„Dæmið er rangt, niðurstaðan rétt“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. september 2014 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina að helga mér og skoðunum mínum nokkurn hluta þáttarins án þess þó að leyfa mér að taka þátt. Þekkt er að erfitt er að eiga orðastað við fjarstatt fólk. Í leiðara Fréttablaðsins í gær bætir hann svo um betur og leggur út af gagnrýni Margrétar Kristmannsdóttur kaupkonu í nefndum þætti og kemst að því að dæmi sem ég tók í nýlegri grein minni sé kolrangt. Fyrst af öllu gleðst ég yfir því að vöruverð á Íslandi og þróun þess sé komin á dagskrá. Það er löngu tímabært að tekin sé vönduð umræða um vöruverð og rekstur verslunar því hvort tveggja hefur mikil áhrif á afkomu okkar allra. Fyrst af öllu um þá fullyrðingu að 5% verðlækkun innfluttra vara lækki vísitölu neysluverðs um 2%. Innflutt vara vegur um 35% af neysluvísitölunni, 5% lækkun hennar lækkar vísitölu neysluverðs um 2%. Þessi niðurstaða er fengin með aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Verðtryggð lán heimilanna nema nú 1700 milljörðum, 2% af þeirri upphæð eru 34 milljarðar. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki. Önnur fullyrðing sem fram kom í grein minni fór fyrir brjóstið á kaupkonunni. Það er að styrking krónu skili sér ekki inn í vöruverð en veiking skili sér strax. Þessi fullyrðing er komin frá starfsmanni greiningarfyrirtækis sem hefur það að aðalstarfi að fylgjast með verðbreytingum og áhrifum þeirra. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki.Nægir ekki sem afsökun Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst um 13% að meðaltali gagnvart helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur vörukarfa í íslenskum verslunum hækkað að undanteknum verslunum Bónuss þar sem hún hefur lækkað um 3%. Launahækkanir sem vitnað var til eru væntanlega 2,85%. Ekki nægir það sem afsökun fyrir að lækka ekki vöruverð. Kaupkonan sagði verð birgja í útlöndum hækka tvisvar á ári. Samt er verðbólga í evruríkjunum í sögulegu lágmarki, í kringum hálft prósent. Íslensk verslun hlýtur að njóta stórum verri kjara en verslun í Evrópu samkvæmt þessu. Hvað ætli valdi því? Nú er rétt að benda á góðu fréttirnar. IKEA treystir sér til að lækka vöruverð um 5% væntanlega vegna þess að sænsk króna hefur veikst gagnvart íslenskri um rúm 16% síðan í febrúar í fyrra. Þessu ber að fagna þó skrefið sé stutt. Hvað dvelur önnur verslunarfyrirtæki? Ritstjórinn hvetur þann sem hér ritar að taka til hendinni á Alþingi. Ég þakka hvatninguna en það þarf ekki að hvetja þennan þingmann. Þessi þingmaður hyggst beita sér fyrir bættum samkeppnislögum. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem ætlar að taka til í ríkisrekstri, að hafa hér hallalaus fjárlög, að bæta hagstjórn. Jú, niðurstaðan var rétt en dæmið alls ekki rangt. Ég hvet ritstjórann til áframhaldandi umfjöllunar um vöruverð og verslun, gjarnan frá öllum hliðum. Full þörf er á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina að helga mér og skoðunum mínum nokkurn hluta þáttarins án þess þó að leyfa mér að taka þátt. Þekkt er að erfitt er að eiga orðastað við fjarstatt fólk. Í leiðara Fréttablaðsins í gær bætir hann svo um betur og leggur út af gagnrýni Margrétar Kristmannsdóttur kaupkonu í nefndum þætti og kemst að því að dæmi sem ég tók í nýlegri grein minni sé kolrangt. Fyrst af öllu gleðst ég yfir því að vöruverð á Íslandi og þróun þess sé komin á dagskrá. Það er löngu tímabært að tekin sé vönduð umræða um vöruverð og rekstur verslunar því hvort tveggja hefur mikil áhrif á afkomu okkar allra. Fyrst af öllu um þá fullyrðingu að 5% verðlækkun innfluttra vara lækki vísitölu neysluverðs um 2%. Innflutt vara vegur um 35% af neysluvísitölunni, 5% lækkun hennar lækkar vísitölu neysluverðs um 2%. Þessi niðurstaða er fengin með aðstoð starfsmanna Hagstofunnar. Verðtryggð lán heimilanna nema nú 1700 milljörðum, 2% af þeirri upphæð eru 34 milljarðar. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki. Önnur fullyrðing sem fram kom í grein minni fór fyrir brjóstið á kaupkonunni. Það er að styrking krónu skili sér ekki inn í vöruverð en veiking skili sér strax. Þessi fullyrðing er komin frá starfsmanni greiningarfyrirtækis sem hefur það að aðalstarfi að fylgjast með verðbreytingum og áhrifum þeirra. Rangt dæmi. Það held ég hreint ekki.Nægir ekki sem afsökun Undanfarin misseri hefur íslenska krónan styrkst um 13% að meðaltali gagnvart helstu viðskiptamyntum. Á sama tíma hefur vörukarfa í íslenskum verslunum hækkað að undanteknum verslunum Bónuss þar sem hún hefur lækkað um 3%. Launahækkanir sem vitnað var til eru væntanlega 2,85%. Ekki nægir það sem afsökun fyrir að lækka ekki vöruverð. Kaupkonan sagði verð birgja í útlöndum hækka tvisvar á ári. Samt er verðbólga í evruríkjunum í sögulegu lágmarki, í kringum hálft prósent. Íslensk verslun hlýtur að njóta stórum verri kjara en verslun í Evrópu samkvæmt þessu. Hvað ætli valdi því? Nú er rétt að benda á góðu fréttirnar. IKEA treystir sér til að lækka vöruverð um 5% væntanlega vegna þess að sænsk króna hefur veikst gagnvart íslenskri um rúm 16% síðan í febrúar í fyrra. Þessu ber að fagna þó skrefið sé stutt. Hvað dvelur önnur verslunarfyrirtæki? Ritstjórinn hvetur þann sem hér ritar að taka til hendinni á Alþingi. Ég þakka hvatninguna en það þarf ekki að hvetja þennan þingmann. Þessi þingmaður hyggst beita sér fyrir bættum samkeppnislögum. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem hefur afnám verðtryggingar á stefnuskrá sinni. Þessi þingmaður styður ríkisstjórn sem ætlar að taka til í ríkisrekstri, að hafa hér hallalaus fjárlög, að bæta hagstjórn. Jú, niðurstaðan var rétt en dæmið alls ekki rangt. Ég hvet ritstjórann til áframhaldandi umfjöllunar um vöruverð og verslun, gjarnan frá öllum hliðum. Full þörf er á!
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar