Landið er dýrmæt auðlind Gunnar Bragi Sveinsson og Monique Barbut skrifar 31. maí 2014 07:00 Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Um einn milljarður jarðarbúa býr í dreifðum byggðum þróunarríkja þar sem flestir byggja lífsviðurværi sitt á sjálfsþurftarbúskap eða eru smábændur. Dýrmætasta auðlindin er frjósamur jarðvegur og landeyðing er skæður óvinur. Á heimsvísu kemur landeyðing til af mörgum ástæðum, allt frá eyðingu skóga til öfga í veðráttu vegna loftslagsbreytinga. Íslendingar þekkja afleiðingar landeyðingar frá fyrstu hendi. Sagt er að við landnám hafi Ísland verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þúsund árum síðar var landið hins vegar örfoka og hrjóstrugt sökum ofnýtingar og gróðureyðingar. Við þær aðstæður var það mikið gæfuspor íslensku þjóðarinnar þegar lög um skógrækt og landgræðslu voru sett árið 1907. Síðan þá hefur Ísland unnið sér þann sess að vera í fararbroddi þeirra ríkja sem vinna að landgræðslumálum, heima fyrir og á alþjóðavísu. Það er því einstaklega viðeigandi – þó tilviljun sé – að alþjóðabaráttudag gegn eyðimerkurmyndun skuli bera upp á 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Landeyðing víða um heim ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgðum, hún veldur samkeppni um landgæði og getur því stuðlað að fólksflótta. Verstu afleiðingarnar birtast jafnvel í átökum og pólitískum öfgum. Með fólksfjölgun og aukinni velferð eykst eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum á heimsvísu. Fyrir vikið vex ásókn í land og víða í þróunarríkjum er það mikil áskorun fyrir sveitasamfélög og smábændur að verja eignarrétt sinn á landi. Því er brýnt að standa vörð um eignarréttinn og treysta þann hvata sem bændur hafa til að yrkja jörðina og auka landgæðin. Eins er mikilvægt að tryggja aðgang kvenna að landi og eignar- og erfðarétt þeirra, en hann er víða fótum troðinn. Það er ekki eingöngu lykilatriði til að tryggja grundvallarmannréttindi þeirra, heldur dregur það beinlínis úr fátækt og hungri. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ áætlar að með því að styrkja stöðu kvenna, auka réttindi þeirra og veita þeim jafnan aðgang og karlar hafa að auðlindum, lánsfé og öðrum aðföngum í landbúnaði geti fæðuframleiðsla í þróunarríkjum aukist um 20-30% og um 150 milljónum manna verið forðað frá hungri.Aukin athygli Sjálfbær og sanngjörn nýting þeirrar auðlindar sem landið býður kallar á aukna athygli ráðamanna um allan heim. Ísland leggur þar sitt af mörkum. Íslensk stjórnvöld starfrækja Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans er liður í þróunarsamvinnu Íslands og byggist á góðu samstarfi utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Sextíu og þrír nemar hafa stundað nám við skólann og það er sérstakt ánægjuefni að Landgræðsluskólinn hafi náð því markmiði að hlutfall kynjanna í þessum hópi er jafnt. Þá hafa íslensk stjórnvöld skapað sér leiðandi stöðu varðandi málflutning um landgræðslumál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þar má helst nefna stofnun sérstaks vinahóps 19 ríkja sem leggur málefnum landgræðslu sérstakt lið í þeim tilgangi að tryggja að mikilvægi sjálfbærrar nýtingar lands verði viðurkennt í nýjum markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Af framansögðu má sjá að Ísland leggur baráttunni gegn jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga lið með ýmsum hætti. Það er von okkar að Ísland verði áfram málsvari landgræðslu á alþjóðavettvangi og veki athygli á mikilvægi þekkingaruppbyggingar á því sviði.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun