Njarðvík fór í gang í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 20:59 Björg Guðrún Einarsdóttir og stöllur hennar þurftu að játa sig sigraðar í kvöld. vísir/vilhelm Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó. Liðin buðu ekki upp á neina skotsýningu í Ljónagryfjunni í kvöld en skotnýing liðanna var með slakasta móti. KR-konur hittu aðeins úr 39% skota sinna innan teigs og 14% úr þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkur var snöggtum skárri; 37% innan teigs og 26% fyrir utan. Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með 14 stigum, 16-30, en Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í 2. leikhluta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign heimakvenna. KR spilaði ágætlega fyrstu mínútur hans en Njarðvík skellti í lás í vörninni um miðjan 3. leikhluta. Njarðvíkurstúlkur breyttu stöðunni úr 19-37 í 33-37 á síðustu fimm mínútum leikhlutans og náðu svo loks forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir, 52-49. KR skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum leiksins og svo fór að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 56-49. Nikitta Gartrell var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 24 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Björk Gunnarsdóttir kom næst með 10 stig. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði mest fyrir KR, eða 11 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Í gær tryggðu Snæfell og Grindavík sér sæti í undanúrslitunum en það ræðst á morgun hvort það verður Keflavík eða Breiðablik sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.Tölfræði leiks: Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 6, Svala Sigurðadóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 10/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/12 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Salvör Ísberg 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0.Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó. Liðin buðu ekki upp á neina skotsýningu í Ljónagryfjunni í kvöld en skotnýing liðanna var með slakasta móti. KR-konur hittu aðeins úr 39% skota sinna innan teigs og 14% úr þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkur var snöggtum skárri; 37% innan teigs og 26% fyrir utan. Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með 14 stigum, 16-30, en Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í 2. leikhluta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign heimakvenna. KR spilaði ágætlega fyrstu mínútur hans en Njarðvík skellti í lás í vörninni um miðjan 3. leikhluta. Njarðvíkurstúlkur breyttu stöðunni úr 19-37 í 33-37 á síðustu fimm mínútum leikhlutans og náðu svo loks forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir, 52-49. KR skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum leiksins og svo fór að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 56-49. Nikitta Gartrell var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 24 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Björk Gunnarsdóttir kom næst með 10 stig. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði mest fyrir KR, eða 11 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Í gær tryggðu Snæfell og Grindavík sér sæti í undanúrslitunum en það ræðst á morgun hvort það verður Keflavík eða Breiðablik sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.Tölfræði leiks: Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 6, Svala Sigurðadóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 10/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/12 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Salvör Ísberg 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0.Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira