Allt kostar þetta peninga Guðríður Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun