Myndform og Netflix í viðræðum Haraldur Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum Universal. Vísir/AFP Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar. Netflix Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Netflix hefur átt í viðræðum við Myndform um kaup á ýmsu myndefni sem íslenska fyrirtækið á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í ágúst. Fyrirtækin hafa ekki enn komist að samkomulagi en ljóst er að Netflix á í viðræðum við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtæki landsins. „Það er verið að vinna í þessu á fullu en þetta er flókið mál. Við eigum rétt til að sýna mjög mikið af efni hér á landi en það er misjafnt út á hvað þau réttindi ganga. Stundum hefur Myndform keypt öll réttindi vegna tiltekinnar bíómyndar en í öðrum tilvikum einungis kvikmyndahúsaréttindin,“ segir Magnús Gunnarsson, yfirmaður kvikmyndadreifingar Myndforms og framkvæmdastjóri Laugarásbíós, í samtali við Markaðinn. Myndform á meðal annars sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Universal, Lionsgate og Metro-Goldwyn-Mayer (MGM). Fyrirtækið er einnig í samstarfi við sænska dreifingarfyrirtækið Svensk Filmindustri og selur að auki mikið af erlendu barnaefni.Magnús Gunnarsson„Við funduðum með Netflix og Svensk Filmindustri í Stokkhólmi ágúst og þá vorum við fyrsta íslenska fyrirtækið sem ræddi við Netflix um þessi mál. Okkur líst vel á þetta því öll lögleg sala á þessu efni er okkur til hagsbóta,“ segir Magnús. Hann nefnir að Myndform á réttinn á kvikmyndum eins og Dumb and Dumber To, Nightcrawler, John Wick og þríleiknum um Hobbitann. „Þannig að það er eftir miklu að slægjast. En Netflix er að opna í svo mörgum löndum núna, og Ísland er bara einn lítill markaður, þannig að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir Magnús. Eins og komið hefur fram vinnur Netflix að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið hefur undanfarið unnið að því að hasla sér völl í Evrópu. Fréttavefurinn Nútíminn greindi fyrst frá þreifingum Netflix hér á landi þann 16. október síðastliðinn. Þann sama dag var sagt frá því á mbl.is að Sena ætti í viðræðum við bandaríska fyrirtækið og um tveimur vikum síðar fylgdi fréttavefurinn Kjarninn málinu eftir með frétt um að viðræður Netflix og Sam-félagsins, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, væru langt komnar.
Netflix Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent