Afi þinn var klæðskiptingur Þórður Ingi Jónsson skrifar 6. október 2014 11:00 Glæsilegar - Atriðin í draggklúbbnum eru líklega hápunktur myndarinnar. MYND/SKJÁSKOT Sumarnætur (Nuits d‘été)Leikstjóri: Mario FanfaniIMDB: 5,9 Sumarnætur er fyrsta bíómynd franska leikstjórans Mario Fanfani. Sumarnætur gerist í Frakklandi árið 1959 á meðan Alsírsstríðið var í fullum gangi. Michel (Guillaume de Tonquedec) er upprennandi stjórnmálamaður sem er í fullkominni sambúð, að því er virðist, við Hélèn (Jeanne Balibar). Michel býr þó yfir leyndarmáli. Hverja helgi heldur hann í sveitasetrið Les Epicéas þar sem hann verður Mylène. Þar fær hann sína útrás ásamt gömlum vini sínum úr stríðinu, Jean-Marie (Nicolas Bouchaud), sem er dragdrottning og skemmtikraftur. Sumarnætur fjallar á merkilegan hátt um þetta tímabil og hversu þungt það hefur verið að þurfa að fela það að vera klæðskiptingur. Myndin fjallar líka um kröfurnar sem voru gerðar til þeirrar kynslóðar karlmanna sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og síðan 15 árum síðar í alsírska stríðinu. Þótt það séu mörg ljúf augnablik í myndinni þá náði hún ekki alveg að halda athyglinni í 100 mínútur, og skotin virðast stundum dálítið klunnaleg. Þar fyrir utan er þetta merkileg mynd með áhugavert umfjöllunarefni en atriðin í draggklúbbnum eru líklega hápunkturinn – þarna var menning og tónlist í gangi sem er ekki oft fjallað um og var kannski jafnvel á undan sinni samtíð. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sumarnætur (Nuits d‘été)Leikstjóri: Mario FanfaniIMDB: 5,9 Sumarnætur er fyrsta bíómynd franska leikstjórans Mario Fanfani. Sumarnætur gerist í Frakklandi árið 1959 á meðan Alsírsstríðið var í fullum gangi. Michel (Guillaume de Tonquedec) er upprennandi stjórnmálamaður sem er í fullkominni sambúð, að því er virðist, við Hélèn (Jeanne Balibar). Michel býr þó yfir leyndarmáli. Hverja helgi heldur hann í sveitasetrið Les Epicéas þar sem hann verður Mylène. Þar fær hann sína útrás ásamt gömlum vini sínum úr stríðinu, Jean-Marie (Nicolas Bouchaud), sem er dragdrottning og skemmtikraftur. Sumarnætur fjallar á merkilegan hátt um þetta tímabil og hversu þungt það hefur verið að þurfa að fela það að vera klæðskiptingur. Myndin fjallar líka um kröfurnar sem voru gerðar til þeirrar kynslóðar karlmanna sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni, og síðan 15 árum síðar í alsírska stríðinu. Þótt það séu mörg ljúf augnablik í myndinni þá náði hún ekki alveg að halda athyglinni í 100 mínútur, og skotin virðast stundum dálítið klunnaleg. Þar fyrir utan er þetta merkileg mynd með áhugavert umfjöllunarefni en atriðin í draggklúbbnum eru líklega hápunkturinn – þarna var menning og tónlist í gangi sem er ekki oft fjallað um og var kannski jafnvel á undan sinni samtíð.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein