Kanar eru ólmir í að gifta sig á Íslandi Kristjana Arnarsdóttir skrifar 28. júlí 2014 10:30 Það er nóg að gera hjá hjónunum Chris og Ann Peters en þau fá að meðaltali fimm fyrirspurnir um brúðkaup á Íslandi á viku hverri. MYND/Úr einkasafni „Í hverri viku fáum við að minnsta kosti fimm fyrirspurnir frá pörum sem vilja koma til Íslands og gifta sig,“ segir bandaríski ljósmyndarinn Ann Peters, en Ann og eiginmaður hennar, Chris, reka vefsíðuna Icelandweddingplanner.com. Hjónin giftu sig hér á landi árið 2012 og segir Ann að hugmyndin að vefsíðunni hafi kviknað í kjölfarið. „Við rákum þegar fyrirtæki sem sneri að brúðkaupsljósmyndun og skipulögðum ferðum en eftir okkar eigið brúðkaup ákváðum við að leggja áhersluna á brúðkaup á Íslandi með amerísku ívafi.“ Hún segir að flest þau pör sem setji sig í samband við fyrirtækið vilji komast í snertingu við hið ótrúlega landslag sem hér er að finna. „Ísland er eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að sjá jökla, eldfjöll, fossa, svarta sanda, hella og torfbæi á einum degi!“ Ann og Chris hafa þegar náð að sinna fjölmörgum brúðkaupum hér á landi það sem af er ári og myndaði Ann brúðhjónin víða um land, þar á meðal á Mýrdalsjökli, í Reynisfjöru, við Jökulsárlón og á Úlfljótsvatni.Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur segir að hún fái reglulega fyrirspurnir frá erlendum pörum sem vilja aðstoð við að undirbúa brúðkaup hér á landi. „Ég hef því miður ekki getað sinnt þessum brúðkaupum enda er ég í nægum verkefnum. En fyrirspurnirnar eru það margar að ég er komin með staðlað bréf sem ég sendi til baka. Þetta virðist vera orðið voðalega vinsælt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Í hverri viku fáum við að minnsta kosti fimm fyrirspurnir frá pörum sem vilja koma til Íslands og gifta sig,“ segir bandaríski ljósmyndarinn Ann Peters, en Ann og eiginmaður hennar, Chris, reka vefsíðuna Icelandweddingplanner.com. Hjónin giftu sig hér á landi árið 2012 og segir Ann að hugmyndin að vefsíðunni hafi kviknað í kjölfarið. „Við rákum þegar fyrirtæki sem sneri að brúðkaupsljósmyndun og skipulögðum ferðum en eftir okkar eigið brúðkaup ákváðum við að leggja áhersluna á brúðkaup á Íslandi með amerísku ívafi.“ Hún segir að flest þau pör sem setji sig í samband við fyrirtækið vilji komast í snertingu við hið ótrúlega landslag sem hér er að finna. „Ísland er eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að sjá jökla, eldfjöll, fossa, svarta sanda, hella og torfbæi á einum degi!“ Ann og Chris hafa þegar náð að sinna fjölmörgum brúðkaupum hér á landi það sem af er ári og myndaði Ann brúðhjónin víða um land, þar á meðal á Mýrdalsjökli, í Reynisfjöru, við Jökulsárlón og á Úlfljótsvatni.Fríða María Harðardóttir förðunarfræðingur segir að hún fái reglulega fyrirspurnir frá erlendum pörum sem vilja aðstoð við að undirbúa brúðkaup hér á landi. „Ég hef því miður ekki getað sinnt þessum brúðkaupum enda er ég í nægum verkefnum. En fyrirspurnirnar eru það margar að ég er komin með staðlað bréf sem ég sendi til baka. Þetta virðist vera orðið voðalega vinsælt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira