Styðjum Alþjóða björgunarsveitina Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. október 2014 07:00 Í dag, 17. október, kemur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga í björgunarmálum saman á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2014. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún er orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur um björgunarmál, t.d um aðgerðir á norðurslóðum, aðhlynningu slasaðra, rekstur björgunarsveita, nýjustu tækni við leit og svo má áfram telja. Á Íslandi er fyrir mikil þekking og reynsla í björgunarmálum og það er mikilvægt að hún komi að notum sem víðast. Ráðstefnan er gott dæmi um hvernig reynslunni er miðlað, auk þess sem hún er okkur áminning um mikilvægi þess að styðja myndarlega við björgunarsveitirnar. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum og á farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með því að styðja starfsemi alþjóðabjörgunarsveitar þess. Sá stuðningur er þarft framlag til alþjóðasamstarfs og hefur átt þátt í því að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur farið á vegum íslenskra stjórnvalda til að veita aðstoð á hamfarasvæðum víða um heim. Hún nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir dugnað, þekkingu og færni okkar fólks. Hjá Sameinuðu þjóðunum tekur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þátt í að samræma alþjóðlegt hjálparstarf og starf heimamanna á hamfarasvæðum. Landsbjörg er einnig aðili að INSARAG, regnhlífarsamtökum björgunarsveita innan SÞ og gengst undir reglulega úttekt og vottun á þeirra vegum. Þá er íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland tekur þátt í almannavarnarsamstarfi þess með aðildinni að EES. Í síðustu úttekt SÞ á sveitinni í júní sl. fékk íslenska rústabjörgunarsveitin hæstu einkunn. Slík niðurstaða er ekki sjálfgefin; að baki henni liggur þrotlaus vinna, uppbygging á sérhæfðri þekkingu og búnaði. Þetta kom berlega í ljós á Haítí árið 2010, þegar alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra erlendra sveita á vettvang eftir mikinn jarðskjálfta sem kostaði um 200.000 manns lífið. Sveitin hefur vaxið að reynslu og getu, allt frá því að hún fór fyrst á vettvang árið 1999 í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi. Björgunarsveitir landsins vinna mikið og óeigingjarnt starf og hafa bjargað ófáum mannslífunum. Það er ekki sjálfgefið að hópur vel þjálfaðra sjálfboðaliða sé reiðubúinn til þess að sinna neyðarkalli að degi sem nóttu. Þeirra starf byggir á hugsjón og vilja til þess að vera samfélaginu að liði. Okkar stefna er að styðja þá til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Hjálparstarf Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 17. október, kemur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga í björgunarmálum saman á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2014. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún er orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur um björgunarmál, t.d um aðgerðir á norðurslóðum, aðhlynningu slasaðra, rekstur björgunarsveita, nýjustu tækni við leit og svo má áfram telja. Á Íslandi er fyrir mikil þekking og reynsla í björgunarmálum og það er mikilvægt að hún komi að notum sem víðast. Ráðstefnan er gott dæmi um hvernig reynslunni er miðlað, auk þess sem hún er okkur áminning um mikilvægi þess að styðja myndarlega við björgunarsveitirnar. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum og á farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með því að styðja starfsemi alþjóðabjörgunarsveitar þess. Sá stuðningur er þarft framlag til alþjóðasamstarfs og hefur átt þátt í því að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur farið á vegum íslenskra stjórnvalda til að veita aðstoð á hamfarasvæðum víða um heim. Hún nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir dugnað, þekkingu og færni okkar fólks. Hjá Sameinuðu þjóðunum tekur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þátt í að samræma alþjóðlegt hjálparstarf og starf heimamanna á hamfarasvæðum. Landsbjörg er einnig aðili að INSARAG, regnhlífarsamtökum björgunarsveita innan SÞ og gengst undir reglulega úttekt og vottun á þeirra vegum. Þá er íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland tekur þátt í almannavarnarsamstarfi þess með aðildinni að EES. Í síðustu úttekt SÞ á sveitinni í júní sl. fékk íslenska rústabjörgunarsveitin hæstu einkunn. Slík niðurstaða er ekki sjálfgefin; að baki henni liggur þrotlaus vinna, uppbygging á sérhæfðri þekkingu og búnaði. Þetta kom berlega í ljós á Haítí árið 2010, þegar alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra erlendra sveita á vettvang eftir mikinn jarðskjálfta sem kostaði um 200.000 manns lífið. Sveitin hefur vaxið að reynslu og getu, allt frá því að hún fór fyrst á vettvang árið 1999 í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi. Björgunarsveitir landsins vinna mikið og óeigingjarnt starf og hafa bjargað ófáum mannslífunum. Það er ekki sjálfgefið að hópur vel þjálfaðra sjálfboðaliða sé reiðubúinn til þess að sinna neyðarkalli að degi sem nóttu. Þeirra starf byggir á hugsjón og vilja til þess að vera samfélaginu að liði. Okkar stefna er að styðja þá til þess.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun