Segir að matvælaeftirlit í Bandaríkjunum sé gott Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Bannað er að flytja inn kjöt af dýrum sem hafa verið sprautuð með vaxtarhormónum. fréttablaðið/stefán. Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. „Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2. Charlotta bendir á að samkvæmt matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu strangar reglur um innflutning á kjöti til Evrópusambandsins hvað varðar eldi og uppeldi dýranna, slátrun, verkun og vinnslu. „Það má ekki slátra dýrum sem eru með einhver lyf í skrokknum og svo eru sjúkdómavarnir mjög strangar. Ef upp kemur einhver sjúkdómur eða annað sem veldur því að kjötið ætti ekki að fara í fæðuhringinn þá er bæði fylgst með því og settar hömlur,“ segir Charlotta. Eftirlitsstofnanir á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Matvælastofnun ESB fylgist með þessu og geri úttektir á sjúkdómavörnum í löndunum. Bæði sé um að ræða almennar úttektir og svo sé jafnvel farið sértækt í ákveðnar vinnslustöðvar. „Þessar vinnslustöðvar sem flytja inn kjöt til Evrópusambandsins þurfa að vera með samþykkisnúmer sem er samþykkt af Evrópusambandinu,“ segir Charlotta. Auðvelt sé að nálgast upplýsingar um það hvaða vinnslustöðvar séu samþykktar. Charlotta bendir á að á Íslandi sé aftur á móti innflutningsbann á hráu kjöti en samkvæmt reglugerð frá 2012 sé hægt að sækja um undanþágu frá þessu banni. Ströng skilyrði séu fyrir slíkum undanþágum og mikilla upplýsinga um kjötið sé krafist. Matvælastofnun segir Charlotta að hafi stundum gefið neikvæðar umsagnir um innflutning á kjöti sem framleitt er í ríkjum utan Evrópusambandsins jafnvel þó að það sé samþykkt inn í Evrópusambandið. Það séu strangari sjúkdómseftirlitskröfur á Íslandi en í Evrópusambandinu. „Þannig að það er ekki frípassi þó að kjötið sé komið til dæmis til Hollands, að það komist hingað. Evrópusambandið leggur aðallega áherslu á ákveðna sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki en ekki á sjúkdóma sem þeir eru þegar búnir að fá til sín. Þeir sjúkdómar eru kannski ekki komnir hingað.“ Miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem framleitt sé í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott. „Við höfum góða ástæðu til að treysta á eftirlitskerfið hvað það varðar,“ segir Charlotta. Þá segir hún Ástralíu og Nýja-Sjáland líka laust við sjúkdóma. „Við könnum upprunalandið og ef okkur þykir áhættan á sjúkdómum vera í lágmarki þá þurfum við að þekkja starfsstöðina og hvort hún er samþykkt.“ Kannað sé hvort starfsstöðin noti lyf eða vaxtarhvetjandi hormón. Innflutningur á kjöti sem komi frá starfsstöðvum sem noti slík lyf sé þá bannaður. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt. „Þetta ætti nú varla að vekja athygli umfram það að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningum, leyfum ekki innflutning á svona kjöti vegna þessarar meðferðar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svo í kvöldfréttum Stöðvar 2. Charlotta bendir á að samkvæmt matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu strangar reglur um innflutning á kjöti til Evrópusambandsins hvað varðar eldi og uppeldi dýranna, slátrun, verkun og vinnslu. „Það má ekki slátra dýrum sem eru með einhver lyf í skrokknum og svo eru sjúkdómavarnir mjög strangar. Ef upp kemur einhver sjúkdómur eða annað sem veldur því að kjötið ætti ekki að fara í fæðuhringinn þá er bæði fylgst með því og settar hömlur,“ segir Charlotta. Eftirlitsstofnanir á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og Matvælastofnun ESB fylgist með þessu og geri úttektir á sjúkdómavörnum í löndunum. Bæði sé um að ræða almennar úttektir og svo sé jafnvel farið sértækt í ákveðnar vinnslustöðvar. „Þessar vinnslustöðvar sem flytja inn kjöt til Evrópusambandsins þurfa að vera með samþykkisnúmer sem er samþykkt af Evrópusambandinu,“ segir Charlotta. Auðvelt sé að nálgast upplýsingar um það hvaða vinnslustöðvar séu samþykktar. Charlotta bendir á að á Íslandi sé aftur á móti innflutningsbann á hráu kjöti en samkvæmt reglugerð frá 2012 sé hægt að sækja um undanþágu frá þessu banni. Ströng skilyrði séu fyrir slíkum undanþágum og mikilla upplýsinga um kjötið sé krafist. Matvælastofnun segir Charlotta að hafi stundum gefið neikvæðar umsagnir um innflutning á kjöti sem framleitt er í ríkjum utan Evrópusambandsins jafnvel þó að það sé samþykkt inn í Evrópusambandið. Það séu strangari sjúkdómseftirlitskröfur á Íslandi en í Evrópusambandinu. „Þannig að það er ekki frípassi þó að kjötið sé komið til dæmis til Hollands, að það komist hingað. Evrópusambandið leggur aðallega áherslu á ákveðna sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki en ekki á sjúkdóma sem þeir eru þegar búnir að fá til sín. Þeir sjúkdómar eru kannski ekki komnir hingað.“ Miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem framleitt sé í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit þar í landi gott. „Við höfum góða ástæðu til að treysta á eftirlitskerfið hvað það varðar,“ segir Charlotta. Þá segir hún Ástralíu og Nýja-Sjáland líka laust við sjúkdóma. „Við könnum upprunalandið og ef okkur þykir áhættan á sjúkdómum vera í lágmarki þá þurfum við að þekkja starfsstöðina og hvort hún er samþykkt.“ Kannað sé hvort starfsstöðin noti lyf eða vaxtarhvetjandi hormón. Innflutningur á kjöti sem komi frá starfsstöðvum sem noti slík lyf sé þá bannaður.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira