Allir dagar verða að vera 17.júní Marín Manda skrifar 13. maí 2014 13:00 Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýkjörinn formaður Rithöfundasambandsins. mynd/úr einkasafni Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Hún vill gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi sér fjölskrúðugan flokk höfunda í framtíðinni. „Titillinn mátast ágætlega og verkefnin leggjast vel í mig. Rithöfundasambandið er 430 manna félag fólks sem stendur vörð um tungumálið, framleiðir bókmenntirnar og sinnir mikilvægu menningarstarfi. Mitt hlutverk er að standa vörð um hagsmuni þessa hóps og hagsmunir rithöfunda eru órjúfanlega samofnir hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir aðspurð um nýja titilinn sem formaður Rithöfundasambandsins. Hún bætir við að forystusveit Rithöfundasambandsins hafi það hlutverk að gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi fjölskrúðugan flokk höfunda sem geta starfað við ritlistina á breiðum vettvangi. Kristín Helga, eða Dinna eins og hún hefur verið kölluð síðan hún var lítil stelpa, hefur skrifað fjöldann allan af fjölskyldubókum en hún gaf út sína fyrstu bók, Elsku besta Binna mín, árið 2007. „Lestur er undirstaða allrar menntunar í mannlegu samfélagi. Þannig heillar mig að fá að fylgja úr hlaði þeim sem eru að hefja lesturinn, leggja í þá þroskaför sem bóklestur er. Ég hef alltaf skrifað og lærði fjölmiðlafræði á sínum tíma,“ segir hún. En hvað varð til þess að Kristín Helga fór að skrifa eigin bækur? „Ég skrifaði fréttir, sannar sögur, svo það var kannski eðlilegt framhald að taka atburðarásina í sínar hendur og stýra sögupersónum betur. Ég skrifa fjölskyldubækur og kalla alla að borðinu þegar kemur að bóklestri barna. Við eigum að lesa saman, upphátt og tala saman. Margar bækur höfða til allra aldurshópa. Mig hefur alltaf langað að skrifa þannig bækur.“ Kristín Helga starfaði lengi sem fréttakona á Stöð 2 en segist aldrei sakna fréttamennskunnar því að eitt tímabil taki við af öðru. „Þetta er eins og lagterta. En þegar eitthvað stórt gerist þá fer aðeins um mann og svo hefur maður tilhneigingu til að hafa skoðanir á öllu. Ég er aðeins að reyna að venja mig af því.“ Sem nýkosinn formaður Rithöfundasambandsins hefur hún úr nægum verkefnum að vinna og segist vilja efla Bókasafnssjóðinn sem höfundar fá greiðslur úr fyrir útlán. „Það er svo sorglegt að hann er að skreppa skammarlega saman þegar hann þyrfti að stækka hratt til að mæta settum markmiðum yfirvalda fyrir langa löngu. Þá hafa höfundar áhyggjur af virðisaukaskatti á bækur sem gæti hækkað í haust. Það gæti gengið af greininni dauðri og má ekki gerast. Svo eru það samningamál, tæknileg þróun og bókasafnsmál sem brenna á okkur rithöfundum. Við lyftum okkur gjarnan upp með því að tala sparilega um bókmenntirnar á 17. júní og öðrum tyllidögum, en til að standa vörð um tungumál og menningu þá verða allir dagar að vera 17. júní í svona míkrósamfélagi eins og við búum í. Annars náum við ekki að passa fjöreggið – missum það bara og mölbrjótum,“ segir Kristín Helga. Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Hún vill gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi sér fjölskrúðugan flokk höfunda í framtíðinni. „Titillinn mátast ágætlega og verkefnin leggjast vel í mig. Rithöfundasambandið er 430 manna félag fólks sem stendur vörð um tungumálið, framleiðir bókmenntirnar og sinnir mikilvægu menningarstarfi. Mitt hlutverk er að standa vörð um hagsmuni þessa hóps og hagsmunir rithöfunda eru órjúfanlega samofnir hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir aðspurð um nýja titilinn sem formaður Rithöfundasambandsins. Hún bætir við að forystusveit Rithöfundasambandsins hafi það hlutverk að gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi fjölskrúðugan flokk höfunda sem geta starfað við ritlistina á breiðum vettvangi. Kristín Helga, eða Dinna eins og hún hefur verið kölluð síðan hún var lítil stelpa, hefur skrifað fjöldann allan af fjölskyldubókum en hún gaf út sína fyrstu bók, Elsku besta Binna mín, árið 2007. „Lestur er undirstaða allrar menntunar í mannlegu samfélagi. Þannig heillar mig að fá að fylgja úr hlaði þeim sem eru að hefja lesturinn, leggja í þá þroskaför sem bóklestur er. Ég hef alltaf skrifað og lærði fjölmiðlafræði á sínum tíma,“ segir hún. En hvað varð til þess að Kristín Helga fór að skrifa eigin bækur? „Ég skrifaði fréttir, sannar sögur, svo það var kannski eðlilegt framhald að taka atburðarásina í sínar hendur og stýra sögupersónum betur. Ég skrifa fjölskyldubækur og kalla alla að borðinu þegar kemur að bóklestri barna. Við eigum að lesa saman, upphátt og tala saman. Margar bækur höfða til allra aldurshópa. Mig hefur alltaf langað að skrifa þannig bækur.“ Kristín Helga starfaði lengi sem fréttakona á Stöð 2 en segist aldrei sakna fréttamennskunnar því að eitt tímabil taki við af öðru. „Þetta er eins og lagterta. En þegar eitthvað stórt gerist þá fer aðeins um mann og svo hefur maður tilhneigingu til að hafa skoðanir á öllu. Ég er aðeins að reyna að venja mig af því.“ Sem nýkosinn formaður Rithöfundasambandsins hefur hún úr nægum verkefnum að vinna og segist vilja efla Bókasafnssjóðinn sem höfundar fá greiðslur úr fyrir útlán. „Það er svo sorglegt að hann er að skreppa skammarlega saman þegar hann þyrfti að stækka hratt til að mæta settum markmiðum yfirvalda fyrir langa löngu. Þá hafa höfundar áhyggjur af virðisaukaskatti á bækur sem gæti hækkað í haust. Það gæti gengið af greininni dauðri og má ekki gerast. Svo eru það samningamál, tæknileg þróun og bókasafnsmál sem brenna á okkur rithöfundum. Við lyftum okkur gjarnan upp með því að tala sparilega um bókmenntirnar á 17. júní og öðrum tyllidögum, en til að standa vörð um tungumál og menningu þá verða allir dagar að vera 17. júní í svona míkrósamfélagi eins og við búum í. Annars náum við ekki að passa fjöreggið – missum það bara og mölbrjótum,“ segir Kristín Helga.
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira