Afi þinn var klæðskiptingur Þórður Ingi Jónsson skrifar 6. október 2014 11:00 Glæsilegar - Atriðin í draggklúbbnum eru líklega hápunktur myndarinnar. MYND/SKJÁSKOT Sumarnætur (Nuits d‘été)Leikstjóri: Mario FanfaniIMDB: 5,9 Sumarnætur er fyrsta bíómynd franska leikstjórans Mario Fanfani. Sumarnætur gerist í Frakklandi árið 1959 á meðan Alsírsstríðið var í fullum gangi. Michel (Guillaume de Tonquedec) er upprennandi stjórnmálamaður sem er í fullkominni sambúð, að því er virðist, við Hélèn (Jeanne Balibar). Michel býr þó yfir leyndarmáli. Hverja helgi heldur hann í sveitasetrið Les Epicéas þar sem hann verður Mylène. Þar fær hann sína útrás ásamt gömlum vini sínum úr stríðinu, Jean-Marie (Nicolas Bouchaud), sem er dragdrottning og skemmtikraftur. Sumarnætur fjallar á merkilegan hátt um þetta tímabil og hversu þungt það hefur verið að þurfa að fela það að vera klæðskiptingur. Myndin fjallar líka um kröfurnar sem voru gerðar til þeirrar kynslóðar karlmanna sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og síðan 15 árum síðar í alsírska stríðinu. Þótt það séu mörg ljúf augnablik í myndinni þá náði hún ekki alveg að halda athyglinni í 100 mínútur, og skotin virðast stundum dálítið klunnaleg. Þar fyrir utan er þetta merkileg mynd með áhugavert umfjöllunarefni en atriðin í draggklúbbnum eru líklega hápunkturinn – þarna var menning og tónlist í gangi sem er ekki oft fjallað um og var kannski jafnvel á undan sinni samtíð. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Sumarnætur (Nuits d‘été)Leikstjóri: Mario FanfaniIMDB: 5,9 Sumarnætur er fyrsta bíómynd franska leikstjórans Mario Fanfani. Sumarnætur gerist í Frakklandi árið 1959 á meðan Alsírsstríðið var í fullum gangi. Michel (Guillaume de Tonquedec) er upprennandi stjórnmálamaður sem er í fullkominni sambúð, að því er virðist, við Hélèn (Jeanne Balibar). Michel býr þó yfir leyndarmáli. Hverja helgi heldur hann í sveitasetrið Les Epicéas þar sem hann verður Mylène. Þar fær hann sína útrás ásamt gömlum vini sínum úr stríðinu, Jean-Marie (Nicolas Bouchaud), sem er dragdrottning og skemmtikraftur. Sumarnætur fjallar á merkilegan hátt um þetta tímabil og hversu þungt það hefur verið að þurfa að fela það að vera klæðskiptingur. Myndin fjallar líka um kröfurnar sem voru gerðar til þeirrar kynslóðar karlmanna sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og síðan 15 árum síðar í alsírska stríðinu. Þótt það séu mörg ljúf augnablik í myndinni þá náði hún ekki alveg að halda athyglinni í 100 mínútur, og skotin virðast stundum dálítið klunnaleg. Þar fyrir utan er þetta merkileg mynd með áhugavert umfjöllunarefni en atriðin í draggklúbbnum eru líklega hápunkturinn – þarna var menning og tónlist í gangi sem er ekki oft fjallað um og var kannski jafnvel á undan sinni samtíð.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira