Allt í plati Ragna Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2014 07:00 Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að verkfall lækna stæði yfir í 6 vikur. Sjötta vika verkfalls lækna, þess fyrsta í sögunni, er þó gengin í garð. Læknar eru byrjaðir að birta uppsagnarbréf. Læknanemar og kandídatar neita að vinna á spítalanum án samninga. Helmingur sérfræðilækna á landinu, 181 læknir, segist íhuga sterklega eða hafa þegar ákveðið að flytja úr landi á næstu árum. Helmingur meltingarlækna spítalans hefur þegar sagt upp störfum. Svæfingarlæknar, gjörgæslulæknar og taugalæknar íhuga uppsagnir strax eftir áramót. 12 vikna verkfall án nokkurra hléa blasir við – frá áramótum fram að páskum. Forsætisráðherra kallar hins vegar eftir þjóðarsátt um forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. 90% þjóðarinnar vilja forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. 78% segjast styðja kjarabaráttu lækna. 70% vilja að læknar fái hækkun umfram aðrar stéttir. Minnst 11 starfsstéttir hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu lækna. Í sérstakri umræðu á Alþingi í nóvember um verkfall lækna voru allir þeir þingmenn sem tóku til máls, úr öllum flokkum, sammála um að leysa þyrfti deiluna sem fyrst. Samt kallar forsætisráðherra eftir þjóðarsátt. Fjármálaráðherra telur kröfur lækna vera óraunhæfar. Þær samrýmast ekki markmiði Seðlabankans um 3,5-4% hámark á launahækkunum vegna verðbólgumarkmiðs SÍ. Skuldaleiðréttingin samræmist ekki heldur þessu markmiði. Raunhæfar kröfur? En eru raunhæfar kröfur gerðar til lækna á Íslandi? Er raunhæft að áætla að unglæknar snúi til síns heima eftir sérnám, á eigin kostnaði, með óleiðrétt námslán á herðum sér, þegar kjör þeirra hér eru margfalt verri en annars staðar? Búast stjórnvöld við að læknar, sem haldið hafa út í niðurskurðartíð undanfarins áratugar, láti bjóða sér aðeins 3% launahækkun þegar starfsmönnum spítalans hefur fækkað og verkefnum fjölgað um leið? Er líklegt að læknar sem hætt hafa störfum á Íslandi vegna aðstöðu og kjara, snúi til baka fyrir 3% launahækkun? Er raunhæft að áætla að kandídatar og nemar starfi á spítalanum við óbreytt kjör? Ríkisstjórnin segist setja heilbrigðismál í forgang. Hún segist hafa gert það með því að leggja til „auka“ milljarð í rekstur Landspítalans. Þar að auki hefur hún lagt tæpar 900 milljónir í hönnun nýs spítala. Það er verulegt fagnaðarefni. Það blæs manni von í brjóst. En þetta er ekki forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg forgangsröðun einkennist ekki af spurningum formanns fjárlaganefndar um „hvenær sé nóg nóg“ þegar bent er á að enn vanti milljarð í rekstrargrunn Landspítalans. Hún felur ekki í sér að forsætisráðherra kalli eftir „þjóðarsátt“ þegar tæp 80% þjóðarinnar styðja kjarabaráttu lækna. Hún lýsir sér ekki í því að fjármálaráðherra fullyrði að „kröfur lækna séu óraunhæfar“ þegar kröfur ríkisins sjálfs til lækna eru ekki aðeins óraunhæfar heldur ómanneskjulegar. Mun forgangsröðun ríkisstjórnarinnar bjarga heilbrigðiskerfinu? Eða er þetta allt í plati? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að verkfall lækna stæði yfir í 6 vikur. Sjötta vika verkfalls lækna, þess fyrsta í sögunni, er þó gengin í garð. Læknar eru byrjaðir að birta uppsagnarbréf. Læknanemar og kandídatar neita að vinna á spítalanum án samninga. Helmingur sérfræðilækna á landinu, 181 læknir, segist íhuga sterklega eða hafa þegar ákveðið að flytja úr landi á næstu árum. Helmingur meltingarlækna spítalans hefur þegar sagt upp störfum. Svæfingarlæknar, gjörgæslulæknar og taugalæknar íhuga uppsagnir strax eftir áramót. 12 vikna verkfall án nokkurra hléa blasir við – frá áramótum fram að páskum. Forsætisráðherra kallar hins vegar eftir þjóðarsátt um forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. 90% þjóðarinnar vilja forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. 78% segjast styðja kjarabaráttu lækna. 70% vilja að læknar fái hækkun umfram aðrar stéttir. Minnst 11 starfsstéttir hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við kjarabaráttu lækna. Í sérstakri umræðu á Alþingi í nóvember um verkfall lækna voru allir þeir þingmenn sem tóku til máls, úr öllum flokkum, sammála um að leysa þyrfti deiluna sem fyrst. Samt kallar forsætisráðherra eftir þjóðarsátt. Fjármálaráðherra telur kröfur lækna vera óraunhæfar. Þær samrýmast ekki markmiði Seðlabankans um 3,5-4% hámark á launahækkunum vegna verðbólgumarkmiðs SÍ. Skuldaleiðréttingin samræmist ekki heldur þessu markmiði. Raunhæfar kröfur? En eru raunhæfar kröfur gerðar til lækna á Íslandi? Er raunhæft að áætla að unglæknar snúi til síns heima eftir sérnám, á eigin kostnaði, með óleiðrétt námslán á herðum sér, þegar kjör þeirra hér eru margfalt verri en annars staðar? Búast stjórnvöld við að læknar, sem haldið hafa út í niðurskurðartíð undanfarins áratugar, láti bjóða sér aðeins 3% launahækkun þegar starfsmönnum spítalans hefur fækkað og verkefnum fjölgað um leið? Er líklegt að læknar sem hætt hafa störfum á Íslandi vegna aðstöðu og kjara, snúi til baka fyrir 3% launahækkun? Er raunhæft að áætla að kandídatar og nemar starfi á spítalanum við óbreytt kjör? Ríkisstjórnin segist setja heilbrigðismál í forgang. Hún segist hafa gert það með því að leggja til „auka“ milljarð í rekstur Landspítalans. Þar að auki hefur hún lagt tæpar 900 milljónir í hönnun nýs spítala. Það er verulegt fagnaðarefni. Það blæs manni von í brjóst. En þetta er ekki forgangsröðun í þágu heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg forgangsröðun einkennist ekki af spurningum formanns fjárlaganefndar um „hvenær sé nóg nóg“ þegar bent er á að enn vanti milljarð í rekstrargrunn Landspítalans. Hún felur ekki í sér að forsætisráðherra kalli eftir „þjóðarsátt“ þegar tæp 80% þjóðarinnar styðja kjarabaráttu lækna. Hún lýsir sér ekki í því að fjármálaráðherra fullyrði að „kröfur lækna séu óraunhæfar“ þegar kröfur ríkisins sjálfs til lækna eru ekki aðeins óraunhæfar heldur ómanneskjulegar. Mun forgangsröðun ríkisstjórnarinnar bjarga heilbrigðiskerfinu? Eða er þetta allt í plati?
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun