekki verið breytt. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þessa setningu að finna: „Að standa vörð um nýlegar hækkanir barnabóta er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að styðja dyggilega við bakið á barnafjölskyldum.“ Þarna er vísað til þess að sama upphæð sem samþykkt var í fjárlögum 2013 var látin standa óverðbætt fyrir árið 2014. Árið 2013 var 262 milljóna króna afgangur af þeim 10,2 milljörðum króna sem ætlaðir voru til barnabóta.Kjör barnafjölskyldna Tekjur landsmanna hafa hækkað við nýja kjarasamninga. Þar sem tekjuviðmiðum hefur ekki verið breytt við ákvörðun barnabóta í ár munu færri vera innan tekjuviðmiðanna en á síðasta ári og einnig munu fleiri fá lægri bætur en áður. Barnabætur skerðast með nýjum kjarasamningum. Það þýðir að umtalsverður afgangur verður í árslok 2014 sem ekki verður varið til að bæta hag barna. Kannski er þarna fundin leiðin til að mæta viðbótarafslættinum á veiðigjöldum til útgerðarmanna sem nú er til umræðu á Alþingi?Fátæk börn Lágar tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsta orsök barnafátæktar sem er skammarlega mikil hér á landi. Vanda láglaunafólks mætti þó mæta með almennum hætti með því að hækka barnabætur og þá mest til þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er stærsti hópurinn barnafjölskyldur sem eiga ekki húsnæði en verja of stórum hluta launa sinna til húsaleigu. Sá hópur fær ekki svokallaða skuldaleiðréttingu hægristjórnarinnar enda skuldar hann ekki verðtryggð húsnæðislán. Í stað þess að auka stuðning við barnafjölskyldur er ríkisstjórnin í raun að lækka barnabætur þegar allar greiningar sýna að það eru barnafjölskyldur sem eru í mestum vanda og fátækum börnum fer fjölgandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir rúmu 10 milljarðar sem Alþingi samþykkti í desember að verja ætti í barnabætur munu ekki skila sér að fullu til barnafjölskyldna. Ástæðan er sú að viðmiðum fyrir tekjur og börn hefur ekki verið breytt. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er þessa setningu að finna: „Að standa vörð um nýlegar hækkanir barnabóta er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um að styðja dyggilega við bakið á barnafjölskyldum.“ Þarna er vísað til þess að sama upphæð sem samþykkt var í fjárlögum 2013 var látin standa óverðbætt fyrir árið 2014. Árið 2013 var 262 milljóna króna afgangur af þeim 10,2 milljörðum króna sem ætlaðir voru til barnabóta.Kjör barnafjölskyldna Tekjur landsmanna hafa hækkað við nýja kjarasamninga. Þar sem tekjuviðmiðum hefur ekki verið breytt við ákvörðun barnabóta í ár munu færri vera innan tekjuviðmiðanna en á síðasta ári og einnig munu fleiri fá lægri bætur en áður. Barnabætur skerðast með nýjum kjarasamningum. Það þýðir að umtalsverður afgangur verður í árslok 2014 sem ekki verður varið til að bæta hag barna. Kannski er þarna fundin leiðin til að mæta viðbótarafslættinum á veiðigjöldum til útgerðarmanna sem nú er til umræðu á Alþingi?Fátæk börn Lágar tekjur heimila, bæði hvað varðar laun og félagslegar bætur, eru helsta orsök barnafátæktar sem er skammarlega mikil hér á landi. Vanda láglaunafólks mætti þó mæta með almennum hætti með því að hækka barnabætur og þá mest til þeirra sem búa við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er stærsti hópurinn barnafjölskyldur sem eiga ekki húsnæði en verja of stórum hluta launa sinna til húsaleigu. Sá hópur fær ekki svokallaða skuldaleiðréttingu hægristjórnarinnar enda skuldar hann ekki verðtryggð húsnæðislán. Í stað þess að auka stuðning við barnafjölskyldur er ríkisstjórnin í raun að lækka barnabætur þegar allar greiningar sýna að það eru barnafjölskyldur sem eru í mestum vanda og fátækum börnum fer fjölgandi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun