Fiff og feluleikir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. september 2014 09:30 Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun