Fyrirgefning í stað hefndar Elín Hirst skrifar 23. júlí 2014 07:00 Óhugnanlegri atburðir eiga sér nú stað fyrir botni Miðjarðarhafs en orð fá lýst. Mörg hundruð óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, þar á meðal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakanna er eins og oft áður hefnd. Í þetta sinn vegna morða á þremur ísraelskum ungmennum í júnímánuði. Þessir atburðir hafa haft sterk áhrif á íslenska þjóðarsál. Flest erum við þannig af guði gerð að við viljum hjálpa og koma góðu til leiðar, en upplifum okkur eðlilega vanmáttug í harðvítugum milliríkjadeilum eins og þessari. Er það nokkuð skrýtið þegar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistekst að miðla málum og Bandaríkjamenn sem og önnur stórveldi standa ráðþrota vegna deilunnar. Árið 2011 urðu Íslendingar fyrstir vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis. Þar kvað við nýjan tón á Vesturlöndum í stuðningi við þetta undirokaða ríki sem vert er að vera stoltur af. Íslensk stjórnvöld hafa einnig brugðist hart við þeim átökum sem nú geisa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af átökunum og harmað að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa. Hann fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það sé skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verði árásum á Ísrael að linna þegar í stað. Nýjustu fregnir eru að íslensk stjórnvöld ætli að verja tólf milljónum króna til neyðaraðstoðar á Gasa, en yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Þá hefur verið boðað til aukafundar í utanríkismálanefnd Alþingis og er það von mín að nefndin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa máls á næstu dögum. Við það tækifæri ættu þingmenn að slá nýjan tón alveg eins og þegar Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með því að hvetja Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að fara leið Nelsons Mandela í Suður-Afríku; að skapa frið með fyrirgefningu í stað hefndar. Það er eina færa leiðin. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Ingólfstorg í dag klukkan 17 til þess að sýna samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Elín Hirst Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Óhugnanlegri atburðir eiga sér nú stað fyrir botni Miðjarðarhafs en orð fá lýst. Mörg hundruð óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, þar á meðal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakanna er eins og oft áður hefnd. Í þetta sinn vegna morða á þremur ísraelskum ungmennum í júnímánuði. Þessir atburðir hafa haft sterk áhrif á íslenska þjóðarsál. Flest erum við þannig af guði gerð að við viljum hjálpa og koma góðu til leiðar, en upplifum okkur eðlilega vanmáttug í harðvítugum milliríkjadeilum eins og þessari. Er það nokkuð skrýtið þegar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistekst að miðla málum og Bandaríkjamenn sem og önnur stórveldi standa ráðþrota vegna deilunnar. Árið 2011 urðu Íslendingar fyrstir vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis. Þar kvað við nýjan tón á Vesturlöndum í stuðningi við þetta undirokaða ríki sem vert er að vera stoltur af. Íslensk stjórnvöld hafa einnig brugðist hart við þeim átökum sem nú geisa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af átökunum og harmað að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa. Hann fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það sé skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verði árásum á Ísrael að linna þegar í stað. Nýjustu fregnir eru að íslensk stjórnvöld ætli að verja tólf milljónum króna til neyðaraðstoðar á Gasa, en yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Þá hefur verið boðað til aukafundar í utanríkismálanefnd Alþingis og er það von mín að nefndin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa máls á næstu dögum. Við það tækifæri ættu þingmenn að slá nýjan tón alveg eins og þegar Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með því að hvetja Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að fara leið Nelsons Mandela í Suður-Afríku; að skapa frið með fyrirgefningu í stað hefndar. Það er eina færa leiðin. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Ingólfstorg í dag klukkan 17 til þess að sýna samstöðu.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar