Við ætlum okkur á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. júlí 2014 06:00 Það er verið að blása í herlúðra hjá kvennalandsliðinu og liðið stefnir hátt. Ívar Ásgrímsson er þjálfari liðsins. fréttablaðið/valli Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í fimm ár í kvöld er stelpurnar spila vináttulandsleik gegn Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15. Liðin mætast svo í Stykkishólmi á morgun en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki um miðjan mánuðinn. „Það er frábært framtak hjá KKÍ að vera með þessa heimaleiki. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta starf að mér er sú að KKÍ er að fara að leggja meira í kvennalandsliðið og styðja við bakið á stelpunum,“ segir Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari en þetta verða hans fyrstu verkefni með liðið síðan hann tók við starfinu af Sverri Sverrissyni. „Stefnan er sú að ná árangri og komast í Evrópukeppni. Það er nóg af verkefnum framundan. Við stefnum að því að fá leiki um jólin og svo eru það smáþjóðaleikarnir. Ef við vinnum Evrópukeppni smáþjóða þá bíður okkar sjálf Evrópukeppnin næsta sumar. Þangað ætlum við að komast.“ Rekstur KKÍ hefur lengi verið erfiður og árið 2009 var landsliðið lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir tímar og á að spýta hraustlega í lófana. Hvað sér þjálfarinn samt að liðið geti náð langt á næstu árum? „Ég er nýtekinn við og svo þurfum við að sjá hvernig gengur í sumar. Við erum samt með nokkuð ungt lið í bland við leikreyndar stelpur. Eins og ég segi ætlum við okkur í Evrópukeppni A-liða næsta sumar og vinna þetta mót sem við erum á leið í núna,“ segir Ívar ákveðinn. En er innistæða fyrir því að komast með þetta lið á EM A-þjóða? „Ég er á því. Í dag erum við sterkari í kringum teiginn en oft áður. Við erum með stærri stelpur. Hildur Björg úr Hólminum er á leið til Bandaríkjanna og ég býst við miklu af henni í framtíðinni enda hefur hún verið að taka gríðarlegum framförum. Svo erum við líka með Bryndísi Guðmunds, Rögnu Margréti og Marín Laufey. Þetta eru mjög sterkar stelpur í teignum,“ segir þjálfarinn og bætir við að það muni síðan mikið um að eiga frábæran leikmann eins og Helenu Sverrisdóttur. „Helena er á heimsmælikvarða. og það mun auðvitað mikið mæða á henni. Þetta er svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar og verður gaman að byggja þetta lið upp.“ Þar sem það er langt síðan stelpurnar spiluðu síðast býst Ívar ekki við of miklu í leik kvöldsins og fagnar því að fá æfingaleikina. Þeir séu nauðsynlegir í undirbúningi fyrir mótið í Austurríki. „Það eru um þrír mánuðir síðan stelpurnar spiluðu síðast og því vantar eðlilega upp á leikformið. Við þurfum nauðsynlega að fá þessa leiki gegn Dönum og ég býst við því að í fyrri leiknum verði stelpurnar svolítið stirðar. Ég held að liðið verði strax orðið betra í seinni leiknum í Hólminum,“ segir landsliðsþjálfarinn en hann á von á tveim hörkuleikjum gegn dönsku liði sem er undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. „Hrannar kemur með mjög sterkt lið til landsins. Leikir þessara þjóða hafa verið mjög jafnir í gegnum tíðina þó svo Danir hafi verið að vinna okkur á Norðurlandamótinu. Ég mun keyra mikið á liðinu í þessum leikjum og við verðum að hugsa um að hlaupa rétt. Gera það sem við höfum verið að æfa. “ Ívar er ekki að stýra landsliðinu í fyrsta skipti en hann var síðast með liðið árið 2004. „Þá voru Helena, María Ben og Bryndís að spila sína fyrstu landsleiki en nú eru þær leikreyndustu leikmennirnir,“ segir hann. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00 Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar sinn fyrsta heimaleik í fimm ár í kvöld er stelpurnar spila vináttulandsleik gegn Dönum að Ásvöllum klukkan 19.15. Liðin mætast svo í Stykkishólmi á morgun en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki um miðjan mánuðinn. „Það er frábært framtak hjá KKÍ að vera með þessa heimaleiki. Ein af ástæðunum fyrir því að ég tók þetta starf að mér er sú að KKÍ er að fara að leggja meira í kvennalandsliðið og styðja við bakið á stelpunum,“ segir Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfari en þetta verða hans fyrstu verkefni með liðið síðan hann tók við starfinu af Sverri Sverrissyni. „Stefnan er sú að ná árangri og komast í Evrópukeppni. Það er nóg af verkefnum framundan. Við stefnum að því að fá leiki um jólin og svo eru það smáþjóðaleikarnir. Ef við vinnum Evrópukeppni smáþjóða þá bíður okkar sjálf Evrópukeppnin næsta sumar. Þangað ætlum við að komast.“ Rekstur KKÍ hefur lengi verið erfiður og árið 2009 var landsliðið lagt niður í þrjú ár. Nú eru breyttir tímar og á að spýta hraustlega í lófana. Hvað sér þjálfarinn samt að liðið geti náð langt á næstu árum? „Ég er nýtekinn við og svo þurfum við að sjá hvernig gengur í sumar. Við erum samt með nokkuð ungt lið í bland við leikreyndar stelpur. Eins og ég segi ætlum við okkur í Evrópukeppni A-liða næsta sumar og vinna þetta mót sem við erum á leið í núna,“ segir Ívar ákveðinn. En er innistæða fyrir því að komast með þetta lið á EM A-þjóða? „Ég er á því. Í dag erum við sterkari í kringum teiginn en oft áður. Við erum með stærri stelpur. Hildur Björg úr Hólminum er á leið til Bandaríkjanna og ég býst við miklu af henni í framtíðinni enda hefur hún verið að taka gríðarlegum framförum. Svo erum við líka með Bryndísi Guðmunds, Rögnu Margréti og Marín Laufey. Þetta eru mjög sterkar stelpur í teignum,“ segir þjálfarinn og bætir við að það muni síðan mikið um að eiga frábæran leikmann eins og Helenu Sverrisdóttur. „Helena er á heimsmælikvarða. og það mun auðvitað mikið mæða á henni. Þetta er svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar og verður gaman að byggja þetta lið upp.“ Þar sem það er langt síðan stelpurnar spiluðu síðast býst Ívar ekki við of miklu í leik kvöldsins og fagnar því að fá æfingaleikina. Þeir séu nauðsynlegir í undirbúningi fyrir mótið í Austurríki. „Það eru um þrír mánuðir síðan stelpurnar spiluðu síðast og því vantar eðlilega upp á leikformið. Við þurfum nauðsynlega að fá þessa leiki gegn Dönum og ég býst við því að í fyrri leiknum verði stelpurnar svolítið stirðar. Ég held að liðið verði strax orðið betra í seinni leiknum í Hólminum,“ segir landsliðsþjálfarinn en hann á von á tveim hörkuleikjum gegn dönsku liði sem er undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. „Hrannar kemur með mjög sterkt lið til landsins. Leikir þessara þjóða hafa verið mjög jafnir í gegnum tíðina þó svo Danir hafi verið að vinna okkur á Norðurlandamótinu. Ég mun keyra mikið á liðinu í þessum leikjum og við verðum að hugsa um að hlaupa rétt. Gera það sem við höfum verið að æfa. “ Ívar er ekki að stýra landsliðinu í fyrsta skipti en hann var síðast með liðið árið 2004. „Þá voru Helena, María Ben og Bryndís að spila sína fyrstu landsleiki en nú eru þær leikreyndustu leikmennirnir,“ segir hann.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00 Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Man óljóst eftir fyrsta landsleiknum Hildur Sigurðardóttir mun að öllu óbreyttu slá landsleikjametið hjá A-landsliði kvenna í Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í Austurríki. 8. júlí 2014 06:00
Hrannar vann sinn fyrsta sigur sem landsliðsþjálfari Dana Danska kvennalandsliðið í körfubolta vann og tapaði í tveimur vináttulandsleikjum í Austurríki um helgina en þetta voru tveir fyrstu leikir danska liðsins undir stjórn íslenska þjálfarans Hrannars Hólm. 6. júlí 2014 20:45
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti