Menntaskólinn í Reykjavík er alltaf númer átján í röðinni MR-ingar skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Við Lækjargötuna stendur fallegt hús með langa sögu. Þar var þjóðfundurinn haldinn og þar hafa margir þeirra sem gert hafa garðinn frægan á Íslandi gengið um ganga og numið fræði af snjöllum lærimeisturum. Skólahúsið, gamla bókhlaðan Íþaka og fjósið sem breytt var í kennslustofur eru eins og leikmynd utan um löngu horfna tíma. Hér stunduðu nám á sínum tíma ekki bara einn heldur tveir menn sem síðar fengu Nóbelsverðlaun hvor á sínu sviði, Niels Finsen í læknisfræði og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi í bókmenntum. Sögu MR geta menn auðveldlega rakið næstum 170 ár aftur í tímann, en skólinn er arftaki skólanna á Bessastöðum og áður í Skálholti. Þá fer sagan að teygja sig upp í nærri þúsund ár. Sagan er fróðleg, en enginn lifir endalaust á fornri frægð. Á hverju ári bætist við afrekaskrá nemenda skólans. Þeir skara fram úr í hverri keppninni á fætur annarri þar sem byggt er á þekkingu, innsæi og frumleika, ár eftir ár. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeim farnast betur að jafnaði en nemendum frá öðrum skólum. Margir ráðamenn þjóðarinnar fyrr og síðar eru stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Því hefði mátt búast við því að þeir hefðu viljað búa vel að skólanum sem bjó þá undir lífið. Engum kæmi á óvart að margir þeirra vildu gæta þess að rekstur og húsakostur elstu menntastofnunar þjóðarinnar væru ekki til vansa. Fáir hefðu láð þeim það.Ekkert bólar á efndum Þannig er það samt ekki. Síðast var byggt nýtt húsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðan er liðin hálf öld þar sem fátt gerðist annað en að velunnari skólans gaf honum glæsilegt hús að gjöf, sem nokkru þurfti að kosta til þannig að það nýttist skólanum. Annað hefur ekki verið byggt. Fyrir rúmlega áratug tóku ráðamenn í Reykjavík og menntamálaráðuneytinu saman höndum og skrifuðu undir samkomulag um að byggt skyldi hús sem hýsti kennslustofur, íþrótta- og fyrirlestrasali og félagsaðstöðu fyrir nemendur. Enn þann dag í dag bólar ekkert á efndum. Auðvitað þarf að forgangsraða í ríkisfjármálum. Auðvitað á að fara vel með peninga almennings. En það á ekki að refsa Menntaskólanum í Reykjavík fyrir útsjónarsemi og hófsemd. Aðrir skólar eru aftur og aftur teknir fram fyrir MR í röðinni þegar kemur að framkvæmdum. Í fyrra samþykkti Alþingi viðbótarfjárveitingu til skólans, sem hann hefur þó ekki notið enn vegna tæknilegra skilyrða sem sett voru við lokafrágang fjárlaga. Nú er lag að alþingismenn setji Menntaskólann í Reykjavík fremstan í röðina og ákveði að ríkið standi við samkomulagið frá árinu 2003. Á árunum 2017-19 er hægt að ljúka byggingarframkvæmdum við skólann þannig að honum verði loksins búin sú umgjörð sem hann og nemendur hans eiga skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birna Þórarinsdóttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Við Lækjargötuna stendur fallegt hús með langa sögu. Þar var þjóðfundurinn haldinn og þar hafa margir þeirra sem gert hafa garðinn frægan á Íslandi gengið um ganga og numið fræði af snjöllum lærimeisturum. Skólahúsið, gamla bókhlaðan Íþaka og fjósið sem breytt var í kennslustofur eru eins og leikmynd utan um löngu horfna tíma. Hér stunduðu nám á sínum tíma ekki bara einn heldur tveir menn sem síðar fengu Nóbelsverðlaun hvor á sínu sviði, Niels Finsen í læknisfræði og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi í bókmenntum. Sögu MR geta menn auðveldlega rakið næstum 170 ár aftur í tímann, en skólinn er arftaki skólanna á Bessastöðum og áður í Skálholti. Þá fer sagan að teygja sig upp í nærri þúsund ár. Sagan er fróðleg, en enginn lifir endalaust á fornri frægð. Á hverju ári bætist við afrekaskrá nemenda skólans. Þeir skara fram úr í hverri keppninni á fætur annarri þar sem byggt er á þekkingu, innsæi og frumleika, ár eftir ár. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeim farnast betur að jafnaði en nemendum frá öðrum skólum. Margir ráðamenn þjóðarinnar fyrr og síðar eru stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Því hefði mátt búast við því að þeir hefðu viljað búa vel að skólanum sem bjó þá undir lífið. Engum kæmi á óvart að margir þeirra vildu gæta þess að rekstur og húsakostur elstu menntastofnunar þjóðarinnar væru ekki til vansa. Fáir hefðu láð þeim það.Ekkert bólar á efndum Þannig er það samt ekki. Síðast var byggt nýtt húsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðan er liðin hálf öld þar sem fátt gerðist annað en að velunnari skólans gaf honum glæsilegt hús að gjöf, sem nokkru þurfti að kosta til þannig að það nýttist skólanum. Annað hefur ekki verið byggt. Fyrir rúmlega áratug tóku ráðamenn í Reykjavík og menntamálaráðuneytinu saman höndum og skrifuðu undir samkomulag um að byggt skyldi hús sem hýsti kennslustofur, íþrótta- og fyrirlestrasali og félagsaðstöðu fyrir nemendur. Enn þann dag í dag bólar ekkert á efndum. Auðvitað þarf að forgangsraða í ríkisfjármálum. Auðvitað á að fara vel með peninga almennings. En það á ekki að refsa Menntaskólanum í Reykjavík fyrir útsjónarsemi og hófsemd. Aðrir skólar eru aftur og aftur teknir fram fyrir MR í röðinni þegar kemur að framkvæmdum. Í fyrra samþykkti Alþingi viðbótarfjárveitingu til skólans, sem hann hefur þó ekki notið enn vegna tæknilegra skilyrða sem sett voru við lokafrágang fjárlaga. Nú er lag að alþingismenn setji Menntaskólann í Reykjavík fremstan í röðina og ákveði að ríkið standi við samkomulagið frá árinu 2003. Á árunum 2017-19 er hægt að ljúka byggingarframkvæmdum við skólann þannig að honum verði loksins búin sú umgjörð sem hann og nemendur hans eiga skilið.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar