Þessi dásamlega pláneta Gunnar Kvaran skrifar 2. maí 2014 08:52 Manneskju sem hefur ævinlega lifað við hestaheilsu er kannski eðlilegt að taka þessari heilsu eins og sjálfsögðum hlut, líkt og sólinni sem kemur upp í austri dag hvern. En ekkert í þessu lífi er sjálfsagt eða sjálfgefið. Heilsufari jarðarinnar verður því miður ekki líkt við hestaheilsu. Gegndarlaus ásókn mannsins í auðævi jarðarinnar hefur veikt heilsu hennar og hún stynur undan þessari hræðilegu misbeitingu mannskepnunnar. Knúin áfram af taumlausri græðgi sem engu eirir er manneskjan búin að knýja jörðina að hættumörkum, sem geta orðið mannkyninu örlagarík ef fram heldur sem horfir. Sífellt fleiri vísindamenn og sérfræðingar hallast nú að þeirri skoðun að hlýnun jarðar (gróðurhúsaáhrif) sé ekki síst af mannavöldum. Fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsbreytingar hafa verið haldnar á undanförnum árum með sorglega litlum árangri. Öll stærstu iðnríki heims, sem að sjálfsögðu menga mest, færast undan eða neita að undirskrifa samninga sem hefðu það að markmiði að minnka mengun í andrúmslofti á láði og legi. Hvað veldur? Að sjálfsögðu kosta nauðsynlegar breytingar fórnir, en hversu stórar eru þær fórnir miðað við raunverulegar hamfarir allrar jarðarinnar eða mikils hluta hennar, til dæmis í formi hungursneyða og flóða? Það er eðlilegt og sjálfsagt að mannkynið nýti sér frjósemi og gjafmildi jarðarinnar, en það er herfileg misnotkun sem er nú að koma okkur í koll.Mikil ábyrgð Við eigum ekki Móður Jörð! Okkur hefur verið trúað fyrir þessari dásamlegu plánetu sem við höfum fengið til afnota, því fylgir mikil ábyrgð. Nýjasta og nærtækasta dæmið um þessi mál eru norðurslóðir. Það er auðvelt að sjá glampann í augum þeirra þjóða sem nú beina sjónum sínum að Grænlandi, því jökullinn er að bráðna og þá eygja menn mikinn gróða. Í öllum þessum fréttum, ráðstefnum og umtali um möguleika norðurslóða, líka fyrir Ísland, er umræða eða umhugsun um afleiðingar bráðnunarinnar nánast ekki nefnd. Það er eins og stundargróðinn loki augum manna fyrir heildarsýn á þessi mál. Það er vísindaleg staðreynd að hundruð ef ekki þúsundir plantna og dýrategunda deyja út árlega og víða eru margar dýrategundir í mikilli útrýmingarhættu. Gefur þetta ekki skýr skilaboð um áhrif mengunar á vistkerfi jarðarinnar, um ábyrgð okkar og alvöru málsins? Ég lifi enn í þeirri von að okkur takist að snúa þessari óheillavænlegu þróun við en til þess þarf hugarfarsbreytingu svo um munar. Ég vona að þeir sem þekkja mátt bænarinnar biðji fyrir ráðamönnum þessa heims. Það er ábyggilega ekki alltaf auðvelt fyrir þessa ráðamenn að fylgja rödd hjarta síns í mikilvægum ákvörðunartökum, því sótt er að þeim úr öllum áttum og þar eru auðhringar, stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar úr fjármálaheimi fremstir í flokki. Í þessu máli er framtíð jarðarinnar í húfi. Að lokum læt ég fylgja með þessu greinarkorni litla hugleiðingu um jörðina sem kom til mín í flugi á leið til Kaupmannahafnar frá Beijing sumarið 2012. Það sást til jarðar nánast alla leiðina því veður var einstaklega heiðskírt og bjart. Lofsöngur til jarðar Ó, þú dásamlega pláneta. Nú hef ég svifið yfir lendum þínum í fljúgandi áldreka. Yfir fjöllum, ökrum, eyðimerkum, skógum, vötnum og fljótum. Í sjónhending skynjað fegurð þína, frjósemi, stórbrotið form þitt og mikilfengleik. Í þúsundir ára hefur þú nært okkur, fætt og klætt. Mikil er ábyrgð okkar nú á ögurstund. Erum við verð þess trausts sem þú hefur sýnt okkur með fordæmi þínu og ólýsanlegu jafnaðargeði? Við börnin þín höfum nú mátt til að knýja þig til uppgjafar og þar með binda endi á sköpun þína, fegurð og umhyggju. Eru þetta örlög barna þinna: að skera endanlega á þann lífsstreng sem enn titrar og hljómar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Manneskju sem hefur ævinlega lifað við hestaheilsu er kannski eðlilegt að taka þessari heilsu eins og sjálfsögðum hlut, líkt og sólinni sem kemur upp í austri dag hvern. En ekkert í þessu lífi er sjálfsagt eða sjálfgefið. Heilsufari jarðarinnar verður því miður ekki líkt við hestaheilsu. Gegndarlaus ásókn mannsins í auðævi jarðarinnar hefur veikt heilsu hennar og hún stynur undan þessari hræðilegu misbeitingu mannskepnunnar. Knúin áfram af taumlausri græðgi sem engu eirir er manneskjan búin að knýja jörðina að hættumörkum, sem geta orðið mannkyninu örlagarík ef fram heldur sem horfir. Sífellt fleiri vísindamenn og sérfræðingar hallast nú að þeirri skoðun að hlýnun jarðar (gróðurhúsaáhrif) sé ekki síst af mannavöldum. Fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsbreytingar hafa verið haldnar á undanförnum árum með sorglega litlum árangri. Öll stærstu iðnríki heims, sem að sjálfsögðu menga mest, færast undan eða neita að undirskrifa samninga sem hefðu það að markmiði að minnka mengun í andrúmslofti á láði og legi. Hvað veldur? Að sjálfsögðu kosta nauðsynlegar breytingar fórnir, en hversu stórar eru þær fórnir miðað við raunverulegar hamfarir allrar jarðarinnar eða mikils hluta hennar, til dæmis í formi hungursneyða og flóða? Það er eðlilegt og sjálfsagt að mannkynið nýti sér frjósemi og gjafmildi jarðarinnar, en það er herfileg misnotkun sem er nú að koma okkur í koll.Mikil ábyrgð Við eigum ekki Móður Jörð! Okkur hefur verið trúað fyrir þessari dásamlegu plánetu sem við höfum fengið til afnota, því fylgir mikil ábyrgð. Nýjasta og nærtækasta dæmið um þessi mál eru norðurslóðir. Það er auðvelt að sjá glampann í augum þeirra þjóða sem nú beina sjónum sínum að Grænlandi, því jökullinn er að bráðna og þá eygja menn mikinn gróða. Í öllum þessum fréttum, ráðstefnum og umtali um möguleika norðurslóða, líka fyrir Ísland, er umræða eða umhugsun um afleiðingar bráðnunarinnar nánast ekki nefnd. Það er eins og stundargróðinn loki augum manna fyrir heildarsýn á þessi mál. Það er vísindaleg staðreynd að hundruð ef ekki þúsundir plantna og dýrategunda deyja út árlega og víða eru margar dýrategundir í mikilli útrýmingarhættu. Gefur þetta ekki skýr skilaboð um áhrif mengunar á vistkerfi jarðarinnar, um ábyrgð okkar og alvöru málsins? Ég lifi enn í þeirri von að okkur takist að snúa þessari óheillavænlegu þróun við en til þess þarf hugarfarsbreytingu svo um munar. Ég vona að þeir sem þekkja mátt bænarinnar biðji fyrir ráðamönnum þessa heims. Það er ábyggilega ekki alltaf auðvelt fyrir þessa ráðamenn að fylgja rödd hjarta síns í mikilvægum ákvörðunartökum, því sótt er að þeim úr öllum áttum og þar eru auðhringar, stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar úr fjármálaheimi fremstir í flokki. Í þessu máli er framtíð jarðarinnar í húfi. Að lokum læt ég fylgja með þessu greinarkorni litla hugleiðingu um jörðina sem kom til mín í flugi á leið til Kaupmannahafnar frá Beijing sumarið 2012. Það sást til jarðar nánast alla leiðina því veður var einstaklega heiðskírt og bjart. Lofsöngur til jarðar Ó, þú dásamlega pláneta. Nú hef ég svifið yfir lendum þínum í fljúgandi áldreka. Yfir fjöllum, ökrum, eyðimerkum, skógum, vötnum og fljótum. Í sjónhending skynjað fegurð þína, frjósemi, stórbrotið form þitt og mikilfengleik. Í þúsundir ára hefur þú nært okkur, fætt og klætt. Mikil er ábyrgð okkar nú á ögurstund. Erum við verð þess trausts sem þú hefur sýnt okkur með fordæmi þínu og ólýsanlegu jafnaðargeði? Við börnin þín höfum nú mátt til að knýja þig til uppgjafar og þar með binda endi á sköpun þína, fegurð og umhyggju. Eru þetta örlög barna þinna: að skera endanlega á þann lífsstreng sem enn titrar og hljómar?
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun