Heimsborg er frjálslynd borg Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. maí 2014 08:00 Allar borgir sem vilja kalla sig heimsborgir eiga sameiginlegt að þar býr alls konar fólk. Borg er ekki einsleitt samfélag eins og víða í sveitum heldur suðupottur ólíkra hópa og viðhorfa. Í blómlegum borgum ríkir eðli máls samkvæmt talsvert umburðarlyndi og frjálslyndi íbúa hverra gagnvart öðrum. Reykjavík er ekki fjölmenn í samanburði við stórborgir heims. En Reykjavík er stórborg ef horft er til þess að hér er rými fyrir alls konar fólk með ólíkar skoðanir, menningarbakgrunn, lífsstíl, kynhneigð, trúarbrögð og hvaðeina. Og í Reykjavík búa bókstaflega næstum því allra þjóða kvikindi. Þetta er í senn helsti styrkleiki höfuðborgarinnar og aðalkosturinn við að búa í Reykjavík. Á grunni frjálslyndra viðhorfa og réttar hvers einstaklings til að ráða sér sjálfur byggist besta vörnin gegn fordómum og fávisku öfgaafla sem ala á hatri gagnvart þeim sem ekki falla að íhaldssömum og úreltum skoðunum um einsleitt samfélag. Borgarkerfið okkar verður að taka mið af því að í borg býr alls konar fólk með ólíkar þarfir og væntingar, mismunandi siði og venjur. Sumir vilja búa þétt, aðrir dreift, sumir smátt og aðrir stórt. Sumir vilja eiga, aðrir leigja. Sumir vilja aka til vinnu eða skóla, aðrir ganga, hjóla eða taka strætó. Við eigum að leyfa fólki að eiga raunverulegt val um búsetuform og samgöngumáta.Fögnum fjölbreytninni Sumir ungir foreldrar vilja smábarnaleikskóla, aðrir dagmömmu, enn aðrir vera heima. Sumir vilja setja börnin sín í hverfisskólann, aðrir í sjálfstæðan skóla. Aldraðir kunna að vilja flytja á dvalarheimili, en við eigum líka að geta gert þeim kleift að búa lengur heima með einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðalatriðið er að borgin tryggi valfrelsi íbúanna og reyni ekki að ráða fyrir fólk. Ef aðrir en stofnanir borgarinnar eru best til þess fallnir að veita þjónustuna á að semja um það. Við eigum að fagna fjölbreytninni og virða frelsi fólks til orðs og æðis og að iðka trú sína og siði, svo fremi að ekki sé gengið á rétt annarra. Við eigum að hjálpa innflytjendum að aðlagast og læra tungumálið, en líka að viðhalda færni í eigin móðurmáli. Við eigum að flykkjast í gleðigöngu og sýna stuðning við ást jafnt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Við eigum að taka vel á móti flóttamönnum og hælisleitendum, sem vilja gera Reykjavík að sinni nýju heimaborg. Reykjavík er full af áberandi kirkjum sem bera okkar kristna arfi fallegt vitni. Við eigum að fagna því að eignast tilbeiðsluhús fleiri trúarbragða, sem sýna að hér er trúfrelsið í hávegum haft og allir jafnréttháir. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frjálslyndis og einstaklingsfrelsis. Á þeim grunni er best að stýra borg sem ætlar að vera heimsborg; fjölbreytt, víðsýn, frjáls og opin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Allar borgir sem vilja kalla sig heimsborgir eiga sameiginlegt að þar býr alls konar fólk. Borg er ekki einsleitt samfélag eins og víða í sveitum heldur suðupottur ólíkra hópa og viðhorfa. Í blómlegum borgum ríkir eðli máls samkvæmt talsvert umburðarlyndi og frjálslyndi íbúa hverra gagnvart öðrum. Reykjavík er ekki fjölmenn í samanburði við stórborgir heims. En Reykjavík er stórborg ef horft er til þess að hér er rými fyrir alls konar fólk með ólíkar skoðanir, menningarbakgrunn, lífsstíl, kynhneigð, trúarbrögð og hvaðeina. Og í Reykjavík búa bókstaflega næstum því allra þjóða kvikindi. Þetta er í senn helsti styrkleiki höfuðborgarinnar og aðalkosturinn við að búa í Reykjavík. Á grunni frjálslyndra viðhorfa og réttar hvers einstaklings til að ráða sér sjálfur byggist besta vörnin gegn fordómum og fávisku öfgaafla sem ala á hatri gagnvart þeim sem ekki falla að íhaldssömum og úreltum skoðunum um einsleitt samfélag. Borgarkerfið okkar verður að taka mið af því að í borg býr alls konar fólk með ólíkar þarfir og væntingar, mismunandi siði og venjur. Sumir vilja búa þétt, aðrir dreift, sumir smátt og aðrir stórt. Sumir vilja eiga, aðrir leigja. Sumir vilja aka til vinnu eða skóla, aðrir ganga, hjóla eða taka strætó. Við eigum að leyfa fólki að eiga raunverulegt val um búsetuform og samgöngumáta.Fögnum fjölbreytninni Sumir ungir foreldrar vilja smábarnaleikskóla, aðrir dagmömmu, enn aðrir vera heima. Sumir vilja setja börnin sín í hverfisskólann, aðrir í sjálfstæðan skóla. Aldraðir kunna að vilja flytja á dvalarheimili, en við eigum líka að geta gert þeim kleift að búa lengur heima með einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðalatriðið er að borgin tryggi valfrelsi íbúanna og reyni ekki að ráða fyrir fólk. Ef aðrir en stofnanir borgarinnar eru best til þess fallnir að veita þjónustuna á að semja um það. Við eigum að fagna fjölbreytninni og virða frelsi fólks til orðs og æðis og að iðka trú sína og siði, svo fremi að ekki sé gengið á rétt annarra. Við eigum að hjálpa innflytjendum að aðlagast og læra tungumálið, en líka að viðhalda færni í eigin móðurmáli. Við eigum að flykkjast í gleðigöngu og sýna stuðning við ást jafnt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Við eigum að taka vel á móti flóttamönnum og hælisleitendum, sem vilja gera Reykjavík að sinni nýju heimaborg. Reykjavík er full af áberandi kirkjum sem bera okkar kristna arfi fallegt vitni. Við eigum að fagna því að eignast tilbeiðsluhús fleiri trúarbragða, sem sýna að hér er trúfrelsið í hávegum haft og allir jafnréttháir. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frjálslyndis og einstaklingsfrelsis. Á þeim grunni er best að stýra borg sem ætlar að vera heimsborg; fjölbreytt, víðsýn, frjáls og opin.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun