Veigar Páll: Hef heyrt að það sé sniðugt að byrja sem spilandi aðstoðarþjálfari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2014 07:00 Veigar Páll Gunnarson fagnar hér einu af sex mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Andri Marinó „Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálfun er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“Veigar Páll Gunnarsson í leik á móti FH í sumar.Vísir/DaníelVeigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að vonast eftir því að það gæti orðið eitthvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslandsbikarnum var draumur fyrir mig," sagði Veigar Páll. „Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framlengingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leiktíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
„Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálfun er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“Veigar Páll Gunnarsson í leik á móti FH í sumar.Vísir/DaníelVeigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að vonast eftir því að það gæti orðið eitthvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslandsbikarnum var draumur fyrir mig," sagði Veigar Páll. „Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framlengingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leiktíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira