Styðja við fórnarlömb á Gasa með tónlist Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 12:00 Klara Arnalds, söngkona Boogie Trouble, vill styðja við fórnarlömb á Gasa og hefur fundið fyrir miklum vanmætti. Fréttablaðið/Arnþór Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir styrktartónleikum fyrir íbúa Gasa á Kex í kvöld klukkan hálf sjö. Hljómsveitin Boogie Trouble er á meðal þeirra sem koma fram af þessu tilefni. „Við vorum flest meira en tilbúin til að taka þátt,“ segir Klara Arnalds, söngkona sveitarinnar. „Svo tilbúin að ekkert okkar kíkti á dagatalið sitt áður en við sögðum já.“ Árásir Ísraelsmanna á Gasa hófust af miklum þunga 8. júlí síðastliðinn og hefur hlotist af þeim gríðarlega mikið mannfall og eignatjón. „Það hafa dunið á manni svo hrikalegar fréttir og maður hefur fundið fyrir svo miklum vanmætti að geta ekkert gert,“ útskýrir Klara. „Það er því óskastaða að fá að gera það sem maður er bestur í til þess að styðja við fórnarlömbin á svæðinu að einhverju leyti.“ Aðgangseyrir er 1.500 krónur og rennur hann óskiptur til neyðarsöfnunar handa íbúum á Gasasvæðinu. Auk Boogie Trouble koma fram Mammút, Sóley, For a Minor Reflection, Soffía Björg og Hellvar. Gasa Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir styrktartónleikum fyrir íbúa Gasa á Kex í kvöld klukkan hálf sjö. Hljómsveitin Boogie Trouble er á meðal þeirra sem koma fram af þessu tilefni. „Við vorum flest meira en tilbúin til að taka þátt,“ segir Klara Arnalds, söngkona sveitarinnar. „Svo tilbúin að ekkert okkar kíkti á dagatalið sitt áður en við sögðum já.“ Árásir Ísraelsmanna á Gasa hófust af miklum þunga 8. júlí síðastliðinn og hefur hlotist af þeim gríðarlega mikið mannfall og eignatjón. „Það hafa dunið á manni svo hrikalegar fréttir og maður hefur fundið fyrir svo miklum vanmætti að geta ekkert gert,“ útskýrir Klara. „Það er því óskastaða að fá að gera það sem maður er bestur í til þess að styðja við fórnarlömbin á svæðinu að einhverju leyti.“ Aðgangseyrir er 1.500 krónur og rennur hann óskiptur til neyðarsöfnunar handa íbúum á Gasasvæðinu. Auk Boogie Trouble koma fram Mammút, Sóley, For a Minor Reflection, Soffía Björg og Hellvar.
Gasa Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira