Þurfa ekki Converse skó og Cheap Monday buxur til að vera töff Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 8. október 2014 09:00 Sigmar, Hlynur og Þorri eru strákarnir á bakvið Reykjavik style. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku. Var alltaf að stelast í fataskápinn hjá mömmu og fara í gamlar leðurbuxur af henni og svona,“ segir Hlynur Hákonarson, tískubloggari og nemi í Tækniskólanum. Hann ásamt tveimur félögum sínum, þeim Þorra Arnarsyni og Sigmari Loga Björnssyni, reka bloggsíðuna rvkstyle.com. Þar birta þeir myndir af sér í fötum sem þeir fá lánuð hjá útvöldum verslunum, stílisera sjálfir og auglýsa. „Ég var að vinna í Selected fyrir tveimur árum síðan og þar kynntist ég Sigmari og komst að því að við höfðum báðir mikinn áhuga og sömu sýn á tísku.mynd/Óðinn ArnarsonOkkur fannst báðum vantar innblástur í herramarkaðinn á Íslandi. Það eru allir eins hér, alltaf sama tuggan. Okkur langaði fyrst og fremst að segja strákunum að þeir þurfi ekki að vera í Converse skóm og Cheap Monday buxum til að vera töff,“ segir Hlynur. „ Ég sýndi Sigmari síðu hjá sænskum bloggara sem heitir Andreas Wijk, en ég hef verið að fylgjast með honum, og út frá því stofnuðum við instagram síðu,“ segir Hlynur, en strax á fyrstu tveimur mánuðunum voru þeir komnir með tíuþúsund fylgjendur. „Við vildum taka þetta skrefinu lengra og stofna heimasíðu, sem við gerðum núna í haust,“ segir Hlynur. Myndirnar tekur fjórtán ára bróðir Þorra, Óðinn Arnarson, en hann er að læra ljósmyndun. mynd/Óðinn Arnarson„Næsta skref hjá okkur er að þróa síðuna. Okkur langar að bæta vefverslun við síðuna og selja vörur frá smásölum úti í mjög takmörkuðu magni,“ segir Hlynur. „Við höfum verið að vinna mjög náið með JÖR líka og sýna föt frá honum. Svo erum við að leita að réttu stelpunni til þess að sjá um stelpuhluta á síðunni,“ segir Hlynur. En hvaðan fær Hlynur innblástur? "Þeir sem ég lít helst upp til eru Jim Morrison, Mick Jagger og David Bowie." Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á tísku. Var alltaf að stelast í fataskápinn hjá mömmu og fara í gamlar leðurbuxur af henni og svona,“ segir Hlynur Hákonarson, tískubloggari og nemi í Tækniskólanum. Hann ásamt tveimur félögum sínum, þeim Þorra Arnarsyni og Sigmari Loga Björnssyni, reka bloggsíðuna rvkstyle.com. Þar birta þeir myndir af sér í fötum sem þeir fá lánuð hjá útvöldum verslunum, stílisera sjálfir og auglýsa. „Ég var að vinna í Selected fyrir tveimur árum síðan og þar kynntist ég Sigmari og komst að því að við höfðum báðir mikinn áhuga og sömu sýn á tísku.mynd/Óðinn ArnarsonOkkur fannst báðum vantar innblástur í herramarkaðinn á Íslandi. Það eru allir eins hér, alltaf sama tuggan. Okkur langaði fyrst og fremst að segja strákunum að þeir þurfi ekki að vera í Converse skóm og Cheap Monday buxum til að vera töff,“ segir Hlynur. „ Ég sýndi Sigmari síðu hjá sænskum bloggara sem heitir Andreas Wijk, en ég hef verið að fylgjast með honum, og út frá því stofnuðum við instagram síðu,“ segir Hlynur, en strax á fyrstu tveimur mánuðunum voru þeir komnir með tíuþúsund fylgjendur. „Við vildum taka þetta skrefinu lengra og stofna heimasíðu, sem við gerðum núna í haust,“ segir Hlynur. Myndirnar tekur fjórtán ára bróðir Þorra, Óðinn Arnarson, en hann er að læra ljósmyndun. mynd/Óðinn Arnarson„Næsta skref hjá okkur er að þróa síðuna. Okkur langar að bæta vefverslun við síðuna og selja vörur frá smásölum úti í mjög takmörkuðu magni,“ segir Hlynur. „Við höfum verið að vinna mjög náið með JÖR líka og sýna föt frá honum. Svo erum við að leita að réttu stelpunni til þess að sjá um stelpuhluta á síðunni,“ segir Hlynur. En hvaðan fær Hlynur innblástur? "Þeir sem ég lít helst upp til eru Jim Morrison, Mick Jagger og David Bowie."
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira