Hanna Birna tekur ekki þingsæti í janúar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. janúar 2015 19:05 Hanna Birna Kristjánsdóttir var kjörin þingmaður vorið 2013. vísir/pjetur Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. Hanna Birna svaraði umboðsmanni Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættið gerir nú á samskiptum hennar í embætti innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni Alþingis verður bréfið ekki birt fyrr en við lok rannsóknar. Í bréfi sem Hanna Birna sendi í kvöld á alla þá sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn segir hún að það hafi verið sérstakt að standa utan stjórnmálanna undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að það sé afar stutt síðan hún fór frá og tók sér frí frá pólitíkinni, sé þetta lengsta tímabilið sem hún hafi verið án þeirra viðfangsefna síðan hún fór í fæðingarorlof fyrir tíu árum. „Ég sakna sums og síður annars, en hef notað tímann yfir hátíðarnar til að sinna betur því sem mestu skiptir, fjölskyldunni og fólkinu sem næst mér stendur,“ segir hún. Hún segist hafa farið yfir atburði liðins árs og reynt að draga af þeim pólitísku áföllum og átökum fleiri jákvæða en neikvæða lærdóma. „Ég vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði áttað mig á því hversu erfitt málið yrði; vildi óska að ég hefði gert minna af því að útskýra atburðarás og grípa til varna í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði aldrei rætt málið eða átt nokkur samskipti við fyrrverandi lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir skýringar hans um að hann færi ekki með stjórn málsins,“ segir hún. Hanna Birna segist ákveðin í því læra af erfiðri reynslu síðasta árs; forgangsraða persónulega með öðrum hætti en hún hafi gert og fylgja hjartanu meira en hefðunum – hvort sem er í stjórnmálunum eða annars staðar. „Eins og ég hef áður sagt hefur þetta mál tekið mjög á mig og mína. Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel og hlakka til ánægjulegs samstarfs við flokksmenn um allt land á nýju ári,“ segir hún. Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. Hanna Birna svaraði umboðsmanni Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættið gerir nú á samskiptum hennar í embætti innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni Alþingis verður bréfið ekki birt fyrr en við lok rannsóknar. Í bréfi sem Hanna Birna sendi í kvöld á alla þá sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn segir hún að það hafi verið sérstakt að standa utan stjórnmálanna undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að það sé afar stutt síðan hún fór frá og tók sér frí frá pólitíkinni, sé þetta lengsta tímabilið sem hún hafi verið án þeirra viðfangsefna síðan hún fór í fæðingarorlof fyrir tíu árum. „Ég sakna sums og síður annars, en hef notað tímann yfir hátíðarnar til að sinna betur því sem mestu skiptir, fjölskyldunni og fólkinu sem næst mér stendur,“ segir hún. Hún segist hafa farið yfir atburði liðins árs og reynt að draga af þeim pólitísku áföllum og átökum fleiri jákvæða en neikvæða lærdóma. „Ég vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði áttað mig á því hversu erfitt málið yrði; vildi óska að ég hefði gert minna af því að útskýra atburðarás og grípa til varna í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði aldrei rætt málið eða átt nokkur samskipti við fyrrverandi lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir skýringar hans um að hann færi ekki með stjórn málsins,“ segir hún. Hanna Birna segist ákveðin í því læra af erfiðri reynslu síðasta árs; forgangsraða persónulega með öðrum hætti en hún hafi gert og fylgja hjartanu meira en hefðunum – hvort sem er í stjórnmálunum eða annars staðar. „Eins og ég hef áður sagt hefur þetta mál tekið mjög á mig og mína. Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel og hlakka til ánægjulegs samstarfs við flokksmenn um allt land á nýju ári,“ segir hún.
Lekamálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira