Bílastæði Smáralindar breytist í bílabíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2014 11:30 Jóhann Alfreð hlakkar til að ferðast aftur í tímann. „Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira