Græn höfuðborg Skúli Helgason skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki. Ég leiddi á sínum tíma stefnumörkun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins í góðu samstarfi við fulltrúa allra þingflokka. Stefnan fól í sér tillögur um fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi, fræðslu á öllum skólastigum, hagræna hvata til að efla umhverfisstjórnun og orkuskipti, áherslu á vistvæn innkaup o.fl. Ríki heims hafa litið til græna hagkerfisins til að vega á móti skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum og undirstrika mikilvægi sjálfbærrar þróunar þar sem breytni okkar í dag er sett í siðferðilegt samhengi við hag komandi kynslóða. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með grænum áherslum í atvinnustefnu og nýju aðalskipulagi. Þá má nefna Græn skref, umhverfisstjórnunarkerfi sem þróað var í samstarfi við Harvard háskóla og gengur út á að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið hefur staðið í rúm 3 ár og taka nú þátt 95 vinnustaðir borgarinnar. Ný ríkisstjórn ákvað að fella úr gildi ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar til græna hagkerfisins þvert á eigin yfirlýsingar um mikilvægi fjárfestinga. Nú er því þörf á nýrri forystu fyrir græna hagkerfið og þar er Reykjavíkurborg kjörin. Borgin á t.d. að taka forystu fyrir vernd gegn mengun hafsvæða og hafnarsvæða í samvinnu við háskóla, sérfræðinga og frumkvöðla í atvinnulífinu í grænni tækni. Gríðarlegir hagsmunir liggja í því fyrir Ísland að aukin skipaumferð á norðurslóðum leiði ekki af sér stóraukna mengun og hættu á umhverfisslysum á fiskimiðum, einni helstu auðlind þjóðarinnar. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík beiti sér sem höfuðborg græna hagkerfisins í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög, félagasamtök og almenning og haldi grænum áherslum hátt á lofti við kynningu á borginni á erlendum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki. Ég leiddi á sínum tíma stefnumörkun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins í góðu samstarfi við fulltrúa allra þingflokka. Stefnan fól í sér tillögur um fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi, fræðslu á öllum skólastigum, hagræna hvata til að efla umhverfisstjórnun og orkuskipti, áherslu á vistvæn innkaup o.fl. Ríki heims hafa litið til græna hagkerfisins til að vega á móti skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum og undirstrika mikilvægi sjálfbærrar þróunar þar sem breytni okkar í dag er sett í siðferðilegt samhengi við hag komandi kynslóða. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með grænum áherslum í atvinnustefnu og nýju aðalskipulagi. Þá má nefna Græn skref, umhverfisstjórnunarkerfi sem þróað var í samstarfi við Harvard háskóla og gengur út á að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið hefur staðið í rúm 3 ár og taka nú þátt 95 vinnustaðir borgarinnar. Ný ríkisstjórn ákvað að fella úr gildi ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar til græna hagkerfisins þvert á eigin yfirlýsingar um mikilvægi fjárfestinga. Nú er því þörf á nýrri forystu fyrir græna hagkerfið og þar er Reykjavíkurborg kjörin. Borgin á t.d. að taka forystu fyrir vernd gegn mengun hafsvæða og hafnarsvæða í samvinnu við háskóla, sérfræðinga og frumkvöðla í atvinnulífinu í grænni tækni. Gríðarlegir hagsmunir liggja í því fyrir Ísland að aukin skipaumferð á norðurslóðum leiði ekki af sér stóraukna mengun og hættu á umhverfisslysum á fiskimiðum, einni helstu auðlind þjóðarinnar. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík beiti sér sem höfuðborg græna hagkerfisins í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög, félagasamtök og almenning og haldi grænum áherslum hátt á lofti við kynningu á borginni á erlendum vettvangi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun