Ung kona með heila – GISP! Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. september 2014 10:00 Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Watson vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar, útlit og ungur aldur sem veldur þessum viðbrögðum. Tuttugu og fjögurra ára kvenkyns Hollywood-stjarna, fyrrverandi barnastjarna meira að segja, sem getur hugsað heila hugsun og þorir að setja hana fram þykir sem sagt afspyrnu fréttnæmt fyrirbæri. Hefði ræðuhaldarinn verið þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft? Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust einhverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials, fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst. Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðuhefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin forsendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Emma Watson, stjarnan úr Harry Potter-myndunum, ýtti úr vör átaki UN Women, HeForShe, með ræðu um nauðsyn á jafnræði í umræðu um jafnrétti kynjanna á laugardaginn. Átakið gengur út á það að virkja einn milljarð karlmanna í baráttunni gegn kynjamismunun. Ræða Watson vakti heimsathygli og varla til sá fjölmiðill í hinum vestræna heimi sem ekki hefur slegið henni upp í helstu fréttum. Ástæðan er þó varla sú að ræðan hafi innihaldið einhver ný sannindi, þar var satt best að segja ekkert að finna sem ekki hefur margsinnis verið tönnlast á áður. Nei, það hlýtur að vera frægð leikkonunnar, útlit og ungur aldur sem veldur þessum viðbrögðum. Tuttugu og fjögurra ára kvenkyns Hollywood-stjarna, fyrrverandi barnastjarna meira að segja, sem getur hugsað heila hugsun og þorir að setja hana fram þykir sem sagt afspyrnu fréttnæmt fyrirbæri. Hefði ræðuhaldarinn verið þekktur femínisti á sextugsaldri, til dæmis, hefði varla nokkur fjölmiðill nennt að slá því upp að henni fyndist jafnrétti kynjanna snerta bæði kynin. Segir það sig ekki líka sjálft? Það er mikið talað um æskudýrkun samtímans og eflaust einhverjir sem vilja flokka þessa athygli sem ræða Watson fær sem enn eitt dæmið um hana. En sé dæmið sett í samhengi við þá umfjöllun sem ungt fólk fær sem vitsmunaverur og aktívistar er mun nær að flokka athyglina sem furðu yfir því að konan skuli yfirhöfuð hafa heila. Hver umfjöllunin um svokallaða millennials, fólk sem var unglingar eða börn um aldamótin, rekur aðra og útgangspunktur þeirra flestra er að Y-kynslóðin, eins og þessi aldurshópur er líka kallaður, sé sjálfhverf, löt, tölvu- og klámsjúk og hafi engan áhuga á þjóðfélagsmálum. Það vakti mikla athygli í undanfara sjálfstæðiskosninganna í Skotlandi hversu ungt fólk lét sig málið miklu skipta, þar sem almannarómurinn segir að það hafi ekki áhuga á pólitík, og hér heima má nánast daglega lesa einhverja hrokafulla athugasemd í bloggum eða Facebook-statusum um „fréttabörnin“ sem ekkert kunna og ekkert skilja og eru víst að leggja íslenska fjölmiðlun í rúst. Kynslóðin sem umræðunni stjórnar, aðallega fólk á fimmtugs-, sextugs- og sjötugsaldri, virðist engan veginn skilja það að meint áhugaleysi ungu kynslóðarinnar á samfélagsmálum og pólitík er ekki áhugaleysi á þeim málaflokkum sem slíkum heldur hefur þetta unga fólk bara engan áhuga á að taka þátt í þeirri umræðuhefð, almennu leiðindum og hrossakaupapólitík sem fyrrnefndar kynslóðir hafa skapað. Þau vilja, eins og allar kynslóðir á undan þeim, fá að skilgreina samfélagið og pólitíkina út frá eigin forsendum, finna sínar leiðir til lausna og tengja þjóðfélagsmál og pólitík við eigin upplifanir og þann heim sem þau lifa í, ekki þann heim sem fólk yfir fimmtugu ólst upp í. Það hlýtur að vera sjálfsögð kurteisi að gefa þeim tíma og svigrúm til að þróa sína hugmyndafræði og koma sinni heimssýn á framfæri án þess ýmist að fordæma æsku þeirra og reynsluleysi eða hefja það upp til skýjanna að ungt fólk hafi skoðun yfirleitt.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar