Alþjóðleg flugfélög ekki verið í sambandi við Isavia Svavar Hávarðsson skrifar 20. ágúst 2014 09:18 Eldfjallið Bárðarbunga séð úr suðri í gærmorgun, eldvirka svæðið í baksýn þar sem sjá má Dyngjujökul og Trölladyngju. mynd/ómar ragnarsson Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864. Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Ákveðið var í gær að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kringum Bárðarbungu. Ríkislögreglustjóri hækkaði viðbúnaðarstig sitt og lýsti yfir hættustigi almannavarna síðdegis í samræmi við mat vísindamanna. Skjálftavirknin, sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst, hefur nú færst að mestu undir norðaustanverðan Dyngjujökul. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150-600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn mundi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er stöðug og jarðskjálftarnir skipta orðið þúsundum frá því um helgina. Landsvirkjun hefur yfirfarið viðbragðsáætlanir sínar, en í tilfelli eldgoss í Bárðarbungu er talið ólíklegt að flóð berist að vatnasviðum aflstöðva Landsvirkjunar. Í ljósi óvissu um hvar eldgos getur brotist út var ákveðið um helgina að auka vöktun með innrennsli í miðlunarlón á vatnasviði aflstöðva á Þjórsár- og Tungnaársvæði og vatnasviði Fljótsdalsstöðvar, en ekki hefur orðið vart við óvenjulegt eða aukið innrennsli í miðlunarlón. Í hönnunarforsendum fyrir Hágöngumiðlun, sem er efsta miðlunin á svæðinu, var tekið tillit til mögulegs hamfaraflóðs á vatnasviði hennar. Til að auka öryggi enn frekar var ákveðið um helgina að lækka vatnsborð miðlunarinnar með því að opna botnrás og hleypa vatni niður farveg Köldukvíslar til Þórisvatns. Þannig er sköpuð aukin rýmd í Hágöngumiðlun til að taka við auknu rennsli. Fjarskiptafyrirtækið Míla vinnur eftir neyðaráætlun sem ræst var um leið og grunur vaknaði um mögulegar náttúruhamfarir. Sérstaklega var farið yfir legu fjarskiptalagna og skoðað er hver séu möguleg áhrif t.d. flóðbylgna á fjarskipti Mílu. Fyrirtækið hefur búnað á lykilstöðum á landinu til þess að tengja ljósleiðara skyldi hann slitna, en einnig færanlegar varaaflstöðvar ef fyrirsjáanleg eru rof á varaafli. Fari flóð niður Jökulsá á Fjöllum eru líkur á því að rof geti orðið á þeim ljósleiðarasamböndum en ólíklegt að það muni valda miklum töfum á almennu fjarskiptasambandi þar sem landið er hringtengt, segir í svörum fyrirtækisins. Frá Isavia fengust þær upplýsingar að alþjóðleg flugfélög hafa ekki sett sig sérstaklega í samband vegna óróans. Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) sendu hins vegar tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi.Tölulegar staðreyndirJökull: Vatnajökull (8.000 ferkílómetrar)Lengd: 180-190 kílómetrarBreidd: 10-25 kílómetrarMegineldstöð: Hálendi undir Bárðarbungu (tæplega 1.900 metra yfir sjávarmáli)Askja: 60-70 ferkílómetrar. Mesta lengd 11 kílómetrar.Eldgos: Nálægt 100 eldgos eða goshrinur sl. 10.000 ár. Síðast í jökli á 15. og 18. öld en á auðu landi um 870, 1477 og 1862-1864.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Smala fé snemma í Kelduhverfi "Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur" 20. ágúst 2014 09:18 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira