Íslensk fatalína á Asos marketplace Marín Manda skrifar 7. janúar 2014 09:30 Heba Björg hönnuður Absence of Colour. „Það var algjört ævintýri að vera úti á Indlandi og ég er búin að kynnast svo mörgu fólki. Maður lærir heilmikið þegar maður er sjálfur inni á verksmiðjugólfinu. Ég er að sjálfsögðu búin að ganga á marga veggi en það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér,“ segir Heba Björg sem nú hefur hannað fatalínuna Absence of Colour. Heba Björg hefur komið víða við í bransanum og segir þetta hafa verið eðlilegt skref á tískubrautinni. „Ég er búin að vinna í þessum bransa síðan ég var 17 ára og hef unnið að öllum þessum skrefum, frá því að búa til vöru og selja hana. Ég hef mikið verið bakvið tjöldin en mig hefur lengi langað að láta verða af þessu. Svo er að sjálfsögðu æðislegt að vera komin með þessa þekkingu á framleiðsluferlinu.“Absence of Colour fatalínan er í svörtu og hvítu.Heba Björg bjó á Indlandi í rúmlega ár og þótti kærkomið að eyða tíma í að kynnast rétta fólkinu til að skapa sér ákveðið tengslanet. „Ég var búin að fara í gegnum nokkrar verksmiðjur þangað til þetta small saman og í leiðinni hef ég verið að hjálpa öðrum íslenskum hönnuðum við framleiðslu á sínum vörum. „Það er mikil gróska í íslenskri fatahönnun en fáir eru framleiðslufærir. Kosturinn við Indland er að þar er hægt að framleiða í miklu minna magni en gengur og gerist, meðal annars í Kína.“ Í fatalínunni Absence of Colour, eða Fjarveru litar, eru einungis svartar og hvítar flíkur eins og nafnið gefur til kynna. Sjálf segist hún klæðast svörtu daglega og fannst því hugtakið heillandi. Fatalínan er nú fáanleg í versluninni Morrow Rvk í Kringlunni. Einnig hefur hún verið kynnt á Asos Marketplace á asos.com, þar sem sjálfstæð merki fá tækifæri til að selja hönnun sína. Heba Björg hyggst flytja til London á nýju ári og stefnir á að halda áfram að vaxa og dafna en hún hefur augastað á hugsanlegum sölustöðum. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Það var algjört ævintýri að vera úti á Indlandi og ég er búin að kynnast svo mörgu fólki. Maður lærir heilmikið þegar maður er sjálfur inni á verksmiðjugólfinu. Ég er að sjálfsögðu búin að ganga á marga veggi en það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva því hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér,“ segir Heba Björg sem nú hefur hannað fatalínuna Absence of Colour. Heba Björg hefur komið víða við í bransanum og segir þetta hafa verið eðlilegt skref á tískubrautinni. „Ég er búin að vinna í þessum bransa síðan ég var 17 ára og hef unnið að öllum þessum skrefum, frá því að búa til vöru og selja hana. Ég hef mikið verið bakvið tjöldin en mig hefur lengi langað að láta verða af þessu. Svo er að sjálfsögðu æðislegt að vera komin með þessa þekkingu á framleiðsluferlinu.“Absence of Colour fatalínan er í svörtu og hvítu.Heba Björg bjó á Indlandi í rúmlega ár og þótti kærkomið að eyða tíma í að kynnast rétta fólkinu til að skapa sér ákveðið tengslanet. „Ég var búin að fara í gegnum nokkrar verksmiðjur þangað til þetta small saman og í leiðinni hef ég verið að hjálpa öðrum íslenskum hönnuðum við framleiðslu á sínum vörum. „Það er mikil gróska í íslenskri fatahönnun en fáir eru framleiðslufærir. Kosturinn við Indland er að þar er hægt að framleiða í miklu minna magni en gengur og gerist, meðal annars í Kína.“ Í fatalínunni Absence of Colour, eða Fjarveru litar, eru einungis svartar og hvítar flíkur eins og nafnið gefur til kynna. Sjálf segist hún klæðast svörtu daglega og fannst því hugtakið heillandi. Fatalínan er nú fáanleg í versluninni Morrow Rvk í Kringlunni. Einnig hefur hún verið kynnt á Asos Marketplace á asos.com, þar sem sjálfstæð merki fá tækifæri til að selja hönnun sína. Heba Björg hyggst flytja til London á nýju ári og stefnir á að halda áfram að vaxa og dafna en hún hefur augastað á hugsanlegum sölustöðum.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira