Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2014 07:00 Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni ristilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni.Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globocan, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstaklingar með sjúkdóminn á aldrinum 45-65 ára.Skimun er hagkvæm forvörn Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heilbrigðismálum.Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna.Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heilbrigðisráðherra var falið að undirbúa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráðherra að gerð krabbameinsáætlunar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðarhagræði auk þess sem hægt verður að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni ristilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni.Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globocan, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstaklingar með sjúkdóminn á aldrinum 45-65 ára.Skimun er hagkvæm forvörn Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heilbrigðismálum.Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna.Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heilbrigðisráðherra var falið að undirbúa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráðherra að gerð krabbameinsáætlunar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðarhagræði auk þess sem hægt verður að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun