Hönnuðir og listafólk í HR Marín Manda skrifar 27. júní 2014 11:00 Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins. Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. „Með þessu námi erum við ekki að reyna að breyta hönnuðum í viðskiptafólk heldur einungis að brúa bilið á milli viðskipta og lista. Hönnun getur verið afar persónuleg og er því oft erfitt að selja sína eigin afurð. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur,“ segir Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins sem kennt er í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Við erum að fara að hefja kynningu á náminu. Það eru flottir sérfræðingar að kenna og því verður spennandi að fylgjast með þessu námi þróast. Ég hlakka einnig til að taka á móti hönnuðum hérna í HR,“ segir Erna. Hin nýja námslína hefst í september í Opna háskólanum í HR og er sérstaklega hugsuð fyrir hönnuði og annað listafólk. Námið er kennt tvisvar í viku en farið er yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Einnig læra nemendur um viðskiptaumhverfi hönnuða, stefnumótun og framleiðslu og útflutning. Meðal kennara eru Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, stofnandi Nikita Clothing og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Lauf Forks Ltd., og Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. „Með þessu námi erum við ekki að reyna að breyta hönnuðum í viðskiptafólk heldur einungis að brúa bilið á milli viðskipta og lista. Hönnun getur verið afar persónuleg og er því oft erfitt að selja sína eigin afurð. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur,“ segir Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins sem kennt er í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Við erum að fara að hefja kynningu á náminu. Það eru flottir sérfræðingar að kenna og því verður spennandi að fylgjast með þessu námi þróast. Ég hlakka einnig til að taka á móti hönnuðum hérna í HR,“ segir Erna. Hin nýja námslína hefst í september í Opna háskólanum í HR og er sérstaklega hugsuð fyrir hönnuði og annað listafólk. Námið er kennt tvisvar í viku en farið er yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Einnig læra nemendur um viðskiptaumhverfi hönnuða, stefnumótun og framleiðslu og útflutning. Meðal kennara eru Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, stofnandi Nikita Clothing og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Lauf Forks Ltd., og Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira