Hönnunarsjóður Auroru styrkti sjö verkefni 12. maí 2014 12:30 Styrkhafar. Alls hlutu sjö verkefni styrk úr Hönnunarsjóði Auroru að þessu sinni. Mynd/Adriana Pacheco Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru fór fram fimmtudaginn 8. maí kl. 16 í húsnæði sjóðsins að Vonarstræti 4b. Sjö verkefni hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni og voru upphæðir styrkja á bilinu fimm milljónir til fimm hundruð þúsunda. Í þessari úthlutun var lögð sérstök áhersla á arkitektúr og öðru sinni var úthlutað til verkefnisins Hæg breytileg átt sem er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar og Hönnunarsjóður Auroru hefur sett af stað í samstarfi við fleiri aðila. Í tengslum við verkefnið er fyrirhuguð bæði ráðstefna og sýning á niðurstöðum þátttakenda. Annað verkefni sem tengist arkitektúr er styrkur til útgáfu bókverks um arkitektinn Gunnlaug Halldórsson sem oft er nefndur sem fyrsti módernisti íslenskrar sjónlistasögu. Auk þess var veittur styrkur til hönnunar á námsgögnum fyrir tungumálanám, styrkur til markaðssetningar á áhugaverðri nýjung sem eru módel úr fiskibeinum og styrkur til markaðssóknar hjá ungu hönnunarfyrirtæki sem hannar og selur barnafatnað og hefur skapað sér áhugaverða sérstöðu. Nýútskrifaður mastersnemi í textílhönnun fær styrk til starfsnáms hjá hönnunarfyrirtæki í Þýskalandi. Hönnunarsjóður Auroru heldur auk þessa áfram stuðningi við Hönnunarmiðstöð Íslands vegna uppbyggingar HönnunarMars-hátíðarinnar og skrásetningar þess viðburðar. Stefnt er að því að næsta úthlutun úr sjóðnum verði í nóvember næstkomandi. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til 15. september. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru fór fram fimmtudaginn 8. maí kl. 16 í húsnæði sjóðsins að Vonarstræti 4b. Sjö verkefni hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni og voru upphæðir styrkja á bilinu fimm milljónir til fimm hundruð þúsunda. Í þessari úthlutun var lögð sérstök áhersla á arkitektúr og öðru sinni var úthlutað til verkefnisins Hæg breytileg átt sem er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar og Hönnunarsjóður Auroru hefur sett af stað í samstarfi við fleiri aðila. Í tengslum við verkefnið er fyrirhuguð bæði ráðstefna og sýning á niðurstöðum þátttakenda. Annað verkefni sem tengist arkitektúr er styrkur til útgáfu bókverks um arkitektinn Gunnlaug Halldórsson sem oft er nefndur sem fyrsti módernisti íslenskrar sjónlistasögu. Auk þess var veittur styrkur til hönnunar á námsgögnum fyrir tungumálanám, styrkur til markaðssetningar á áhugaverðri nýjung sem eru módel úr fiskibeinum og styrkur til markaðssóknar hjá ungu hönnunarfyrirtæki sem hannar og selur barnafatnað og hefur skapað sér áhugaverða sérstöðu. Nýútskrifaður mastersnemi í textílhönnun fær styrk til starfsnáms hjá hönnunarfyrirtæki í Þýskalandi. Hönnunarsjóður Auroru heldur auk þessa áfram stuðningi við Hönnunarmiðstöð Íslands vegna uppbyggingar HönnunarMars-hátíðarinnar og skrásetningar þess viðburðar. Stefnt er að því að næsta úthlutun úr sjóðnum verði í nóvember næstkomandi. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til 15. september.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira