Hætt við sérúrræði fyrir kynferðisbrotamenn Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Ein tillaga nefndarinnar var að búa til meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. „Tilgangurinn með þessari vinnu er að gera meðferð afbrotamanna, sem brotið hafa gegn börnum, markvissa og draga þannig úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram með sérstakt úrræði sem sneri að því að byggja upp markviss meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum.Ágúst Ólafur ÁgústssonÍ apríl í fyrra skilaði nefnd, sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og Ágúst Ólafur Ágústsson var í forsvari fyrir, frá sér tillögum sem sneru að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum. Meðal þeirra tillagna sem nefndin lagði fyrir var að fá sérfræðing í stöðu innan Fangelsismálastofnunar til þess að móta meðferð fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að þessari vinnu verði haldið áfram. „Það er dapurlegt að sjá að stjórnarflokkarnir ætli að draga til baka þá fjármuni sem höfðu sérstaklega farið í að bregðast við því neyðarástandi sem blasti við,“ segir Ágúst Ólafur. Nefndin skilaði frá sér tillögum sem sneru að bættum úrbótum í þessum málaflokki. Samþykkt var að leggja 79 milljónir í tillögur nefndarinnar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ljóst að skorið verður töluvert niður í þeim tillögum. „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu missir 30 milljónir sem tryggja áttu skilvirk úrræði fyrir þolendur þessara brota, ríkissaksóknari missir 10 milljónir sem voru eyrnamerktar starfinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum missir sínar 10 milljónir eins og Fangelsismálastofnun gerir og þá missir ríkislögreglustjóri sínar þrjár milljónir sem áttu að fara í þennan málaflokk,“ segir Ágúst. Meðal þess sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu er sérstök meðferð fyrir gerendur kynferðisbrota sem snúa að börnum. Sérfræðingur hafði verið ráðinn í fulla stöðu hjá Fangelsismálastofnun sem átti að vinna að því að búa til og kortleggja meðferðir fyrir þennan hóp. „Hluti þessara fjármuna átti til dæmis að fara í að þróa bæði meðferðarúrræði og áhættumat fyrir gerendur en einnig í að þróa úrræði fyrir þá sem hugsanlega eru að hugsa um að brjóta á börnum. En það er vandi sem er auðvitað ekki leystur enda á eftir að dæma eitthvað af þessum gerendum fari málin til dóms,“ segir Ágúst.Páll winkelSálfræðingurinn sem gegndi stöðunni hafði verið að móta starfið undanfarið ár og hafði einnig hafið vinnu með föngum. „Þetta var og er mikilvæg viðbót við okkar starf. Það hafa starfað hjá okkur á bilinu 1-3 sálfræðingar og það er ljóst að það er ekki hægt að ná að sinna mörg hundruð föngum og fyrrverandi föngum með markvissum hætti með þeim fjölda,“ segir Páll. Hann segir stofnunina hafa bundið miklar vonir við þetta úrræði sem og önnur sem nefndin kom með. „Ég er algjörlega sammála niðurstöðum þessa vinnuhóps en það er niðurskurður hér eins og annars staðar.“ Ágúst segir einkennilegt að skorið sé niður í þessum málaflokki. Vandinn hafi verið brýnn og mikilvægt að leysa þessi mál. „Að þessi mál séu ekki í forgangi er með ólíkindum en ekki eru þetta háar upphæðir sem um ræðir. En það er enn tími til að kippa þessu í liðinn því frumvarpið er í höndum einstakra stjórnarþingmanna. Þeir geta breytt þessu ef þeir vilja,“ segir hann. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
„Tilgangurinn með þessari vinnu er að gera meðferð afbrotamanna, sem brotið hafa gegn börnum, markvissa og draga þannig úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir að haldið verði áfram með sérstakt úrræði sem sneri að því að byggja upp markviss meðferðarúrræði fyrir fanga sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum.Ágúst Ólafur ÁgústssonÍ apríl í fyrra skilaði nefnd, sem skipuð var af forsætisráðuneytinu og Ágúst Ólafur Ágústsson var í forsvari fyrir, frá sér tillögum sem sneru að úrbótum í þeim málaflokki sem snýr að kynferðisbrotum gegn börnum. Meðal þeirra tillagna sem nefndin lagði fyrir var að fá sérfræðing í stöðu innan Fangelsismálastofnunar til þess að móta meðferð fyrir fanga sem brotið hafa gegn börnum. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir því að þessari vinnu verði haldið áfram. „Það er dapurlegt að sjá að stjórnarflokkarnir ætli að draga til baka þá fjármuni sem höfðu sérstaklega farið í að bregðast við því neyðarástandi sem blasti við,“ segir Ágúst Ólafur. Nefndin skilaði frá sér tillögum sem sneru að bættum úrbótum í þessum málaflokki. Samþykkt var að leggja 79 milljónir í tillögur nefndarinnar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er ljóst að skorið verður töluvert niður í þeim tillögum. „Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu missir 30 milljónir sem tryggja áttu skilvirk úrræði fyrir þolendur þessara brota, ríkissaksóknari missir 10 milljónir sem voru eyrnamerktar starfinu, lögreglustjórinn á Suðurnesjum missir sínar 10 milljónir eins og Fangelsismálastofnun gerir og þá missir ríkislögreglustjóri sínar þrjár milljónir sem áttu að fara í þennan málaflokk,“ segir Ágúst. Meðal þess sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu er sérstök meðferð fyrir gerendur kynferðisbrota sem snúa að börnum. Sérfræðingur hafði verið ráðinn í fulla stöðu hjá Fangelsismálastofnun sem átti að vinna að því að búa til og kortleggja meðferðir fyrir þennan hóp. „Hluti þessara fjármuna átti til dæmis að fara í að þróa bæði meðferðarúrræði og áhættumat fyrir gerendur en einnig í að þróa úrræði fyrir þá sem hugsanlega eru að hugsa um að brjóta á börnum. En það er vandi sem er auðvitað ekki leystur enda á eftir að dæma eitthvað af þessum gerendum fari málin til dóms,“ segir Ágúst.Páll winkelSálfræðingurinn sem gegndi stöðunni hafði verið að móta starfið undanfarið ár og hafði einnig hafið vinnu með föngum. „Þetta var og er mikilvæg viðbót við okkar starf. Það hafa starfað hjá okkur á bilinu 1-3 sálfræðingar og það er ljóst að það er ekki hægt að ná að sinna mörg hundruð föngum og fyrrverandi föngum með markvissum hætti með þeim fjölda,“ segir Páll. Hann segir stofnunina hafa bundið miklar vonir við þetta úrræði sem og önnur sem nefndin kom með. „Ég er algjörlega sammála niðurstöðum þessa vinnuhóps en það er niðurskurður hér eins og annars staðar.“ Ágúst segir einkennilegt að skorið sé niður í þessum málaflokki. Vandinn hafi verið brýnn og mikilvægt að leysa þessi mál. „Að þessi mál séu ekki í forgangi er með ólíkindum en ekki eru þetta háar upphæðir sem um ræðir. En það er enn tími til að kippa þessu í liðinn því frumvarpið er í höndum einstakra stjórnarþingmanna. Þeir geta breytt þessu ef þeir vilja,“ segir hann.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira