Vonar að adrenalínið gleypi sársaukann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2014 06:00 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körufboltalandsliðsins ætlar að vera með í kvöld þegar liðið mætir Bosníumönnum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Vísir/Andri Marinó Mikilvægi kvöldsins fyrir íslenskan körfubolta verður seint metið til fulls. Íslenska karlalandsliðið á þá möguleika á því að tryggja sér farseðil á stórmót í fyrsta sinn í sögunni og það er þegar orðið ljóst að kvöldið verður sögulegt enda Höllin troðfull í fyrsta sinn á körfuboltalandsleik. „Ég var eiginlega búinn að búast við því. Ég er búinn að finna fyrir miklum stuðningi og miklum áhuga í kringum liðið síðan við komum heim frá London. Það kemur því ekki á óvart að fólk ætli að svara kallinu og mæta hingað á morgun til að upplifa spennandi leik og mikla stemningu,“ segir Jón Arnór Stefánsson en hverju breytir full höll fyrir íslenska liðið?Meiri læti og miklu meira undir „Það verða aðeins meiri læti og miklu meira undir. Það verður allt annað spennustig en maður er í þessu til þess að spila þessa stóru leiki,“ segir Jón Arnór og liðið verður að halda sig á jörðinni. „Við þurfum að einbeita okkur að leikplaninu og halda okkur á jörðinni. Við þurfum að hugsa um leikinn og reyna að gera sem best í honum til að ná sem bestum úrslitum. Við þurfum að hafa fókusinn á því en allt hitt er síðan bara bónus,“ segir Jón Arnór um möguleikann á að rétt úrslit komi liðinu á EM. Fréttir bárust frá Bosníu að NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic komi ekki til Íslands. „Það kallar bara á extra einbeitingu. Við þurfum að vera enn meira á tánum því þeir eru bara hættulegri fyrir vikið ef hann er ekki með. Það vill oft gerast að þegar svona lykilmenn detta út þá stíga menn upp og það verður til allt öðru vísi „fílingur“ í liðinu. Menn spila kannski aðeins betur,“ segir Jón Arnór en það munaði minnstu að fyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti ekki spilað í kvöld. „Okkar Teletovic er tæpur í ökklanum en hann ætlar að taka slaginn með okkur. Hann er náttúrulega rosalega mikilvægur fyrir okkur og eiginlega eini leikmaðurinn sem við megum ekki missa. Við getum eiginlega ekki fyllt hans skarð því það getur enginn. Það skiptir engu máli þótt ég sé ekki með eða einhver annar. Hans staða er sú mikilvægasta á vellinum og hann er okkar mikilvægasti leikmaður,“ segir Jón Arnór um Hlyn. En hver er staðan á Hlyni?Ökklinn ekki alveg eins góður og hann vonaðist til „Ökklinn er ekki alveg eins góður og ég var að vonast til. Við höfum enn einn sólarhring og ég vona að hann batni aðeins meira,“ sagði Hlynur Bæringsson á æfingu liðsins í gær. „Ég gat skokkað á æfingu í gær en gat ekki tekið neina hliðarhreyfingar eða körfuboltahreyfingar. Það var allt í lagi en svolítill sársauki enn þá frá honum. Ég vonast til þess að adrenalínið gleypi þetta og að þá verði þetta allt í góðu,“ segir Hlynur og hann treystir hinum strákunum í liðinu til að hjálpa enn meira í þessum leik. „Ég myndi sleppa leiknum ef ég væri að gera einhvern skaða. Ef ég væri mínus inni á vellinum þá myndi ég frekar sleppa því að spila. Ég held að ég geti gert eitthvað gagn. Ef svo fer að ég spila lítið þá er eins dauði annað brauð. Þá tekur bara einhver annar við. Við sýndum breiddina í Bosníu þar sem bekkurinn spilaði meira. Þá spiluðu þessir strákar vel og það gæti verið svolítið stórt á morgun. Það er svolítið annað að koma inn í svona leik eftir að hafa átt að minnsta kosti eitt gott móment í Bosníuleiknum í stað þess að hafa ekkert komið inn á. Ég hef fulla trú á því að þeir komi sterkir inn ef þess þarf,“ segir Hlynur. Frábær sigur á Bretum úti í London kom íslenska liðinu í frábæra stöðu fyrir lokaleikinn og svo gæti farið að liðið megi tapa í kvöld. Það eina sem er öruggt er að liðið tryggir sig endanlega inn á EM með sigri. Tapist leikurinn taka við alls kyns útreikningar.Enn sætara að klára þetta sjálfir „Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu. Við ætlum ekki að þurfa að treysta á Letta eða Hollendinga eða hverja sem við þurfum til því við ætlum að reyna að gera þetta sjálfir. Það væri líka enn þá sætara að komast þannig á EM,“ segir Hlynur Bæringsson. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Mikilvægi kvöldsins fyrir íslenskan körfubolta verður seint metið til fulls. Íslenska karlalandsliðið á þá möguleika á því að tryggja sér farseðil á stórmót í fyrsta sinn í sögunni og það er þegar orðið ljóst að kvöldið verður sögulegt enda Höllin troðfull í fyrsta sinn á körfuboltalandsleik. „Ég var eiginlega búinn að búast við því. Ég er búinn að finna fyrir miklum stuðningi og miklum áhuga í kringum liðið síðan við komum heim frá London. Það kemur því ekki á óvart að fólk ætli að svara kallinu og mæta hingað á morgun til að upplifa spennandi leik og mikla stemningu,“ segir Jón Arnór Stefánsson en hverju breytir full höll fyrir íslenska liðið?Meiri læti og miklu meira undir „Það verða aðeins meiri læti og miklu meira undir. Það verður allt annað spennustig en maður er í þessu til þess að spila þessa stóru leiki,“ segir Jón Arnór og liðið verður að halda sig á jörðinni. „Við þurfum að einbeita okkur að leikplaninu og halda okkur á jörðinni. Við þurfum að hugsa um leikinn og reyna að gera sem best í honum til að ná sem bestum úrslitum. Við þurfum að hafa fókusinn á því en allt hitt er síðan bara bónus,“ segir Jón Arnór um möguleikann á að rétt úrslit komi liðinu á EM. Fréttir bárust frá Bosníu að NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic komi ekki til Íslands. „Það kallar bara á extra einbeitingu. Við þurfum að vera enn meira á tánum því þeir eru bara hættulegri fyrir vikið ef hann er ekki með. Það vill oft gerast að þegar svona lykilmenn detta út þá stíga menn upp og það verður til allt öðru vísi „fílingur“ í liðinu. Menn spila kannski aðeins betur,“ segir Jón Arnór en það munaði minnstu að fyrirliðinn Hlynur Bæringsson gæti ekki spilað í kvöld. „Okkar Teletovic er tæpur í ökklanum en hann ætlar að taka slaginn með okkur. Hann er náttúrulega rosalega mikilvægur fyrir okkur og eiginlega eini leikmaðurinn sem við megum ekki missa. Við getum eiginlega ekki fyllt hans skarð því það getur enginn. Það skiptir engu máli þótt ég sé ekki með eða einhver annar. Hans staða er sú mikilvægasta á vellinum og hann er okkar mikilvægasti leikmaður,“ segir Jón Arnór um Hlyn. En hver er staðan á Hlyni?Ökklinn ekki alveg eins góður og hann vonaðist til „Ökklinn er ekki alveg eins góður og ég var að vonast til. Við höfum enn einn sólarhring og ég vona að hann batni aðeins meira,“ sagði Hlynur Bæringsson á æfingu liðsins í gær. „Ég gat skokkað á æfingu í gær en gat ekki tekið neina hliðarhreyfingar eða körfuboltahreyfingar. Það var allt í lagi en svolítill sársauki enn þá frá honum. Ég vonast til þess að adrenalínið gleypi þetta og að þá verði þetta allt í góðu,“ segir Hlynur og hann treystir hinum strákunum í liðinu til að hjálpa enn meira í þessum leik. „Ég myndi sleppa leiknum ef ég væri að gera einhvern skaða. Ef ég væri mínus inni á vellinum þá myndi ég frekar sleppa því að spila. Ég held að ég geti gert eitthvað gagn. Ef svo fer að ég spila lítið þá er eins dauði annað brauð. Þá tekur bara einhver annar við. Við sýndum breiddina í Bosníu þar sem bekkurinn spilaði meira. Þá spiluðu þessir strákar vel og það gæti verið svolítið stórt á morgun. Það er svolítið annað að koma inn í svona leik eftir að hafa átt að minnsta kosti eitt gott móment í Bosníuleiknum í stað þess að hafa ekkert komið inn á. Ég hef fulla trú á því að þeir komi sterkir inn ef þess þarf,“ segir Hlynur. Frábær sigur á Bretum úti í London kom íslenska liðinu í frábæra stöðu fyrir lokaleikinn og svo gæti farið að liðið megi tapa í kvöld. Það eina sem er öruggt er að liðið tryggir sig endanlega inn á EM með sigri. Tapist leikurinn taka við alls kyns útreikningar.Enn sætara að klára þetta sjálfir „Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu. Við ætlum ekki að þurfa að treysta á Letta eða Hollendinga eða hverja sem við þurfum til því við ætlum að reyna að gera þetta sjálfir. Það væri líka enn þá sætara að komast þannig á EM,“ segir Hlynur Bæringsson.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn