Stelpurnar með öll Íslandsmetin og níu bestu sætin á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2014 07:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir komst inn á topp 22 í þremur sundum. Vísir/Vilhelm Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni Sund Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni
Sund Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira