Vangaveltur um hið smáa og stóra Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júní 2014 13:00 Reykjavík Midsummer Music. "Í ár hverfist allt um þetta stóra og smáa og vangaveltur um það hvað er stórt og hvað smátt,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég stofnaði þessa hátíð 2012 eftir að hafa hugsað um hana í mörg ár,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um tónlistarhátíðina Reykjavík Midsummer Music sem hefst á föstudaginn. „Þegar Harpa var risin vissi ég að hún væri akkúrat rétti staðurinn til að laða kollega mína erlendis til landsins, enda vilja allir koma og spila á þessari hátíð sem ég leyfi mér að álykta að sé bæði vegna listræns metnaðar viðkomandi tónlistarmanns og löngunar til að koma til Íslands og spila í Hörpu. Það hefur reynst alveg ótrúlega auðvelt fyrir mig að fá frábæra listamenn til landsins til þess að gera eitthvað skemmtilegt.“ Þema hátíðarinnar í ár er Minimal-Maximal og eru hugleiðingar um hið stóra og hið smáa rauði þráðurinn í gegnum fjölbreytta dagskrá alls níu tónleika, þar sem saman kemur tón- og hljóðlist úr ýmsum áttum, frá strengjakvartettum til plötusnúða. „Mér er umhugað um að engin árgerð af hátíðinni líkist öðrum árgerðum hennar,“ segir Víkingur Heiðar. „Mér finnst gaman að reyna að finna óvæntar tengingar og búa til boga yfir þessa níu tónleika. Í ár hverfist allt um þetta stóra og smáa og vangaveltur um það hvað er stórt og hvað smátt.“ Á opnunartónleikunum á föstudaginn leikur Víkingur Goldberg-tilbrigði Bachs og auk þess sem japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji, sem leikur á Stradivariusfiðlu frá 1729, leikur Chaconnu Bachs. Síðan reka hverjir tónleikarnir aðra, þrennir á laugardag, þrennir á sunnudag og tvennir á mánudag, en Víkingur segir hápunktinn sennilega vera tónleika Mahler Chamber Orchestra og finnska fiðluleikarans Pekka Kuusisto í Eldborg á sunnudaginn. „Það eru rosaspennandi tónleikar, finnst mér,“ segir hann. „Þau eru með prógramm sem er mjög minimal/maximal þar sem Bach er teflt saman við bandarísku minimalistana John Adams og Steve Reich.“ Menningarhúsið Skúrinn tekur þátt í hátíðinni með sínum hætti, en honum hefur þegar verið komið fyrir við Hörpu. „Skúrinn er náttúrulega hjarta hátíðarinnar,“ segir Víkingur Heiðar. „Um leið og ég var búinn að ákveða þetta minimal/maximal þema þá kom ekkert annað til greina en að Skúrinn yrði æfingaaðstaða hátíðarinnar. Hann tekur sér mjög maximal stöðu við hliðina á Hörpu og varpar annars vegar ljósi á líf tónlistarmannsins; að vera 99 prósent af tímanum að æfa sig við spastískar aðstæður, og eitt prósent að spila í Hörpu eða einhverjum fínum sölum. Hins vegar er Skúrinn opinn æfingasalur með tveimur píanóum í misgóðu ástandi þar sem ég æfi mitt prógramm í eftirmiðdaginn – og fæ vonandi fleiri með mér þegar hátíðin hefst – svo fólk getur komið og fylgst með hátíðinni verða til. Mér finnst klassísk tónlist vera dálítið bundin af því að einblína á hina endanlegu útkomu, þessar níutíu mínútur á sviðinu á tónleikum, og mér finnst skemmtilegt að veita fólki pínu innsýn í ferlið. Það er svo margt í því sem hefur ekki mikið verið miðlað.“ Meðal erlendra listamanna hátíðarinnar í ár er ísraelski víóluleikarinn Amihai Grosz, sem er leiðari í Berlínar-Fílharmóníunni og meðal innlendra listamanna má nefna Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Davíð Þór Jónsson, Pétur Grétarsson, Ghostigital og Finnboga Pétursson. Hátíðinni lýkur svo með úrvinnslu þýska plötusnúðsins DJ Georg Konrad á efni hennar, þar sem hann nýtur liðsinnis einleikara úr Mahler Chamber Orchestra. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og listamennina sem fram koma er að finna á heimasíðu hátíðarinnar. Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég stofnaði þessa hátíð 2012 eftir að hafa hugsað um hana í mörg ár,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um tónlistarhátíðina Reykjavík Midsummer Music sem hefst á föstudaginn. „Þegar Harpa var risin vissi ég að hún væri akkúrat rétti staðurinn til að laða kollega mína erlendis til landsins, enda vilja allir koma og spila á þessari hátíð sem ég leyfi mér að álykta að sé bæði vegna listræns metnaðar viðkomandi tónlistarmanns og löngunar til að koma til Íslands og spila í Hörpu. Það hefur reynst alveg ótrúlega auðvelt fyrir mig að fá frábæra listamenn til landsins til þess að gera eitthvað skemmtilegt.“ Þema hátíðarinnar í ár er Minimal-Maximal og eru hugleiðingar um hið stóra og hið smáa rauði þráðurinn í gegnum fjölbreytta dagskrá alls níu tónleika, þar sem saman kemur tón- og hljóðlist úr ýmsum áttum, frá strengjakvartettum til plötusnúða. „Mér er umhugað um að engin árgerð af hátíðinni líkist öðrum árgerðum hennar,“ segir Víkingur Heiðar. „Mér finnst gaman að reyna að finna óvæntar tengingar og búa til boga yfir þessa níu tónleika. Í ár hverfist allt um þetta stóra og smáa og vangaveltur um það hvað er stórt og hvað smátt.“ Á opnunartónleikunum á föstudaginn leikur Víkingur Goldberg-tilbrigði Bachs og auk þess sem japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji, sem leikur á Stradivariusfiðlu frá 1729, leikur Chaconnu Bachs. Síðan reka hverjir tónleikarnir aðra, þrennir á laugardag, þrennir á sunnudag og tvennir á mánudag, en Víkingur segir hápunktinn sennilega vera tónleika Mahler Chamber Orchestra og finnska fiðluleikarans Pekka Kuusisto í Eldborg á sunnudaginn. „Það eru rosaspennandi tónleikar, finnst mér,“ segir hann. „Þau eru með prógramm sem er mjög minimal/maximal þar sem Bach er teflt saman við bandarísku minimalistana John Adams og Steve Reich.“ Menningarhúsið Skúrinn tekur þátt í hátíðinni með sínum hætti, en honum hefur þegar verið komið fyrir við Hörpu. „Skúrinn er náttúrulega hjarta hátíðarinnar,“ segir Víkingur Heiðar. „Um leið og ég var búinn að ákveða þetta minimal/maximal þema þá kom ekkert annað til greina en að Skúrinn yrði æfingaaðstaða hátíðarinnar. Hann tekur sér mjög maximal stöðu við hliðina á Hörpu og varpar annars vegar ljósi á líf tónlistarmannsins; að vera 99 prósent af tímanum að æfa sig við spastískar aðstæður, og eitt prósent að spila í Hörpu eða einhverjum fínum sölum. Hins vegar er Skúrinn opinn æfingasalur með tveimur píanóum í misgóðu ástandi þar sem ég æfi mitt prógramm í eftirmiðdaginn – og fæ vonandi fleiri með mér þegar hátíðin hefst – svo fólk getur komið og fylgst með hátíðinni verða til. Mér finnst klassísk tónlist vera dálítið bundin af því að einblína á hina endanlegu útkomu, þessar níutíu mínútur á sviðinu á tónleikum, og mér finnst skemmtilegt að veita fólki pínu innsýn í ferlið. Það er svo margt í því sem hefur ekki mikið verið miðlað.“ Meðal erlendra listamanna hátíðarinnar í ár er ísraelski víóluleikarinn Amihai Grosz, sem er leiðari í Berlínar-Fílharmóníunni og meðal innlendra listamanna má nefna Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Davíð Þór Jónsson, Pétur Grétarsson, Ghostigital og Finnboga Pétursson. Hátíðinni lýkur svo með úrvinnslu þýska plötusnúðsins DJ Georg Konrad á efni hennar, þar sem hann nýtur liðsinnis einleikara úr Mahler Chamber Orchestra. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar og listamennina sem fram koma er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira