Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar 2. apríl 2025 11:01 Álag á innviði landsins vegna ferðamanna. Með fjölgun íbúa landsins eykst að sjálfsögðu álag á alla innviðina. Síðan eru það tæpar 2 milljónir ferðamanna sem koma hingað til lands á hverju ári sem gerir kannski 40-50 þús manns aukalega á landinu á hverjum tímapunkti. Heldur einhver í alvörinni að þetta auki ekkert álag á kerfin okkar? Af hverju eru endalausir biðlistar í heilbrigðisþjónustu og þar viðvarandi húsnæðisskortur sem og á almennum markaði? Hvað eru margar íbúðir í útleigu til ferðamanna og því ekki notaðar sem íbúðarhúsnæði? Ef við ætlum ekki að fara sömu leið og Tenerife og Barcelona, þar sem íbúar landsins eru farnir að mótmæla alltof miklum fjölda ferðamanna, þá verðum við bara einfaldlega að setja hömlur á fjöldann í komandi framtíð. Samt er enn verið að reyna að fá fleiri ferðamenn til landsins en til hvers? Síðan er aukið álag á innviði landsins skellt á einhverja örfáa flóttamenn og hælisleitendur. Einn stjórnmálaflokkur hefur minnst á þessi mál en virðist því miður tala í hálfgerðu tómarúmi. Um þetta má helst aldrei ræða. Hver getur ákveðið hvað eigi margir að búa á Íslandi? Aftur og aftur heyrist söngurinn, og þar apar hver upp eftir öðrum, að við þurfum fleira fólk á Íslandi. Hvaða rannsóknir liggja þar að baki? Er einhver kjör íbúatala til fyrir land af stærð Íslands? Þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði árið 1918 voru Íslendingar búsettir á Íslandi einhver tæp 92 þúsund en fáir töluðu um að við værum of fá til að verða sjálfstæð þjóð. Með álíka mörgum rökum, og að við þurfum fleira fólk, væri hægt að segja að íbúar á Íslandi séu of margir. Með færri íbúum myndi td leysast úr viðvarandi húsnæðisskorti (sem samkvæmt öllum óseldu íbúðunum er stórlega ofmetinn), minna álag yrði á innviðina, styttri biðlistar á sjúkrahúsum, minna álag á auðlindir, minna álag á umhverfið, minni þensla, lægri verðbólga og lægri vextir svo eitthvað sé nefnt. Nei, hluti af umræðunni um of fáa íbúa á Íslandi er sú að þenslan er heimatilbúin og þar af leiðandi skortur á vinnuafli. Því verður til fullt af störfum sem við nennum ekki, viljum ekki eða getum ekki unnið og því er svo þægilegt að fá fólk erlendis frá, því víða er nóg af fólki sem vantar vinnu, sem gerir eflaust líka minni kröfur um aðbúnað og vinnutíma. Undirstöður landsins eru ekki merkilegar ef þörf er á erlendi vinnuafli til að halda því uppi. Hröð íbúafjölgun síðustu áratugi hefur nánast sett samfélagið á hliðina. Um þetta má helst aldrei ræða. Seinkun þess að fólk fari af vinnumarkaði. Endalaust er rætt um að þjóðin sé að eldast og fylgi því aukið álag á heilbrigðiskerfi lands og svo fram eftir götunum. Á sama tíma er líka rætt um að fólk sé heilsubetra en áður og það langt fram eftir aldri. Ekki fara hljóð og mynd alveg saman í þessari umræðu. Að vísu eru mjög stórir árgangar að sigla inn í efri ár en ef fólk er heilsubetra þá getur ekki verið miklu meira álag á heilbrigðiskerfið nema af þeirri einföldu ástæðu að allt of margir eru ekki á vinnumarkaðinum. Eins og flestum ætti að vera ljóst þá heldur hæfileg vinna og athafnasemi fólki hressu og frísku. Of mikil vinna og tala nú ekki um mikið stress gerir hið gagnstæða. Margir eru með fulla vinnuheilsu langt fram yfir sjötugt og jafnvel vel fram yfir áttrætt. Vinnumarkaðurinn þarf bara einfaldlega að bjóða upp á að fólk með fulla, eða nánast fulla, heilsu geti unnið eins lengi og því sýnist og þá í hlutastarfi ef það treystir sér ekki, eða vill ekki vinna, fulla vinnu. Með meira langlífi og stærri aldurshópum sem fara í flokk ellilífeyrisþega á næstu árum eru þúsundir og aftur þúsundir fullfrískra handa sem myndu gjarnan vilja taka þátt í störfum vítt og breitt. Nánast allt væri unnið með þessu. Þátttaka á vinnumarkaði myndi stuðla að enn betri heilsu eldra fólks, það myndi finna betur að þörf væri á þeirra starfskröftum, minni hætta á leiða sem hefur lagt margt fólkið í gröfina og draga úr viðvarandi vinnuaflsskorti og minnka þar með þörfina á innfluttu vinnuafli. Hættum að senda fólk heim þegar það hefur náð vissum aldri. Látum fólk ráða því sjálft hvenær það hættir að vinna. Um þetta má helst aldrei ræða. Mikil minnimáttarkennd og oft til vansa. Hluti Íslendinga þjáist af átakanlegri minnimáttarkennd sem brýst út á ýmsan hátt. Nefna má mikilmennsku þar sem fólk talar um hve Íslendingar séu frábærir og í það minnsta bestir í heimi miðað við fólksfjölda. Svo brýst það líka út, ma hjá stjórnvöldum, í hvað þau telja erlenda aðila hafa litla innsýn í íslenskar aðstæður. Gott dæmi var fyrir hrunið þegar erlendur hagfræðingur spáði fyrir um hrunið með nokkra mánaða fyrirvara og íslenskir ráðamenn gerðu grín að því. Einhver íslenskur stjórnmálamaður talaði einhvern tímann um að skrattinn á vegg væri ekki fallegt skraut. Eins var núna síðasta vetur þegar íslenskur ráðherra dróg orð frægs erlends hagfræðings, um ógagnið af stýrivaxtahækkun, í efa. Svo er það tungumálið. Þar hefur minnimáttarkenndin verið hvað mest áberandi. Það má helst ekki syngja á íslensku í Eurovision, helst verða verslanir að bera erlend nöfn og varla gerð nein krafa um að erlendir starfskraftar, sem þurfa að ræða við viðskiptavini, læri íslensku. Það er þyngra en tárum taki að í mörgum verslunum á Íslandi þurfi að bregða fyrir sig erlendu máli til að afgreiðslufólkið skilji. Hvert erum við eiginlega komin? Um þetta má helst aldrei ræða. Lífsgæða kapphlaupið. Einhver orðaði ástandið á Íslandi á þann veg að eftir nokkurra ára veru erlendis þá hafi viðkomandi komist að því hvað Íslendingar væru ofboðslega neysludrifnir. Af hverju er þetta? Getum við ekki augnablik sest niður og hugsað um það sem þjóð? Hvernig stendur á því að gjafir til barna og ungmenna á hverju ári hlaupa á tugum og hundruðum þúsunda sem leiðir til þess eins að ekki er hægt að gefa fólki neitt því það á allt nema tíma og skynsemi. Allt er þetta á sama veg hvort sem er til sjávar eða sveitar, kaupa, kaupa og aftur kaupa hvort sem nokkur þörf er á hlutunum eða ekki. Síðan fyllast allir gámar af dóti sem er fleygt og förgunarfyrirtækjum fallast algjörlega hendur við að koma ruslinu fyrir. Hvatinn kemur alls staðar frá; stjórnvöld væla um að fólk verði að halda hjólum atvinnulífsins gangandi því annars komi kreppa, meðal Jóninn verður að kaupa betri bíl af því að nágranninn gerði það og ungmennin metast á um hver á flottasta símann. Allt leiðir þetta til kapphlaups sem veldur sjaldnast öðru en óánægju, meiri skuldum, aukinni yfirvinnu, meira stressi og minni tíma með fjölskyldunni. Langverst af öllu er að fólki finnst að þetta eigi að vera svona. Um þetta má helst aldrei ræða. Kolefnislosun frá flugvélum. Í einhverjum óskilgreindum loforðaflaumi um að draga úr gróðurhúsalofttegundum er sjaldan minnst á að draga úr flugferðum til og frá landinu. Allar aðgerðir stefna að hinu gagnstæða, auka á fjölda ferðamanna og auglýsingar sem aldrei fyrr glymja daginn út og inn um sólarlandaferðir fyrir landann. Stjórnvöld og almenningur á Íslandi hafa aldrei í Íslandssögunni verið eins mikið á lofti og síðustu árin. Væntanlega er fólk stolt yfir því að geta mengað sem mest. Stjórnvöld sjálf gera svo akkúrat ekki neitt til að fækka ferðum til útlanda og finna helst öll möguleg og ómöguleg tækifæri til ferðalaga á kostnað almennings og umhverfisins. Hið opinbera skal ekkert leggja á sig til að draga úr ferðalögum og draga þar með úr kolefnislosun. Mest öll samskipti við aðrar þjóðir væri hægt að leysa með allri þeirri tækni sem til er, tölvum, símum og fjarfundabúnaði. Það er ekki merkilegt traustið milli forystufólks þjóðlanda ef alltaf þarf að sitja saman og horfast í augu sama hve tilefnið er lítið. Fyrirkomulag í samskiptum við aðrar þjóðir eru allt mannanna verk, gleymum því ekki. Enda er líka fyrir löngu orðið ljóst að stjórnvöld og almenningur á Íslandi ætla ekki að gera eitthvað sem skiptir máli í loftslagsmálum. Þarf borgarstjórinn að fara í 26 utanlandsferðir í embættiserindum á 29 mánuðum? Af hverjum er verið að gera grín með slíkum óþarfa og fjáraustri? Aðgerðir í verki sýna viljann en ekki eitthvert orðagjálfur út í loftið. Að halda því fram að Íslendingar séu að taka sig á í þessum málum er bara til að slá ryki í augu fólks og það er ekki fallegt. Um þetta má helst aldrei ræða. Raunverulegar ástæður fyrir lágu vöruverði erlendis frá. Dag eftir dag, viku eftir viku er hamrað á hvað innlend matvæli séu dýr og geti ekki keppt við innflutt matvæli. Þessi umræða er að verða þreytt en af hverju heldur fólk að mikið af innfluttum matvælum og öðrum vörum sé svona lágt. Einhvers staðar stendur að ef eitthvað sé of gott til að vera satt þá er það yfirleitt þannig. Eins er með mjög ódýrar vörur, það er nefnilega ýmislegt bogið við mjög ódýrar vörur. Má þar eflaust nefna minni heilbrigðis- og öryggiskröfur og síðast en ekki síst launastig á allt öðru plani en á Íslandi. Hvað væri verð á innfluttum matvörum ef framleiðendur erlendis þyrftu að borga eftir íslenskum kauptöxtum? Ekki bara þeir sem pakka matvælum heldur líka hjá þeim sem framleiða hráefnin í pakkaðar vörur sem er oftar en ekki utan Evrópu. Svo er það aðbúnaður vinnufólks víða um heim en um slæma meðferð á vinnufólki á sykurökrum var td fjallað um í fréttum ekki alls fyrir löngu. Eins hefur verið rætt um vinnuþrælkun við framleiðslu á ódýrum fatnaði hjá kínverskum fataframleiðanda. Þeir tala aldrei um þessa hluti innflutningspostularnir. Nei, um hið sanna er ekki rætt en það vita allir, þeir sem vilja vita, að stór hluti af velsæld Vesturlandabúa er komin til vegna þess hve auðvelt er að kaupa ódýrar vörur frá löndum sem við á Vesturlöndum köllum í hroka okkar minna þróuð. Um þetta má helst aldrei ræða. Áróðurinn um hagvöxtinn. Stundum er talað um um hagvöxt eins og sé jafnmikilvægur og að borða hollan mat. Samt er mælikvarðinn á hagvexti svo galinn að hann er úr takti við allt sem er raunverulegt. Hann mælir bara umsvif og eftir því sem eyðsla og bruðl er meira mælist hagvöxtur meiri og stjórnmálamenn berja sér á brjóst og hæla fram og til baka. Ekki er þar mælikvarði um aukna ásókn í takmarkaðar auðlindir jarðar, aukna mengun, útrýmingu vistkerfa og dýrategunda, betri nýtingu á hlutum, hamingju fólks og svo mætti lengi telja. Það mælist ekki hagvöxtur ef einhver stagar í fötin sín (nema þá tvinninn) svo þau endist betur en það mælist hagvöxtur ef keyptar eru nýjar buxur og þeim gömlu hent í einhver haug sem fluttur er til útlanda með skipum og settur í enn stærri haug. Margfaldur hagvöxtur því skipið eyðir olíu og eykur mengun og þar á leiðandi meira álag á jörð og umhverfi. Það mælist ekki hagvöxtur ef fólk ræktar matvæli í garðinum heima hjá sér en það mælist hagvöxtur ef keypt eru samskonar matvæli út í búð og þá mestur hagvöxtur ef þau eru flutt inn og keyrt fram og til baka í búðir. Fylgifiskar háum hagvexti eru nánast alltaf slæmir þegar til skemmri tíma er litið; þensla, skortur á vinnuafli, of hröð íbúafjölgun, húsnæðisskortur, óeðlilega hátt íbúðaverð, háir vextir, verðbólga, vinnubrjálæði, biðraðir í heilbrigðisþjónustu ofl. Um þetta má helst aldrei ræða. Þjóðsagan um græna hagkerfið á Íslandi. Aftur og aftur heyrist það í fjölmiðlum að Ísland sé komið lengra á veg í græna hagkerfinu en flestar þjóðar. Á hvaða mælikvarða er það? Er það á þann mælikvarða að Íslendingar hafa trónað á topplistum í heiminum sl áratugi með kolefnislosun á íbúa og virðist sú staða bara versna ef eitthvað er. Meiri árangurinn það í umhverfismálum. Einhvers staðar stendur skrifað að ef allir á jörðinni hegðuðu sér eins og Íslendingar þyrfti mannkynið margar jarðir. Við hljótum að vera stolt af þeim umhverfisárangri eða hitt þó heldur. Hvernig væri kolefnisspor okkar ef ekki hefði komið til stórkostleg rafmagns- og hitaveituvæðing í landinu en það eru líka nánast einu atriðin sem við stöndum okkur vel í varðandi græna hagkerfið. Varðandi árangur okkar í græna hagkerfinu í heild má þó telja rafmagns- og hitaveituvæðinguna eins og segja að ofdrykkjumaður sé hættur að drekka ef hann tekur út rauðvín en heldur áfram að drekka sterkt vín, hvítvín og bjór og eykur heldur drykkjuna í heild. Þjóð sem enn leyfir almenna notkun á flugeldum sýnir að henni er alveg sama um umhverfismál. Verst af öllu er að við kunnum ekki eða viljum ekki skammast okkar augnablik fyrir þennan slaka árangur í umhverfismálum. Um þetta má helst aldrei ræða. Höfundur býr í Skagafirði og er áhugamaður um gott samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Álag á innviði landsins vegna ferðamanna. Með fjölgun íbúa landsins eykst að sjálfsögðu álag á alla innviðina. Síðan eru það tæpar 2 milljónir ferðamanna sem koma hingað til lands á hverju ári sem gerir kannski 40-50 þús manns aukalega á landinu á hverjum tímapunkti. Heldur einhver í alvörinni að þetta auki ekkert álag á kerfin okkar? Af hverju eru endalausir biðlistar í heilbrigðisþjónustu og þar viðvarandi húsnæðisskortur sem og á almennum markaði? Hvað eru margar íbúðir í útleigu til ferðamanna og því ekki notaðar sem íbúðarhúsnæði? Ef við ætlum ekki að fara sömu leið og Tenerife og Barcelona, þar sem íbúar landsins eru farnir að mótmæla alltof miklum fjölda ferðamanna, þá verðum við bara einfaldlega að setja hömlur á fjöldann í komandi framtíð. Samt er enn verið að reyna að fá fleiri ferðamenn til landsins en til hvers? Síðan er aukið álag á innviði landsins skellt á einhverja örfáa flóttamenn og hælisleitendur. Einn stjórnmálaflokkur hefur minnst á þessi mál en virðist því miður tala í hálfgerðu tómarúmi. Um þetta má helst aldrei ræða. Hver getur ákveðið hvað eigi margir að búa á Íslandi? Aftur og aftur heyrist söngurinn, og þar apar hver upp eftir öðrum, að við þurfum fleira fólk á Íslandi. Hvaða rannsóknir liggja þar að baki? Er einhver kjör íbúatala til fyrir land af stærð Íslands? Þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði árið 1918 voru Íslendingar búsettir á Íslandi einhver tæp 92 þúsund en fáir töluðu um að við værum of fá til að verða sjálfstæð þjóð. Með álíka mörgum rökum, og að við þurfum fleira fólk, væri hægt að segja að íbúar á Íslandi séu of margir. Með færri íbúum myndi td leysast úr viðvarandi húsnæðisskorti (sem samkvæmt öllum óseldu íbúðunum er stórlega ofmetinn), minna álag yrði á innviðina, styttri biðlistar á sjúkrahúsum, minna álag á auðlindir, minna álag á umhverfið, minni þensla, lægri verðbólga og lægri vextir svo eitthvað sé nefnt. Nei, hluti af umræðunni um of fáa íbúa á Íslandi er sú að þenslan er heimatilbúin og þar af leiðandi skortur á vinnuafli. Því verður til fullt af störfum sem við nennum ekki, viljum ekki eða getum ekki unnið og því er svo þægilegt að fá fólk erlendis frá, því víða er nóg af fólki sem vantar vinnu, sem gerir eflaust líka minni kröfur um aðbúnað og vinnutíma. Undirstöður landsins eru ekki merkilegar ef þörf er á erlendi vinnuafli til að halda því uppi. Hröð íbúafjölgun síðustu áratugi hefur nánast sett samfélagið á hliðina. Um þetta má helst aldrei ræða. Seinkun þess að fólk fari af vinnumarkaði. Endalaust er rætt um að þjóðin sé að eldast og fylgi því aukið álag á heilbrigðiskerfi lands og svo fram eftir götunum. Á sama tíma er líka rætt um að fólk sé heilsubetra en áður og það langt fram eftir aldri. Ekki fara hljóð og mynd alveg saman í þessari umræðu. Að vísu eru mjög stórir árgangar að sigla inn í efri ár en ef fólk er heilsubetra þá getur ekki verið miklu meira álag á heilbrigðiskerfið nema af þeirri einföldu ástæðu að allt of margir eru ekki á vinnumarkaðinum. Eins og flestum ætti að vera ljóst þá heldur hæfileg vinna og athafnasemi fólki hressu og frísku. Of mikil vinna og tala nú ekki um mikið stress gerir hið gagnstæða. Margir eru með fulla vinnuheilsu langt fram yfir sjötugt og jafnvel vel fram yfir áttrætt. Vinnumarkaðurinn þarf bara einfaldlega að bjóða upp á að fólk með fulla, eða nánast fulla, heilsu geti unnið eins lengi og því sýnist og þá í hlutastarfi ef það treystir sér ekki, eða vill ekki vinna, fulla vinnu. Með meira langlífi og stærri aldurshópum sem fara í flokk ellilífeyrisþega á næstu árum eru þúsundir og aftur þúsundir fullfrískra handa sem myndu gjarnan vilja taka þátt í störfum vítt og breitt. Nánast allt væri unnið með þessu. Þátttaka á vinnumarkaði myndi stuðla að enn betri heilsu eldra fólks, það myndi finna betur að þörf væri á þeirra starfskröftum, minni hætta á leiða sem hefur lagt margt fólkið í gröfina og draga úr viðvarandi vinnuaflsskorti og minnka þar með þörfina á innfluttu vinnuafli. Hættum að senda fólk heim þegar það hefur náð vissum aldri. Látum fólk ráða því sjálft hvenær það hættir að vinna. Um þetta má helst aldrei ræða. Mikil minnimáttarkennd og oft til vansa. Hluti Íslendinga þjáist af átakanlegri minnimáttarkennd sem brýst út á ýmsan hátt. Nefna má mikilmennsku þar sem fólk talar um hve Íslendingar séu frábærir og í það minnsta bestir í heimi miðað við fólksfjölda. Svo brýst það líka út, ma hjá stjórnvöldum, í hvað þau telja erlenda aðila hafa litla innsýn í íslenskar aðstæður. Gott dæmi var fyrir hrunið þegar erlendur hagfræðingur spáði fyrir um hrunið með nokkra mánaða fyrirvara og íslenskir ráðamenn gerðu grín að því. Einhver íslenskur stjórnmálamaður talaði einhvern tímann um að skrattinn á vegg væri ekki fallegt skraut. Eins var núna síðasta vetur þegar íslenskur ráðherra dróg orð frægs erlends hagfræðings, um ógagnið af stýrivaxtahækkun, í efa. Svo er það tungumálið. Þar hefur minnimáttarkenndin verið hvað mest áberandi. Það má helst ekki syngja á íslensku í Eurovision, helst verða verslanir að bera erlend nöfn og varla gerð nein krafa um að erlendir starfskraftar, sem þurfa að ræða við viðskiptavini, læri íslensku. Það er þyngra en tárum taki að í mörgum verslunum á Íslandi þurfi að bregða fyrir sig erlendu máli til að afgreiðslufólkið skilji. Hvert erum við eiginlega komin? Um þetta má helst aldrei ræða. Lífsgæða kapphlaupið. Einhver orðaði ástandið á Íslandi á þann veg að eftir nokkurra ára veru erlendis þá hafi viðkomandi komist að því hvað Íslendingar væru ofboðslega neysludrifnir. Af hverju er þetta? Getum við ekki augnablik sest niður og hugsað um það sem þjóð? Hvernig stendur á því að gjafir til barna og ungmenna á hverju ári hlaupa á tugum og hundruðum þúsunda sem leiðir til þess eins að ekki er hægt að gefa fólki neitt því það á allt nema tíma og skynsemi. Allt er þetta á sama veg hvort sem er til sjávar eða sveitar, kaupa, kaupa og aftur kaupa hvort sem nokkur þörf er á hlutunum eða ekki. Síðan fyllast allir gámar af dóti sem er fleygt og förgunarfyrirtækjum fallast algjörlega hendur við að koma ruslinu fyrir. Hvatinn kemur alls staðar frá; stjórnvöld væla um að fólk verði að halda hjólum atvinnulífsins gangandi því annars komi kreppa, meðal Jóninn verður að kaupa betri bíl af því að nágranninn gerði það og ungmennin metast á um hver á flottasta símann. Allt leiðir þetta til kapphlaups sem veldur sjaldnast öðru en óánægju, meiri skuldum, aukinni yfirvinnu, meira stressi og minni tíma með fjölskyldunni. Langverst af öllu er að fólki finnst að þetta eigi að vera svona. Um þetta má helst aldrei ræða. Kolefnislosun frá flugvélum. Í einhverjum óskilgreindum loforðaflaumi um að draga úr gróðurhúsalofttegundum er sjaldan minnst á að draga úr flugferðum til og frá landinu. Allar aðgerðir stefna að hinu gagnstæða, auka á fjölda ferðamanna og auglýsingar sem aldrei fyrr glymja daginn út og inn um sólarlandaferðir fyrir landann. Stjórnvöld og almenningur á Íslandi hafa aldrei í Íslandssögunni verið eins mikið á lofti og síðustu árin. Væntanlega er fólk stolt yfir því að geta mengað sem mest. Stjórnvöld sjálf gera svo akkúrat ekki neitt til að fækka ferðum til útlanda og finna helst öll möguleg og ómöguleg tækifæri til ferðalaga á kostnað almennings og umhverfisins. Hið opinbera skal ekkert leggja á sig til að draga úr ferðalögum og draga þar með úr kolefnislosun. Mest öll samskipti við aðrar þjóðir væri hægt að leysa með allri þeirri tækni sem til er, tölvum, símum og fjarfundabúnaði. Það er ekki merkilegt traustið milli forystufólks þjóðlanda ef alltaf þarf að sitja saman og horfast í augu sama hve tilefnið er lítið. Fyrirkomulag í samskiptum við aðrar þjóðir eru allt mannanna verk, gleymum því ekki. Enda er líka fyrir löngu orðið ljóst að stjórnvöld og almenningur á Íslandi ætla ekki að gera eitthvað sem skiptir máli í loftslagsmálum. Þarf borgarstjórinn að fara í 26 utanlandsferðir í embættiserindum á 29 mánuðum? Af hverjum er verið að gera grín með slíkum óþarfa og fjáraustri? Aðgerðir í verki sýna viljann en ekki eitthvert orðagjálfur út í loftið. Að halda því fram að Íslendingar séu að taka sig á í þessum málum er bara til að slá ryki í augu fólks og það er ekki fallegt. Um þetta má helst aldrei ræða. Raunverulegar ástæður fyrir lágu vöruverði erlendis frá. Dag eftir dag, viku eftir viku er hamrað á hvað innlend matvæli séu dýr og geti ekki keppt við innflutt matvæli. Þessi umræða er að verða þreytt en af hverju heldur fólk að mikið af innfluttum matvælum og öðrum vörum sé svona lágt. Einhvers staðar stendur að ef eitthvað sé of gott til að vera satt þá er það yfirleitt þannig. Eins er með mjög ódýrar vörur, það er nefnilega ýmislegt bogið við mjög ódýrar vörur. Má þar eflaust nefna minni heilbrigðis- og öryggiskröfur og síðast en ekki síst launastig á allt öðru plani en á Íslandi. Hvað væri verð á innfluttum matvörum ef framleiðendur erlendis þyrftu að borga eftir íslenskum kauptöxtum? Ekki bara þeir sem pakka matvælum heldur líka hjá þeim sem framleiða hráefnin í pakkaðar vörur sem er oftar en ekki utan Evrópu. Svo er það aðbúnaður vinnufólks víða um heim en um slæma meðferð á vinnufólki á sykurökrum var td fjallað um í fréttum ekki alls fyrir löngu. Eins hefur verið rætt um vinnuþrælkun við framleiðslu á ódýrum fatnaði hjá kínverskum fataframleiðanda. Þeir tala aldrei um þessa hluti innflutningspostularnir. Nei, um hið sanna er ekki rætt en það vita allir, þeir sem vilja vita, að stór hluti af velsæld Vesturlandabúa er komin til vegna þess hve auðvelt er að kaupa ódýrar vörur frá löndum sem við á Vesturlöndum köllum í hroka okkar minna þróuð. Um þetta má helst aldrei ræða. Áróðurinn um hagvöxtinn. Stundum er talað um um hagvöxt eins og sé jafnmikilvægur og að borða hollan mat. Samt er mælikvarðinn á hagvexti svo galinn að hann er úr takti við allt sem er raunverulegt. Hann mælir bara umsvif og eftir því sem eyðsla og bruðl er meira mælist hagvöxtur meiri og stjórnmálamenn berja sér á brjóst og hæla fram og til baka. Ekki er þar mælikvarði um aukna ásókn í takmarkaðar auðlindir jarðar, aukna mengun, útrýmingu vistkerfa og dýrategunda, betri nýtingu á hlutum, hamingju fólks og svo mætti lengi telja. Það mælist ekki hagvöxtur ef einhver stagar í fötin sín (nema þá tvinninn) svo þau endist betur en það mælist hagvöxtur ef keyptar eru nýjar buxur og þeim gömlu hent í einhver haug sem fluttur er til útlanda með skipum og settur í enn stærri haug. Margfaldur hagvöxtur því skipið eyðir olíu og eykur mengun og þar á leiðandi meira álag á jörð og umhverfi. Það mælist ekki hagvöxtur ef fólk ræktar matvæli í garðinum heima hjá sér en það mælist hagvöxtur ef keypt eru samskonar matvæli út í búð og þá mestur hagvöxtur ef þau eru flutt inn og keyrt fram og til baka í búðir. Fylgifiskar háum hagvexti eru nánast alltaf slæmir þegar til skemmri tíma er litið; þensla, skortur á vinnuafli, of hröð íbúafjölgun, húsnæðisskortur, óeðlilega hátt íbúðaverð, háir vextir, verðbólga, vinnubrjálæði, biðraðir í heilbrigðisþjónustu ofl. Um þetta má helst aldrei ræða. Þjóðsagan um græna hagkerfið á Íslandi. Aftur og aftur heyrist það í fjölmiðlum að Ísland sé komið lengra á veg í græna hagkerfinu en flestar þjóðar. Á hvaða mælikvarða er það? Er það á þann mælikvarða að Íslendingar hafa trónað á topplistum í heiminum sl áratugi með kolefnislosun á íbúa og virðist sú staða bara versna ef eitthvað er. Meiri árangurinn það í umhverfismálum. Einhvers staðar stendur skrifað að ef allir á jörðinni hegðuðu sér eins og Íslendingar þyrfti mannkynið margar jarðir. Við hljótum að vera stolt af þeim umhverfisárangri eða hitt þó heldur. Hvernig væri kolefnisspor okkar ef ekki hefði komið til stórkostleg rafmagns- og hitaveituvæðing í landinu en það eru líka nánast einu atriðin sem við stöndum okkur vel í varðandi græna hagkerfið. Varðandi árangur okkar í græna hagkerfinu í heild má þó telja rafmagns- og hitaveituvæðinguna eins og segja að ofdrykkjumaður sé hættur að drekka ef hann tekur út rauðvín en heldur áfram að drekka sterkt vín, hvítvín og bjór og eykur heldur drykkjuna í heild. Þjóð sem enn leyfir almenna notkun á flugeldum sýnir að henni er alveg sama um umhverfismál. Verst af öllu er að við kunnum ekki eða viljum ekki skammast okkar augnablik fyrir þennan slaka árangur í umhverfismálum. Um þetta má helst aldrei ræða. Höfundur býr í Skagafirði og er áhugamaður um gott samfélag.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun