Heimsborg er frjálslynd borg Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. maí 2014 08:00 Allar borgir sem vilja kalla sig heimsborgir eiga sameiginlegt að þar býr alls konar fólk. Borg er ekki einsleitt samfélag eins og víða í sveitum heldur suðupottur ólíkra hópa og viðhorfa. Í blómlegum borgum ríkir eðli máls samkvæmt talsvert umburðarlyndi og frjálslyndi íbúa hverra gagnvart öðrum. Reykjavík er ekki fjölmenn í samanburði við stórborgir heims. En Reykjavík er stórborg ef horft er til þess að hér er rými fyrir alls konar fólk með ólíkar skoðanir, menningarbakgrunn, lífsstíl, kynhneigð, trúarbrögð og hvaðeina. Og í Reykjavík búa bókstaflega næstum því allra þjóða kvikindi. Þetta er í senn helsti styrkleiki höfuðborgarinnar og aðalkosturinn við að búa í Reykjavík. Á grunni frjálslyndra viðhorfa og réttar hvers einstaklings til að ráða sér sjálfur byggist besta vörnin gegn fordómum og fávisku öfgaafla sem ala á hatri gagnvart þeim sem ekki falla að íhaldssömum og úreltum skoðunum um einsleitt samfélag. Borgarkerfið okkar verður að taka mið af því að í borg býr alls konar fólk með ólíkar þarfir og væntingar, mismunandi siði og venjur. Sumir vilja búa þétt, aðrir dreift, sumir smátt og aðrir stórt. Sumir vilja eiga, aðrir leigja. Sumir vilja aka til vinnu eða skóla, aðrir ganga, hjóla eða taka strætó. Við eigum að leyfa fólki að eiga raunverulegt val um búsetuform og samgöngumáta.Fögnum fjölbreytninni Sumir ungir foreldrar vilja smábarnaleikskóla, aðrir dagmömmu, enn aðrir vera heima. Sumir vilja setja börnin sín í hverfisskólann, aðrir í sjálfstæðan skóla. Aldraðir kunna að vilja flytja á dvalarheimili, en við eigum líka að geta gert þeim kleift að búa lengur heima með einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðalatriðið er að borgin tryggi valfrelsi íbúanna og reyni ekki að ráða fyrir fólk. Ef aðrir en stofnanir borgarinnar eru best til þess fallnir að veita þjónustuna á að semja um það. Við eigum að fagna fjölbreytninni og virða frelsi fólks til orðs og æðis og að iðka trú sína og siði, svo fremi að ekki sé gengið á rétt annarra. Við eigum að hjálpa innflytjendum að aðlagast og læra tungumálið, en líka að viðhalda færni í eigin móðurmáli. Við eigum að flykkjast í gleðigöngu og sýna stuðning við ást jafnt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Við eigum að taka vel á móti flóttamönnum og hælisleitendum, sem vilja gera Reykjavík að sinni nýju heimaborg. Reykjavík er full af áberandi kirkjum sem bera okkar kristna arfi fallegt vitni. Við eigum að fagna því að eignast tilbeiðsluhús fleiri trúarbragða, sem sýna að hér er trúfrelsið í hávegum haft og allir jafnréttháir. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frjálslyndis og einstaklingsfrelsis. Á þeim grunni er best að stýra borg sem ætlar að vera heimsborg; fjölbreytt, víðsýn, frjáls og opin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Allar borgir sem vilja kalla sig heimsborgir eiga sameiginlegt að þar býr alls konar fólk. Borg er ekki einsleitt samfélag eins og víða í sveitum heldur suðupottur ólíkra hópa og viðhorfa. Í blómlegum borgum ríkir eðli máls samkvæmt talsvert umburðarlyndi og frjálslyndi íbúa hverra gagnvart öðrum. Reykjavík er ekki fjölmenn í samanburði við stórborgir heims. En Reykjavík er stórborg ef horft er til þess að hér er rými fyrir alls konar fólk með ólíkar skoðanir, menningarbakgrunn, lífsstíl, kynhneigð, trúarbrögð og hvaðeina. Og í Reykjavík búa bókstaflega næstum því allra þjóða kvikindi. Þetta er í senn helsti styrkleiki höfuðborgarinnar og aðalkosturinn við að búa í Reykjavík. Á grunni frjálslyndra viðhorfa og réttar hvers einstaklings til að ráða sér sjálfur byggist besta vörnin gegn fordómum og fávisku öfgaafla sem ala á hatri gagnvart þeim sem ekki falla að íhaldssömum og úreltum skoðunum um einsleitt samfélag. Borgarkerfið okkar verður að taka mið af því að í borg býr alls konar fólk með ólíkar þarfir og væntingar, mismunandi siði og venjur. Sumir vilja búa þétt, aðrir dreift, sumir smátt og aðrir stórt. Sumir vilja eiga, aðrir leigja. Sumir vilja aka til vinnu eða skóla, aðrir ganga, hjóla eða taka strætó. Við eigum að leyfa fólki að eiga raunverulegt val um búsetuform og samgöngumáta.Fögnum fjölbreytninni Sumir ungir foreldrar vilja smábarnaleikskóla, aðrir dagmömmu, enn aðrir vera heima. Sumir vilja setja börnin sín í hverfisskólann, aðrir í sjálfstæðan skóla. Aldraðir kunna að vilja flytja á dvalarheimili, en við eigum líka að geta gert þeim kleift að búa lengur heima með einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðalatriðið er að borgin tryggi valfrelsi íbúanna og reyni ekki að ráða fyrir fólk. Ef aðrir en stofnanir borgarinnar eru best til þess fallnir að veita þjónustuna á að semja um það. Við eigum að fagna fjölbreytninni og virða frelsi fólks til orðs og æðis og að iðka trú sína og siði, svo fremi að ekki sé gengið á rétt annarra. Við eigum að hjálpa innflytjendum að aðlagast og læra tungumálið, en líka að viðhalda færni í eigin móðurmáli. Við eigum að flykkjast í gleðigöngu og sýna stuðning við ást jafnt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Við eigum að taka vel á móti flóttamönnum og hælisleitendum, sem vilja gera Reykjavík að sinni nýju heimaborg. Reykjavík er full af áberandi kirkjum sem bera okkar kristna arfi fallegt vitni. Við eigum að fagna því að eignast tilbeiðsluhús fleiri trúarbragða, sem sýna að hér er trúfrelsið í hávegum haft og allir jafnréttháir. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frjálslyndis og einstaklingsfrelsis. Á þeim grunni er best að stýra borg sem ætlar að vera heimsborg; fjölbreytt, víðsýn, frjáls og opin.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun