Er íslenskt endilega alltaf best? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. september 2014 07:00 Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Haustinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila um leið góðri stöðu í kassanum. Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá leikhússins. Uppistaðan eru ýmist verk sem byggð eru á vinsælum skáldsögum, sem treysta má að fólk vilji sjá lifna við á leiksviðinu, eða gamlir standardar eins og Fjalla-Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn á milli eru vissulega áhugaverð ný verk, en hafi meiningin verið að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur verkefnavalið furðu. Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús, sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga landsmanna á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeinsturni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um „heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskuldsdóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur og aftur…fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er staðreynd.“ Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr heimi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun