Það verður að breyta starfsmannalögunum – Fyrri grein Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 9. október 2014 07:00 Því verður ekki trúað að nokkur sanngjarn maður standi gegn því að jafna þann mun sem er á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Þetta á jafnt við um almenn kjör og aðrar aðstæður. Ég hef í mörg ár talað fyrir því að jafnræðisreglunni sé fylgt enda liggja þar að baki bæði skynsemis- og réttlætisrök. Ég verð að viðurkenna að ofsafengin og heiftúðug viðbrögð nokkurra aðila sem eru að vinna að hagsmunabaráttu komu mér mjög á óvart. Sérstaklega í ljósi annarra viðbragða sem ég hef fengið í kjölfar orða minna. En nánar að því síðar.Verndin hefur aukist Ríkisendurskoðun skrifaði skýrslu um umhverfi ríkisstarfsmanna árið 2011 og bar hún heitið „Mannauðsmál ríkisins“. Í niðurstöðukaflanum segir svohljóðandi: „Á undanförnum árum hefur því verið haldið fram að sú sérstaka vernd sem ríkisstarfsmenn njóta að þessu leyti geti komið niður á skilvirkni og árangri starfseminnar. Nauðsynlegt sé að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins til að stuðla að markvissri nýtingu fjármuna og góðri þjónustu við borgarana. Bent er á að reglur starfsmanna um áminningar og uppsagnir séu í meginatriðum frá árinu 1954 þegar fyrst voru sett lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Síðan þá hafi aðstæður gjörbreyst, verkefni ríkisins séu orðin umfangsmeiri og í mörgum tilfellum sambærileg þeim sem eru á einkamarkaði. Þá hafi stofnun embættis umboðsmanns Alþingis og setning stjórnsýslulaganna aukið enn starfsöryggi ríkisstarfsmanna, m.a. með reglum um málsmeðferð, andmælarétt, rökstuðning ákvarðana og að þær verði að byggja á málefnalegum stjórnarmiðum.“Vill endurskoða lögin Síðar í sama kafla segir: „Það er ekki einungis hér á landi sem ríkisstarfsmenn njóta verndar í starfi umfram launþega á almennum vinnumarkaði því svo er einnig í nágrannalöndum okkar. Mismunandi er þó hversu hátt hlutfall ríkisstarfsmanna í aðildarríkjum Evrópusambandsins og Efnahags- og framafarastofnunarinnar nái til fleiri starfa en rök standa til. Þróunin í þessum ríkjum hefur almennt verið á þann veg að smám saman hefur dregið úr sérstakri réttarvernd ríkisstarfsmanna. Þetta á þó ekki við um fámenna hópa embættismanna sem áfram er talin þörf á að vernda sérstaklega í starfi. Þessi sjónarmið hafa ekki enn fengið hljómgrunn hér á landi enda gilda reglur starfsmannalaganna um starfslok nánast um alla starfsmenn ríkisins, án tillits til þess hvaða stöðu þeir gegna. Að mati Ríkisendurskoðunar er full ástæða til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans.“Áminningum safnað „Þá telur Ríkisendurskoðun að það ferli sem reglur starfsmannalaganna mæla fyrir um og varðar áminningar og starfslok í tengslum við þær sé þunglamalegt og tímafrekt. Það leiði á sinn hátt til þess að þeir starfsmenn, sem gerst hafa brotlegir í starfi eða reynast ekki hæfir til að gegna því, öðlist ríkari vernd en til var ætlast. Til að unnt sé að segja starfsmanni upp þarf hann að hafa brotið af sér tvívegis með sama eða líkum hætti. Ekki má líða of langur tími milli brotanna því þá er hætta á að hið fyrra teljist fyrnt. Þá þarf að áminna starfsmanninn upp á nýtt og þannig koll af kolli. Hið sama á við ef seinna brotið er ekki sams konar og hið fyrra. Ekkert kemur því fræðilega í veg fyrir að starfsmaður geti ,,safnað“ áminningum án þess að unnt sé að segja honum upp ef ný brot eru óskyld þeim fyrri.“ Ríkisendurskoðun kom síðan með eftirfarandi ábendingar til fjármálaráðuneytis:1. Einfalda á málsmeðferð við uppsagnir ríkisstarfsmanna.2. Veita á lagaheimild til starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn.3. Kanna á hvort rétt sé að færa ákvæði starfsmannalaga í kjarasamninga.4. Aðstoða þarf forstöðumenn betur í starfsmannamálum. Auk þessa benti Ríkisendurskoðun ráðuneytum og forstöðumönnum ríkisstofnana á eftirfarandi:1. Frammistaða sé metin reglulega með formlegum hætti.2. Starfsmannasamtal fari fram fyrir lok reynslutíma og hann verði lengdur í allt að eitt ár í veigameiri störfum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er góður grunnur til að byggja á ef vilji er fyrir því að bæta ríkisreksturinn. Í seinni grein minni mun ég fara yfir viðbrögð við orðum mínum um starfsumhverfi opinberra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Því verður ekki trúað að nokkur sanngjarn maður standi gegn því að jafna þann mun sem er á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Þetta á jafnt við um almenn kjör og aðrar aðstæður. Ég hef í mörg ár talað fyrir því að jafnræðisreglunni sé fylgt enda liggja þar að baki bæði skynsemis- og réttlætisrök. Ég verð að viðurkenna að ofsafengin og heiftúðug viðbrögð nokkurra aðila sem eru að vinna að hagsmunabaráttu komu mér mjög á óvart. Sérstaklega í ljósi annarra viðbragða sem ég hef fengið í kjölfar orða minna. En nánar að því síðar.Verndin hefur aukist Ríkisendurskoðun skrifaði skýrslu um umhverfi ríkisstarfsmanna árið 2011 og bar hún heitið „Mannauðsmál ríkisins“. Í niðurstöðukaflanum segir svohljóðandi: „Á undanförnum árum hefur því verið haldið fram að sú sérstaka vernd sem ríkisstarfsmenn njóta að þessu leyti geti komið niður á skilvirkni og árangri starfseminnar. Nauðsynlegt sé að auka sveigjanleika í starfsmannahaldi ríkisins til að stuðla að markvissri nýtingu fjármuna og góðri þjónustu við borgarana. Bent er á að reglur starfsmanna um áminningar og uppsagnir séu í meginatriðum frá árinu 1954 þegar fyrst voru sett lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Síðan þá hafi aðstæður gjörbreyst, verkefni ríkisins séu orðin umfangsmeiri og í mörgum tilfellum sambærileg þeim sem eru á einkamarkaði. Þá hafi stofnun embættis umboðsmanns Alþingis og setning stjórnsýslulaganna aukið enn starfsöryggi ríkisstarfsmanna, m.a. með reglum um málsmeðferð, andmælarétt, rökstuðning ákvarðana og að þær verði að byggja á málefnalegum stjórnarmiðum.“Vill endurskoða lögin Síðar í sama kafla segir: „Það er ekki einungis hér á landi sem ríkisstarfsmenn njóta verndar í starfi umfram launþega á almennum vinnumarkaði því svo er einnig í nágrannalöndum okkar. Mismunandi er þó hversu hátt hlutfall ríkisstarfsmanna í aðildarríkjum Evrópusambandsins og Efnahags- og framafarastofnunarinnar nái til fleiri starfa en rök standa til. Þróunin í þessum ríkjum hefur almennt verið á þann veg að smám saman hefur dregið úr sérstakri réttarvernd ríkisstarfsmanna. Þetta á þó ekki við um fámenna hópa embættismanna sem áfram er talin þörf á að vernda sérstaklega í starfi. Þessi sjónarmið hafa ekki enn fengið hljómgrunn hér á landi enda gilda reglur starfsmannalaganna um starfslok nánast um alla starfsmenn ríkisins, án tillits til þess hvaða stöðu þeir gegna. Að mati Ríkisendurskoðunar er full ástæða til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans.“Áminningum safnað „Þá telur Ríkisendurskoðun að það ferli sem reglur starfsmannalaganna mæla fyrir um og varðar áminningar og starfslok í tengslum við þær sé þunglamalegt og tímafrekt. Það leiði á sinn hátt til þess að þeir starfsmenn, sem gerst hafa brotlegir í starfi eða reynast ekki hæfir til að gegna því, öðlist ríkari vernd en til var ætlast. Til að unnt sé að segja starfsmanni upp þarf hann að hafa brotið af sér tvívegis með sama eða líkum hætti. Ekki má líða of langur tími milli brotanna því þá er hætta á að hið fyrra teljist fyrnt. Þá þarf að áminna starfsmanninn upp á nýtt og þannig koll af kolli. Hið sama á við ef seinna brotið er ekki sams konar og hið fyrra. Ekkert kemur því fræðilega í veg fyrir að starfsmaður geti ,,safnað“ áminningum án þess að unnt sé að segja honum upp ef ný brot eru óskyld þeim fyrri.“ Ríkisendurskoðun kom síðan með eftirfarandi ábendingar til fjármálaráðuneytis:1. Einfalda á málsmeðferð við uppsagnir ríkisstarfsmanna.2. Veita á lagaheimild til starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn.3. Kanna á hvort rétt sé að færa ákvæði starfsmannalaga í kjarasamninga.4. Aðstoða þarf forstöðumenn betur í starfsmannamálum. Auk þessa benti Ríkisendurskoðun ráðuneytum og forstöðumönnum ríkisstofnana á eftirfarandi:1. Frammistaða sé metin reglulega með formlegum hætti.2. Starfsmannasamtal fari fram fyrir lok reynslutíma og hann verði lengdur í allt að eitt ár í veigameiri störfum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er góður grunnur til að byggja á ef vilji er fyrir því að bæta ríkisreksturinn. Í seinni grein minni mun ég fara yfir viðbrögð við orðum mínum um starfsumhverfi opinberra starfsmanna.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun