Samfélag óttans Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júní 2014 07:00 Þegar rætt er um hryðjuverkaógnir gleymist oft hversu fáir standa á bak við þær, hversu fáar þær eru og hversu lítið mannfallið hefur verið í samanburði við allar helstu dánarorsakir á Vesturlöndum. Áhrifaríkasta vopn hryðjuverkamanna er nefnilega ekki sprengjur, hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar eða hver önnur verkfæri sem notuð eru til að fremja illvirki. Það er ótti almennings við hið óþekkta; hvar og hvenær næsta árás mun eiga sér stað. Ekki bætir úr skák að tilgangur og markmið illvirkjanna eru okkur algjörlega framandi. Og sumir verða alltaf hræddari en aðrir. Þeir urðu fljótt helstu boðberar fagnaðarerindis hryðjuverkamannanna. Eins ótrúlegt og það hljómar þá virtust viðkomandi nýta hvert tækifæri til að ýta undir eigin vanlíðan, tóku allt hið versta af netmiðlum og dreifðu til að kynda enn frekar undir eigin ótta og annarra. Það er ekki að ástæðulausu að meðferð við ofsakvíða/-hræðslu gengur út á að greina einkennin áður en kastið byrjar. Því þegar það er á annað borð hafið er fólk fast í spíral og færist alltaf neðar og neðar þar til kastið er yfirstaðið. Á meðan á því stendur virkar ekkert lengur; hvorki heilbrigð skynsemi, rökhugsun eða neitt annað. Þessi ótti gerði vestrænum stjórnvöldum kleift að ryðjast inn í einkalíf okkar með grófari hætti en áður gerðist – setja á stofn eftirlitsþjóðfélag sem ekki enn sér fyrir endann á. Angar af þessu rötuðu meira að segja inn í íslenska löggjöf þótt hvorki fyrr né síðar hafi nokkrar vísbendingar bent til þess að hryðjuverk væru yfirvofandi hér á landi. Það er kaldhæðnislegt en aðferðafræði þeirra sem kynda nú undir andúð á múslimum byggir á nákvæmlega sömu aðferðafræði og hinir örfáu hryðjuverkamenn. Einstök tilvik frá meginlandinu um nauðungarhjónabönd, umskurð kvenna og illa áttaða einstaklina sem röfla um upptöku sjaríalaga eru notuð til að kynda undir ótta almennings. Og alveg eins og með hryðjuverkin þá verða sumir hræddari en aðrir. Við finnum þá á Facebook og í athugasemdakerfum netsins póstandi sleggjudómum sem standast enga skoðun, tölfræði frá vafasömum xenófóbískum stofnunum og fölsuðum myndum af börnum sem hefur verið nauðgað til dauða eftir nauðungarhjónaband. Þetta er allt á sömu bókina lært. Það eina sem er eftir er að stjórnvöld fari að setja lög til að bregðast við þessari nýju „ógn“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þegar rætt er um hryðjuverkaógnir gleymist oft hversu fáir standa á bak við þær, hversu fáar þær eru og hversu lítið mannfallið hefur verið í samanburði við allar helstu dánarorsakir á Vesturlöndum. Áhrifaríkasta vopn hryðjuverkamanna er nefnilega ekki sprengjur, hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar eða hver önnur verkfæri sem notuð eru til að fremja illvirki. Það er ótti almennings við hið óþekkta; hvar og hvenær næsta árás mun eiga sér stað. Ekki bætir úr skák að tilgangur og markmið illvirkjanna eru okkur algjörlega framandi. Og sumir verða alltaf hræddari en aðrir. Þeir urðu fljótt helstu boðberar fagnaðarerindis hryðjuverkamannanna. Eins ótrúlegt og það hljómar þá virtust viðkomandi nýta hvert tækifæri til að ýta undir eigin vanlíðan, tóku allt hið versta af netmiðlum og dreifðu til að kynda enn frekar undir eigin ótta og annarra. Það er ekki að ástæðulausu að meðferð við ofsakvíða/-hræðslu gengur út á að greina einkennin áður en kastið byrjar. Því þegar það er á annað borð hafið er fólk fast í spíral og færist alltaf neðar og neðar þar til kastið er yfirstaðið. Á meðan á því stendur virkar ekkert lengur; hvorki heilbrigð skynsemi, rökhugsun eða neitt annað. Þessi ótti gerði vestrænum stjórnvöldum kleift að ryðjast inn í einkalíf okkar með grófari hætti en áður gerðist – setja á stofn eftirlitsþjóðfélag sem ekki enn sér fyrir endann á. Angar af þessu rötuðu meira að segja inn í íslenska löggjöf þótt hvorki fyrr né síðar hafi nokkrar vísbendingar bent til þess að hryðjuverk væru yfirvofandi hér á landi. Það er kaldhæðnislegt en aðferðafræði þeirra sem kynda nú undir andúð á múslimum byggir á nákvæmlega sömu aðferðafræði og hinir örfáu hryðjuverkamenn. Einstök tilvik frá meginlandinu um nauðungarhjónabönd, umskurð kvenna og illa áttaða einstaklina sem röfla um upptöku sjaríalaga eru notuð til að kynda undir ótta almennings. Og alveg eins og með hryðjuverkin þá verða sumir hræddari en aðrir. Við finnum þá á Facebook og í athugasemdakerfum netsins póstandi sleggjudómum sem standast enga skoðun, tölfræði frá vafasömum xenófóbískum stofnunum og fölsuðum myndum af börnum sem hefur verið nauðgað til dauða eftir nauðungarhjónaband. Þetta er allt á sömu bókina lært. Það eina sem er eftir er að stjórnvöld fari að setja lög til að bregðast við þessari nýju „ógn“.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun