Nauðsynlegar sameiningar háskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2014 00:00 Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að nú er talað kinnroðalaust um mikilvægi sameininga á háskólastigi. Er það breyting frá þeirri stefnu sem mótuð var af síðustu ríkisstjórn þegar sameiningar skóla komust ekki á dagskrá. Frá því að Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust árið 2004 og Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn árið 2008 hafa háskólar ekki verið sameinaðir þrátt fyrir brýna nauðsyn. Vert er einnig að geta sameiningar Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans árið 2008 í Tækniskólann, sem nú er stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hann er einkarekinn og með bein tengsl við atvinnulífið og sinnir jafnframt námi sem krefst meira en framhaldsskólamenntunar eins og nám á skipstjórnarstigi. Með nauðsynlegum breytingum á skólakerfinu sem smám saman eru að verða að veruleika mun Tækniskólinn geta boðið upp á nám á svonefndu fagháskólastigi og hugsanlega aukið samstarf við starfandi háskóla. En aftur að mikilvægum sameiningum á háskólastigi. Nú ber svo við að menntamálaráðherra og stjórnendur Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vilja að skólinn verði sameinaður Háskóla Íslands en á þeim bænum hafa menn sýnt þessum pælingum áhuga. Hagrænir hvatar þessarar sameiningar eru þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu. Ef byggja á upp enn sterkari grunn að Íslandi sem matvælalandi, allt frá fiskirækt til úrvinnslu landbúnaðarafurða er fengur í að nýta sameiginlega þá miklu fagþekkingu innan beggja háskóla er snertir landbúnaðar- og náttúruvísindi, beint og óbeint. Er þetta eitt af mörgum sviðum er myndu styrkjast við sameiningu. Rannsóknarstöðin að Keldum gæti jafnframt spilað mikilvægt hlutverk í slíkri uppbyggingu.Frekari sameiningar nauðsynlegar Eftir hina umfangsmiklu sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans lá ljóst fyrir að stefnt var að frekari sameiningum háskólastofnana. Innlendir og erlendir sérfræðingar sem fengnir voru haustið 2008 til ráðgjafar um hvernig bregðast ætti við í þágu háskóla- og rannsókna í kjölfar efnahagshrunsins skiluðu skýrri niðurstöðu vorið eftir. Frekari sameiningar væru nauðsynlegar til að verja og efla háskólastigið og rannsóknarumhverfið á Íslandi til lengri tíma. Var því miður lítið gert með þær eindregnu ráðleggingar og er fyrst núna sem menntamálaráðherra nýtir sér þær og leggur á þau mið. Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars. Þau sjónarmið mega ekki og eiga ekki að ráða för enda hagsmunir miklir þegar efla þarf enn frekar íslenskt fræða- og vísindasamfélag í þágu atvinnulífs og samfélags. Ekki síst í þessu ljósi ber að fara yfir öll tækifæri sem í boði eru til að forgangsraða fjármunum hins opinbera og gera kröfur um rekstrarlega sterkar og faglegar einingar háskóla er standast alþjóðlegan samanburð. Sameining Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldna er því tækifæri til að styrkja innviði háskólastigsins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun