Hross í oss í sýningar í Ameríku Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Friðrik Þór segir Music Box eingöngu hafa myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum. Fréttablaðið/Stefán Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira