Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er reiðubúin að hefja aftur aðildarviðræður við Ísland, kjósi Íslendingar að gera það. Þetta kemur fram í svari sendiráðs ESB við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Í svarinu er bent á að aðildarviðræðum hafi verið frestað í maí 2013 að ósk ríkisstjórnar Íslands.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði við fréttastofu í gær að hann túlkaði yfirlýsingu Jean-Claude Junker, nýjörins forseta framkvæmdastjórnar ESB, um fimm ára hlé á frekari stækkun sambandsins, sem svo að þar með væri aðildarferli Íslands að sambandinu formlega lokið.
„Mér sýnist að það megi túlka þetta þannig að Juncker sé að loka málinu,“ sagði Gunnar Bragi.
Svar sendiráðsins er í takt við ítrekaðar yfirlýsingar frá ráðamönnum ESB, svo sem Stefan Füle stækkunarstjóra um að sambandið hafi ekki sett aðildarferli Íslands nein tímamörk.
Framhaldið er í höndum Íslands

Tengdar fréttir

Aðildarviðræður gætu hafist á ný
Sendiráð ESB á Íslandi áréttar að framkvæmdastjórn ESB sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland, komi um það ósk héðan. Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar segir ný ríki ekki bætast við næstu fimm ár.