Sinnuleysi? Einar Benediktsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Varla geymir íþróttasagan sorglegri niðurlægingu en 7:1 sigur Þjóðverja á Brasilíumönnum. Þeir hafa talið Brasilíu „land knattspyrnunnar“, unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum og lagt í feykilegan kostnað við að bjóða keppninni heim. Þjóðin er í losti eða allsherjar reiðikasti og ekki hefði þátttaka átrúnaðargoðsins Neymar ráðið neinu. Þessi óvæntu ósköp eru sögð viðeigandi endir á brasilísku efnahagsbólunni. Lawrence Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kom í nýlegri blaðagrein til liðs við þá mörgu sem gagnrýna harðlega stefnuleysi ríkisstjórnar Obama. Hann dregur þá athyglisverðu samlíkingu, að íþróttalið sem er farið á taugum vegna ósigurs, geri mikil mistök að sækja þá ekki fram. Það sama eigi við um þjóðfélög og íþróttir. Sennilega væri ráðlegt fyrir brasilíska fótboltaliðið að reyna þetta en fá sér þó fyrst þýskan þjálfara. Sú var tíðin að Íslendingar voru haldnir þeirri ofurtrú á sjálfa sig, að þeir væru snillinga mestir á alþjóðlega fjármálasviðinu; þeirra væri að eiga og reka fræg verslunarhús og hótel í Kaupmannahöfn og London, banka og fjármálafyrirtæki. Þessum vexti var spáð öruggri framtíð eða svo sem sagt var : „You ain"t seen nothing yet.“Deyfð og aðgerðaleysi Hrunið markar vissulega þáttaskil í efnahagssögu landsins. Eftir hrunið er svo að sjá, að deyfð og aðgerðaleysi hafi gripið um sig á stjórnmálasviðinu. Óttinn við gengisfall og verðbólgu hefur væntanlega ráðið aðgerðaleysi við afnám gjaldeyrishaftanna, sem erlendir ráðgjafar kunna að bæta. En ef ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar skyldi ekki takast að ná samningum um skuldir föllnu bankanna, verður hér áfram haftabúskapur og fjármálaleg einangrun. Við þær aðstæður er þess ekki að vænta, að áhugasamir erlendir fjárfestar, að Kínverjum undanskildum, efni til þátttöku í íslensku efnahagslífi. Hvatning forseta Íslands til kínverskra ráðamanna um samskipti við Íslendinga hefur borið árangur. Óþarfi er að telja upp opinberar heimsóknir í báðar áttir, hingaðkomu mesta ísbrjóts heims, gerð oflofaðs fríverslunarsamnings, meirihlutaþátttöku kínverskra ríkisfyrirtækja í olíuleit á Drekasvæðinu og áður fyrr eign á Járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði. Þótt Huang Nubo sé ekki á afrekaskránni eins og er, verður víst ekki séð fyrir endann á því máli vegna afstöðu landeiganda nyrðra, sem vonandi eru ánægðir með að hafa lagt til jörð undir norðurljósaathuganir. Kínverjar kunna að líta svo á að hér sé „einskismannsland“ í varnar- og öryggislegu tilliti og þeir geti numið land í Finnafirði nyrðra; dulbúnir sem Þjóðverjar frá Bremen geti þeir komið þar upp risahöfn vegna umskipunar gáma frá norðurheimskauts siglingaleiðinni. Flugvöll þarf vafalaust fyrir mannaflutninga þúsunda Kínverja í námur og hvað eina á Vestur-Grænlandi því þar er þröngt um landrými til flugvallargerðar. Þá getur þurft þarna ruslahaug fyrir geislavirkan úrgang frá væntanlegri úrannámu á Austur-Grænlandi. Hin seinni ár hefur verið lögð áhersla á þá friðsamlegu sambúð í vopnalausu norðurskauti, sem eigi að blasa við. Þar sneri Pútín Rússlandsforseti illilega við blaðinu með ákvörðunum fyrr á árinu um mikla hervæðingu á norðurskautssvæði þeirra á Síberíuströndum. Og eru þeir og Kínverjar ekki að ná saman aftur og gætu þess vegna þegar fram í sækir deilt með sér aðstöðu á Íslandi? Eitthvað sagði Churchill um að sá sem það hefði, réði Norður-Atlantshafi. Þannig er þessi mikla geostrategíska lega Íslands, svo að útlensku sé slett.Ógn innan frá Við stofnun lýðveldisins 1944 voru Bandaríkjamenn fyrstir til að viðurkenna okkur sem fullgilda þjóð og styðja þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum. Vera þeirra á Íslandi frá 1941-2006 virðist hafa gert þjóðina ónæma fyrir öðru en að aðild að NATO og amerísk herstöð í Keflavík tryggðu öryggi okkar varanlega. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, var hér á ferð nýlega og áréttaði að Bandaríkin myndu ávallt standa við skuldbindingar um varnir okkar samkvæmt Varnarsamningnum frá 1951. Þá er það vissulega mikils virði, að Finnar og Svíar undir stjórn Norðmanna, taka þátt í eftirlitsflugi frá Keflavík þegar svo horfir að Evrópuþjóðirnar sjálfar, í NATO og ESB, munu í vaxandi mæli standa að eigin vörnum. En ógnin núna liggur ekki í vopnaðri árás á Ísland, heldur innan frá vegna þjóðfélagslegs sinnuleysis, sem leitt getur til þeirra umskipta að Íslendingar tapi fjárhagslegu sjálfstæði. Þar eru varnirnar í okkar höndum, okkar einna. Nú er mál til komið að ríkisstjórnin snúi af óheillabraut sinni í Evrópumálum og hefji á ný aðildarsamninga við Evrópusambandið sem frá var horfið. Aðalatriði þeirra samninga er að leita aðstoðar við að losna við gjaldeyrishöftin og leysa skuldavandann. Þetta blasir við sem verkefni þjóðhollra, árvakra stjórnmálaafla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Varla geymir íþróttasagan sorglegri niðurlægingu en 7:1 sigur Þjóðverja á Brasilíumönnum. Þeir hafa talið Brasilíu „land knattspyrnunnar“, unnið heimsmeistaratitilinn fimm sinnum og lagt í feykilegan kostnað við að bjóða keppninni heim. Þjóðin er í losti eða allsherjar reiðikasti og ekki hefði þátttaka átrúnaðargoðsins Neymar ráðið neinu. Þessi óvæntu ósköp eru sögð viðeigandi endir á brasilísku efnahagsbólunni. Lawrence Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kom í nýlegri blaðagrein til liðs við þá mörgu sem gagnrýna harðlega stefnuleysi ríkisstjórnar Obama. Hann dregur þá athyglisverðu samlíkingu, að íþróttalið sem er farið á taugum vegna ósigurs, geri mikil mistök að sækja þá ekki fram. Það sama eigi við um þjóðfélög og íþróttir. Sennilega væri ráðlegt fyrir brasilíska fótboltaliðið að reyna þetta en fá sér þó fyrst þýskan þjálfara. Sú var tíðin að Íslendingar voru haldnir þeirri ofurtrú á sjálfa sig, að þeir væru snillinga mestir á alþjóðlega fjármálasviðinu; þeirra væri að eiga og reka fræg verslunarhús og hótel í Kaupmannahöfn og London, banka og fjármálafyrirtæki. Þessum vexti var spáð öruggri framtíð eða svo sem sagt var : „You ain"t seen nothing yet.“Deyfð og aðgerðaleysi Hrunið markar vissulega þáttaskil í efnahagssögu landsins. Eftir hrunið er svo að sjá, að deyfð og aðgerðaleysi hafi gripið um sig á stjórnmálasviðinu. Óttinn við gengisfall og verðbólgu hefur væntanlega ráðið aðgerðaleysi við afnám gjaldeyrishaftanna, sem erlendir ráðgjafar kunna að bæta. En ef ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar skyldi ekki takast að ná samningum um skuldir föllnu bankanna, verður hér áfram haftabúskapur og fjármálaleg einangrun. Við þær aðstæður er þess ekki að vænta, að áhugasamir erlendir fjárfestar, að Kínverjum undanskildum, efni til þátttöku í íslensku efnahagslífi. Hvatning forseta Íslands til kínverskra ráðamanna um samskipti við Íslendinga hefur borið árangur. Óþarfi er að telja upp opinberar heimsóknir í báðar áttir, hingaðkomu mesta ísbrjóts heims, gerð oflofaðs fríverslunarsamnings, meirihlutaþátttöku kínverskra ríkisfyrirtækja í olíuleit á Drekasvæðinu og áður fyrr eign á Járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði. Þótt Huang Nubo sé ekki á afrekaskránni eins og er, verður víst ekki séð fyrir endann á því máli vegna afstöðu landeiganda nyrðra, sem vonandi eru ánægðir með að hafa lagt til jörð undir norðurljósaathuganir. Kínverjar kunna að líta svo á að hér sé „einskismannsland“ í varnar- og öryggislegu tilliti og þeir geti numið land í Finnafirði nyrðra; dulbúnir sem Þjóðverjar frá Bremen geti þeir komið þar upp risahöfn vegna umskipunar gáma frá norðurheimskauts siglingaleiðinni. Flugvöll þarf vafalaust fyrir mannaflutninga þúsunda Kínverja í námur og hvað eina á Vestur-Grænlandi því þar er þröngt um landrými til flugvallargerðar. Þá getur þurft þarna ruslahaug fyrir geislavirkan úrgang frá væntanlegri úrannámu á Austur-Grænlandi. Hin seinni ár hefur verið lögð áhersla á þá friðsamlegu sambúð í vopnalausu norðurskauti, sem eigi að blasa við. Þar sneri Pútín Rússlandsforseti illilega við blaðinu með ákvörðunum fyrr á árinu um mikla hervæðingu á norðurskautssvæði þeirra á Síberíuströndum. Og eru þeir og Kínverjar ekki að ná saman aftur og gætu þess vegna þegar fram í sækir deilt með sér aðstöðu á Íslandi? Eitthvað sagði Churchill um að sá sem það hefði, réði Norður-Atlantshafi. Þannig er þessi mikla geostrategíska lega Íslands, svo að útlensku sé slett.Ógn innan frá Við stofnun lýðveldisins 1944 voru Bandaríkjamenn fyrstir til að viðurkenna okkur sem fullgilda þjóð og styðja þátttöku Íslands í Sameinuðu þjóðunum. Vera þeirra á Íslandi frá 1941-2006 virðist hafa gert þjóðina ónæma fyrir öðru en að aðild að NATO og amerísk herstöð í Keflavík tryggðu öryggi okkar varanlega. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, var hér á ferð nýlega og áréttaði að Bandaríkin myndu ávallt standa við skuldbindingar um varnir okkar samkvæmt Varnarsamningnum frá 1951. Þá er það vissulega mikils virði, að Finnar og Svíar undir stjórn Norðmanna, taka þátt í eftirlitsflugi frá Keflavík þegar svo horfir að Evrópuþjóðirnar sjálfar, í NATO og ESB, munu í vaxandi mæli standa að eigin vörnum. En ógnin núna liggur ekki í vopnaðri árás á Ísland, heldur innan frá vegna þjóðfélagslegs sinnuleysis, sem leitt getur til þeirra umskipta að Íslendingar tapi fjárhagslegu sjálfstæði. Þar eru varnirnar í okkar höndum, okkar einna. Nú er mál til komið að ríkisstjórnin snúi af óheillabraut sinni í Evrópumálum og hefji á ný aðildarsamninga við Evrópusambandið sem frá var horfið. Aðalatriði þeirra samninga er að leita aðstoðar við að losna við gjaldeyrishöftin og leysa skuldavandann. Þetta blasir við sem verkefni þjóðhollra, árvakra stjórnmálaafla.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar