Óska eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. desember 2014 22:00 Flags of our Fathers skilaði tæpu hálfu prósenti af útflutningstekjum ársins 2005. Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira