Gunnar: Gagnrýnendur MMA þurfa að setja tilfinningarnar til hliðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2015 11:30 Gunnar var mikið í sviðsljósi fjölmiðla árið 2014. Vísir/Getty Eins og áður hefur komið fram var Gunnar Nelson valinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis. Fréttir af Gunnari voru einnig áberandi á lista Vísis yfir 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins en sjálfur segir Gunnar að hann hafi orðið var við mikinn áhuga á sér og sinni íþrótt. „Maður tekur stöðugt eftir því hversu áhuginn er mikill hjá Íslendingum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi en hann var vitaskuld þakklátur lesendum Vísis fyrir kosninguna.Sjá einnig: Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis „Áhuginn er að vaxa og hann hefur gert það á miklum hraða. Mér fannst áhorf á íþróttina og áhuginn í samfélaginu fara upp á annað stig á árinu. Maður fann að fólk var farið að kynna sér íþróttina betur, hafa vit á henni og fylgjast betur - ekki bara því sem ég var að gera.“ „Það fannst mér afar skemmtilegt að sjá og tel að það sé byrjunin á einhverju stóru,“ segir Gunnar.„Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Vísir/GettyGagnrýnisraddir voru þó einnig áberandi á árinu en Gunnar segir að í langflestum tilfellum eigi þær rétt á sér. „Mér finnst fínt að fólk segi sína skoðun og það er óumflýjanlegt,“ segir hann en bætir við: „Mikið af því sem ég hef séð er komið frá fólki sem þekkir ekki íþróttina og horfir á hana með óreyndum augum. Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Sjá einnig: Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina „Það er kannski eðlilegt en menn verða engu að síður að setja tilfinningar sínar til hliðar ef tilgangurinn er að rýna í og koma fram með skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Það er að minnsta kosti mitt álit.“ „Ég held að margt af því sem er sagt er sagt í flýti. En að sama skapi verða ummælin til þess að það er hægt að koma með góð svör á móti og mennta fólk aðeins betur í þessum fræðum. Það er jákvætt að það sé hægt að svara gagnrýninni þó svo að það sé alltaf leiðinlegt að hlusta þegar svona þvæla kemur upp.“Gunnar með Haraldi, föður sínum og umboðsmanni.Vísir/Friðrik ÞórGunnar stefnir á að berjast snemma á nýju ári - seint í febrúar eða í byrjun mars - þó svo að ekkert liggi fyrir um staðsetningu bardagans eða andstæðing. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni berjast í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn á ferlinum. „Það er þó ekkert öðruvísi að keppa þar en í öðrum borgum,“ segir Gunnar. „Las Vegas er vissulega mekka fyrir íþróttina og á sér stað í hjartarótum manna sem hafa fylgst með UFC frá upphafi. En í dag eru stærstu „show-in“ ekkert í Vegas.“Sjá einnig: 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi „Auðvitað er gaman fyrir menn að koma til borgar eins og Las Vegas en fyrir íþróttamanninn skiptir það ekki öllu máli að keppa þar. Ég hef svo gaman að því að koma á nýja staði og keppa og væri líka spenntur fyrir því að fara til Japan og jafnvel Brasilíu í framtíðinni.“ Hann mun þó áfram búa á Íslandi. „Það er að minnsta kosti stefnan. Ég mun áfram fara út í æfinga- og keppnisferðir en verð áfram búsettur hér.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram var Gunnar Nelson valinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis. Fréttir af Gunnari voru einnig áberandi á lista Vísis yfir 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins en sjálfur segir Gunnar að hann hafi orðið var við mikinn áhuga á sér og sinni íþrótt. „Maður tekur stöðugt eftir því hversu áhuginn er mikill hjá Íslendingum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi en hann var vitaskuld þakklátur lesendum Vísis fyrir kosninguna.Sjá einnig: Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis „Áhuginn er að vaxa og hann hefur gert það á miklum hraða. Mér fannst áhorf á íþróttina og áhuginn í samfélaginu fara upp á annað stig á árinu. Maður fann að fólk var farið að kynna sér íþróttina betur, hafa vit á henni og fylgjast betur - ekki bara því sem ég var að gera.“ „Það fannst mér afar skemmtilegt að sjá og tel að það sé byrjunin á einhverju stóru,“ segir Gunnar.„Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Vísir/GettyGagnrýnisraddir voru þó einnig áberandi á árinu en Gunnar segir að í langflestum tilfellum eigi þær rétt á sér. „Mér finnst fínt að fólk segi sína skoðun og það er óumflýjanlegt,“ segir hann en bætir við: „Mikið af því sem ég hef séð er komið frá fólki sem þekkir ekki íþróttina og horfir á hana með óreyndum augum. Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Sjá einnig: Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina „Það er kannski eðlilegt en menn verða engu að síður að setja tilfinningar sínar til hliðar ef tilgangurinn er að rýna í og koma fram með skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Það er að minnsta kosti mitt álit.“ „Ég held að margt af því sem er sagt er sagt í flýti. En að sama skapi verða ummælin til þess að það er hægt að koma með góð svör á móti og mennta fólk aðeins betur í þessum fræðum. Það er jákvætt að það sé hægt að svara gagnrýninni þó svo að það sé alltaf leiðinlegt að hlusta þegar svona þvæla kemur upp.“Gunnar með Haraldi, föður sínum og umboðsmanni.Vísir/Friðrik ÞórGunnar stefnir á að berjast snemma á nýju ári - seint í febrúar eða í byrjun mars - þó svo að ekkert liggi fyrir um staðsetningu bardagans eða andstæðing. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni berjast í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn á ferlinum. „Það er þó ekkert öðruvísi að keppa þar en í öðrum borgum,“ segir Gunnar. „Las Vegas er vissulega mekka fyrir íþróttina og á sér stað í hjartarótum manna sem hafa fylgst með UFC frá upphafi. En í dag eru stærstu „show-in“ ekkert í Vegas.“Sjá einnig: 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi „Auðvitað er gaman fyrir menn að koma til borgar eins og Las Vegas en fyrir íþróttamanninn skiptir það ekki öllu máli að keppa þar. Ég hef svo gaman að því að koma á nýja staði og keppa og væri líka spenntur fyrir því að fara til Japan og jafnvel Brasilíu í framtíðinni.“ Hann mun þó áfram búa á Íslandi. „Það er að minnsta kosti stefnan. Ég mun áfram fara út í æfinga- og keppnisferðir en verð áfram búsettur hér.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sjá meira
Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00